Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 18
is, og sérhvað, sem þú bindur á jörðu, skal bundið vera í himnunum, og sér- hvað, sem þú leysir á jörðu, skal leyst vera í himnunum. (Matt. 16). Hér er ekki staður né stund til að fara út í deilur þær, sem orðið hafa um þennan fræga ritningarstað. Hvort krafa páfadómsins getur orðið byggð á honum, skiptir ekki máli, en eng- um getur dulizt, að Pétur hefur hlot- ið mikið og einstætt umboð frá meist- ara sínum. Að vísu segir höfundur Mattheusarguðspjalls að slíkt vald til að leysa og binda hafi verið veitt öll- um postulunum. Sjáanlegt er að Pétri, og hinum lærisveinunum að einhverju leyti, hafa gefizt forréttindi yfirnátt- úrlegrar vígslu. Þegar litið er til þessarar fáorðu sagna, gefa þær enga ástæðu til að ætla að Pétur eða hinir lærisveinarn- ir hafi, öðrum fremur, verið á neinn hátt maklegir þessar forréttinda. Að- alþátturinn í skapgerð Péturs virðist einmitt hafa verið fljótfærni. Þegar Jesús segir fyrir pínu sína og dauða, kemur Pétur strax með heimskuleg mótmæli. Við minnumst þess, þegar liann í næsta hlægilegu sjálfstrausti, reynir að ganga á vatn- inu. Við kvöldmáltíðina neitar hann fyrst að Jesú þvoi fætur hans, en skömmu síðar biður hann ekki aðeins um að Jesú þvoi fætur hans, heldur líka liendur hans og höfuð. ið sálarangist Jesú í Getsemane, bregst Pétur, ásamt Jakob og Jóhann- esi. Það virðist þó ekki þurfa mikla karlmennsku til að halda sér vakandi stundarkorn. I forgarði æðsta prests- ins afneitar hann Jesú þrisvar, þó að engar líkur bendi til að nein hætta hefði steðjað að honum, þó hann hefði ekki gert það. Sannarlega, allan tím- ann fram að krossfestingunni, virð- ist Pétri ekki vera gert rangt til, þó hann sé dæmdur skapgerðarlaus, fljót- fær og fram úr hófi veikgeðja. Hvern- ig stóð á, að slíkum manni var falið yfirnáttúrlega mikilvægt hlutverk? Pétur postuli er hið fyrsta sögulega dæmi um mótsagnir þær sem saga kristinnar kirkju er svo rík af, frá hans dögum og allt til okkar tíma, sem nú lifum, — mótsögnin er þessi, að Guð velur að verkfærum sínum venju- lega menn, og að því er virðist alger- lega venjulega menn, sem hann lætur njóta sinnar sérstöku náðar og felur þeim sérstök, óvenjuleg hlutverk. Þegar Jesú reis upp frá dauðum virðist Pétur ekki hafa haft minnstu hugmynd um livað í vændum var, fremur en hinir lærisveinarnir. Og það er eitt hið athyglisverðasta ef lit- ið er til síðustu daga Jesú, að hann eyðir þeim í viðræður við lærisveina sína, þó þeir skildu minnstan hluta af því, sem hann sagði. Pétur sannfærðist ekki um uppris- una þó hann fyndi gröfina tóma. Þeg- ar hann kom að tómri gröfinni, datt honum fyrst í hug, eins og fleirum mundi liafa gert, að einhver mistök hefðu orðið, og að líkami Jesú hefði verið fluttur eitthvað. Eðlilega var Pétur einn af þeim fyrstu, sem sáu Krist eftir upprisuna, og sú reynsla gjörbreytti honum. Við vitum ekki nákvæmlega livað þá gerð- ist. Um þetta eru margar sagnir, en það eitt er víst, að hann hefði verið einn af fyrstu vottunum að upprisu Drottins. ugljóst er, að það er annar Pétur en sá, sem við fyrr þekktum, sem ótta- laust