Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 3
Seiður lífsins í fylgsnum skógar og einveru Andi landnámsmannsins, sem blótaði lundinn, lifir með þjóðinni í dag FLESTIR liafa veitt því athygli, e£ þeir hafa verið einir á ferð á bjartri og blíðri vornótt, þegar allur hávaði og ys dagsins er hljóðnaður, að þá er eins og opnist ný veröld, heimur, sem reyndar var alltaf umhverfis oss, en oss gafst eigi ráðrúm til að veita næga eftirtekt í önn starfsins. Það er veröld náttúrufegurðarinnar. Þögnin skerpir sjónina. Og þegar erfiði dags- ins lýkur og kyrrð færist yfir, þá ná áhrifin af hinu friðsæla og dýrlega ríki gróandans að flæða viðnámslaust inn í sálina. Þessi áhrif geta orðið svo sterk og djúptæk, að menn gleyma stað og stund og gá einskis, nema þeirra heill- andi töfra, sem náttúran býr yfir. Og þessi fegurð hrífur jafnt ímynd- un sem skynjun, því að hún leiðir í grun, að skyggni vor sé ennþá fjarri því að vera fullkomin. Bak við skuggamyndirnar, sem vér skynjum, sé fólginn dýrlegri veruleiki. Jónas HaUgrímsson lýsir þessum hughrifum í kvæðinu um Skjaldbreið: Mjög þarf nú að mörgu hyggja mikið er um dýrðir hér, enda skal ég úti liggja engin vættur grandar mér. Á líka lund fer ávaMt fyrir mér, er eg kem í Vaglaskóg. Hér er fegurð náttúrunnar mælskari en mannleg tunga, og því er ræðugerð og annar hávaði eins konar helgispjöM. En af því að eg hef verið til þess kvaddur, vil eg þó með fáum orðum lýsa því, sem mér verður hugleiknast á þessum stað. ALLIR, sem búa hér í nánd vita, að þessi staður á furðulegt að- dráttarafl. Vér, sem leitað höfum á f þessari grein ræðir séra BENJAMÍN KRISTJÁNSSON um átrúnað Þóris snep- ils og um trjádýrkun fomaldarinnar. Enn í dag blóta menn lundinn, leita töfraseiðar lífsins í fylgsnum skógar og einveru. — Greinin er að mestu samhljóða ræðu um þetta efni, er höf. flutti í Vaglaskógi, og ber hún bað með sér að vera flutt úti í sjálfum hinum heillandi lundi. náðir skógarins í dag, höfum komið þangað margsinnis áður. En í hvert sinn sem trén fara að brurna og laufin að springa út, kallar skógurinn á oss á ný nreð sínu dularfidla livísli, sinni djúpu kyrrð og friði, sínu undarlega heiMandi lífi. Ef til vill stafar þetta af því, hvað land vort er nú orðið fátækt af skógi, að oss finnst staðurinn þess vegna skemmtileg tiMrreyting frá berangrin- um og hinni hrjóstrugu ásýnd lands vors víða hvar. Vera má, að þessir skóg- ar liafi eigi borið svo af öðrum í forn- öld, þegar landið var víðs vegar skógi vaxið miMi fjaMs og fjöru. En svo kann það einnig að vera, að hér hafi frá fornu fari hvílt máttugri og undar- legri töfrar yfir náttúru landsins en annars staðar, hér hafi verið meiri ilm- ur í lofti en á nærliggjandi stöðum. Svo finnst að minnsta kosti skáldinu Davíð Stefánssyni, er hann segip: þar er aUtaf ilmur þó aðrir skógar svíki. Og í öðrum stað í kvæðinu um Vaglaskóg kemst hann þannig að orði: Allt er ilmi vafið og aMar greinar hjala og mæla á því máli, sem minningarnar tala. Það er þetta tvennt, sem mig langar til að vekja athygli á. Mig langar til að biðja ykkur að hlusta með mér ,um stund eftir máH minninganna og vita, hvort vér getum ekki með. þv; móti skýrt að einhverju leyti þá töfra, sem hér liggja í loftinu. Vér skulum í því efni fyrst og aðaUega minnast land- námsmannsins Þóris Ketilssonar, sem 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.