Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 14
vera í einmitt svo sjálfsagðri trún- aðarstöðu og á allan hátt eðlilegri. Má þar verða breyting á. Frú Vilborg er virðuleg dugnaðar- kona. Hún ber í brjósti mikinn og ó- hvikulan áhuga í samvinnumálum, er hún oftlega hefur sýnt, bæði til orðs og æðis, og myndi því sóma sér vel í forystuliði hvaða samvinnufélags sem væri. Það er þessi ekkja, sem hlut á að máli, í dæmi, er eg tók til fyrir- myndar í ræðum mínum víða um land fyrir Framkvæmdasjóði SÍS á sínum tíma, og ýmsir munu e. t. v. minnast. Það fordæmi sagði allmikið um manneskjuna, og er skylt að muna það. EGAR eg hafði notið bæði svefns og matar mér til hvíldar og hress- ingar, var fundur haldinn á Hval- skeri síðla kvölds. Fundarstaðurinn var íveruskúr kaupfélagsmanna, sem þarna unnu við sauðfjárslátrun, áfast- ur við sláturhúsið. Vistarveran var allstór, einkum löng, og kom það sér vel vegna kvikmyndasýningarinnar. Rómuðu fundarmenn þau einstæðu þægindi, að geta horft á kvikmyndir, flatmagandi í bó.lum sínum. Einn við- staddra var formaður kaupfélagsins, Halldór Júlíusson frá Saurbæ, greind- ur niaður og vel máli farinn. í ræðu, sem hann flutti í fundarlok, bland- aðri gamni og alvöru, dró hann upp mynd; annars vegar af frumstæðri viðveruaðstöðu þeirra félaga þarna í skálanum, en hins vegar þeirri há- móðins tækni, sem m. a. gerði þeim mögulegt að njóta þarna undursam- legra áhrifa frá meistaranum Tosca- nini. ívar var stjórnandi samkomunn- ar, sem liafði flest til að bera, sem eina slíka má prýða. Eg flutti þó ræðu mína stólsitjandi í rökkrinu, því ella hefði eg orðið að standa á öðrum fæti, en það kunni eg ekki við; lík- lega með tilliti til frægra eiginleika hanans! Fram að hádegi á laugardag lét eg fara vel um mig á Hvalskeri og end- aði á því að hlusta mér til upplyft- ingar á orgelleik ungfrú Pálínu, dótt- ur Vilborgar. Hún er kirkjuorganisti í sinni sókn og stundar nú nám í skóla þjóðkirkjunnar. Við Halldór tókum okkur svo far yfir á Rauðasand með mjólkurbílnum frá Saurbæ, borðuð- um þar og mættum síðan á fundi, boðuðum kl. 2 e. h. Var búist við heldur lítilli fundarsókn, þar sem svo margir bændur af Sandinum voru á Hvalskeri, en konurnar heima í slát- urönnum. Reyndin varð þó önnur. Meðal fundarmanna var sjötugur gestur í sinni sveit, Rósinkranz Á. Ivarsson, bróðir ívars kaupfélags- stjóra. Hann hefur lengst af verið sjómaður, og er þekktur syðra sem skeleggur stéttabaráttumaður. Sam- kvæmt boði okkar talaði Rósinkranz þarna, og var m. a. gaman að heyra, hversu stálminnugur hann er á jafn- vel „þurrar tölur“ frá bernsku sinni. Hann er skemmtilegur, ungur öld- ungur! Þá talaði á fundinum, auk okkar Halldórs, annar maður, mér minnis- stæður: Guðbjartur bóndi Egilsson á Lambavatni, annar endurskoðandi kaupfélagsins. Hann er í röð hug- þekkustu samvinnumanna, sem eg hef kynnzt á ferðum mínum um landið; einlægur, víðsýnn og tilfinningarík- ur. í máli hans þarna gætti sömu eiginleika og eg mundi frá ræðu, sem hann hélt á 40 ára afmæli samvinnu- samtaka í Rauðasandshreppi 1948. Og það var einmitt Guðbjartur og sýn hans á samvinnustarfið, sem eg vitnaði í og tefldi fram málefnalega á móti ónefndum kaupfélagsstjóra í ræðustúf, sem eg flutti í samsæti eftir aðalfund SÍS 1949. Vona eg, að ýmsa viðstadda reki minni til þess. Að kvöldi sama dags skilaði Hall- dór mér á Saurbæjar-jeppanum alla leið til Patreksfjarðar. Þar beið mín vinur minn, Albert Guðmundsson, kaupfélagsstjóri á Sveinseyri. En þar sem við bjuggumst ekki við að vera komnir til móts við hann á ráðgerð- um tíma, ók Halldór eins og grimm- asti herforingi, svo við lá að mér væri stundum um og ó á skörpustu beygj- unum, en allt gekk þó slysalaust. Með var líka Rósinkranz, og var skemmti- legt að vera samferða svo fjörugum og söngvum strák! Á LÝKUR litlum þætti frá heim- kynni tveggja minnstu kaupfé- laga landsins í sama hreppi. Við má bæta því, að áður voru „Eyrarnar“, þ. e. Vatnaeyri og Geirseyri, einnig í Rauðasandshreppi, svo kaupfélögin eru nú þrjú innan hinna gömlu hreppsmarka, og mun mörgum þykja Einar T. Guðbjartsson, kaupfélagsstjóri. meira en nóg. Hagfræðingar myndu sennilega einnig segja, að hagkvæm- ari rekstursgrundvöllur skapaðist fyr- ir samvinnusamtök þessa fólks með nánari tengslum eða beinum samruna sumra eða allra félaganna. Hvað sem því líður, er víst og satt, að til þess- ara mörgu félagsstofnana liggja hvorki eingöngu né aðallega landfræðilegar orsakir, þótt þær séu að vísu nokkrar. Og mér finnst sú hugsun valda mér tilhlökkun, að þeir einstaklingar inn- an þessara félaga, sem eru svo vel gerðir og félagslega þroskaðir sem margir þeirra eru, knýtist fastari fé- lagsböndum og samfelldari, til traust- ara starfs á grundvelli hugsjóna sam- vinnuhreyfingarinnar. B. Þ. Kr. „Jökulfelli“ hleypt af stokkunum. Hinn 23. nóvember var hleypt af stokkun- um í Oscarshamn í Svíþjóð þriðja skipi Sam- bands ísl. samvinnufélaga. Skírði frú Linnéa Johansson skipið. Frú Linnéa er kona Albin Johansson, hins kunna forstjóra Kooperativa Förbundet. Skipið hlaut nafnið „Jökulfell". Það er 1000 tonn chv., og er frystiskip, búið nýtízku frystiútbúnaði og á að halda 20 stiga frosti. Rúmmál skipsins er 50.000 cbf., gang- hraði er 13 mílur. Skipið verður væntanlega afhent Sambandinu á öndverðu næsta ári. Samvinnunámskeið á vegum K.E.A. var haldið á Akureyri dag- ana 26.-28. nóvember, og sóttu það 23 þátt- takendur úr 15 félagsdeildum. Á námskeið- inu voru flutt fræðsluerindi, sýndar kvik- myndir og starfsemi kaupfélagsins kynnt og skýrð með heimsóknum 1 deildir og verk- smiðjur. Fræðsluráð K.E.A. gekkst fyrir nám- skeiðinu og setti formaður þess, séra Sigurð- ur Stefánsson, það með ræðu. Frú Anna Snorradóttir undirbjó námskeiðið og stýrði því. 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.