stendur frammi fyrir æstum, ó- vinveittum mannfjölda á hvítasunnu- dag, að það er maður, sem gengið hefur gegnum djúpa, andlega reynslu. Frumkristnin leitast ekki við að breiða yfir ávirðingar Péturs, eins og þegar liann afneitaði meistara sínum, en þrátt fyrir það, lutu menn forustu hans mótmælalaust. Svo virðist að frumkiástnin, með einkennilegum metnaði, drægi síður en svo fjöður yfir veikleika forustu- manns síns, lieldur miklaðist af hon- um. Yfirnáttúrleg reynsla hans hefur ummyndað hinn venjulega mann. Kristur sjálfur spáði um þörf þessar- ar ummyndunar. Hann sagði við kvöldmáltíðina á Skírdagskvöld: „Sím- on, Símon, sjá: Satan krafðist yðar til að sálda yður eins og hveiti; en eg hef beðið fyrir þér, til þess að trú þín þrjóti ekki, og styrk þú bræður þína, pegar þú siðar ert snúinn við.“ (Lúk. 22., 32. v.). ú er aðeins eftir að athuga fyrstu kapítula Postulasögunnar til þess að sannfærast um hve Pétur frá upphafi átti meginþáttinn í, og sýndi mikið hugrekki við boðun mestu andlegu hreyfingarinnar, sem mannkyninu hefur borizt. Og þar átti hann þó í höggi við bæði trúlausa og fjandsam- lega kynslóð. Þar var hann ekki myrk- ur í máli: „En þér afneituðuð hinum heilaga og réttláta og beiddust að manndrápari yrði gefinn yður, en líflétuð höfðingja lífsins, sem Guð uppvakti frá dauðum, og að því er- um vér vottar.“ (Post. 34., 14. v.). Og frammi fyrir æðstu prestunum og öldungunurit, sem fáum vikum áður liöfðu mest stuðlað að krossfest- ingu Jesú hrópar liann: „Þér höfð- ingjar lýðsins og öldungar! Úr því að í dag er haldin rannsókn yfir oss vegna góðverks við sjúkan mann, um það, við hvað þessi maður er heill orðinn, þá sé yður öllum vitanlegt og öllum ísraelslýð, að í nafni Jesú Krists frá N azaret, sem þér krossfestuð og Guð uppvakti frá dauðum, ein- mitt fyrir hann stendur þessi maður heilbrigður fyrir augum yðar.“ (Post. 4, 8-10). Sömu mennirnir, sem höfðu kross- fest Krist, dirfðust ekki að leggja hendur á Pétur. Ef þeir hefðu getað fundið líkama Krists, hefði það auð- vitað verið rothögg á málstað Péturs. En vitanlega gátu þeir ekki fundið líkamann. Og Pétur, þessi óþekkti Galileumaður, sem á sínum tíma hafði laumast til að orna sér við eld- inn í hallargarði æðsta prestsins, gat sér það álit hjá fólkinu, að hvar sem hann fór flykktist manngrúinn að honum í þeirri von og trú, að ef að- eins skuggi hans félli á það, þá hlyti það sálu- eða líkamsbót. Hinn ólærði fiskimaður átti eftir að verða framtakssamur og frjálslynd- ur stjórnmálamaður. Hann ögraði hinum gyðinglegu leiðtogum í Jerú- salem og var tvisvar settur í varðhald. Hann ferðaðist með Jóhannesi til Samaríu til þess að sjá sjálfur árang- urinn af trúboði Filippusar, og átti þannig þátt í fyrsta kristniboðinu og stofnun kirkjunnar. Hann ferðaðist einnig til Joppe og Sesareu, þar sem hann skírði Kornelíus. Pétur var þannig ábyrgur fyrir að heiðingjum var opnaður aðgangur að kristinni kirkju. Þessu er þannig lýst í Postulasög- unni: „Þér vitið hvílík óhæfa það er fyrir mann, sem er Gyðingur, að sam- laga sig eða koma til manns af annari 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.