Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 19
þjóð, og þó hefur Guð sýnt mér, að ég á engan mann að kalla vanheilag- an eða óhreinan.” (Post. 10, 28). Við afturkomu sína til Jerúsalem varð Pétur fyrir alvarlegri gagnrýni fyrir að liafa skírt heiðingja, en hann skeytti því engu. r 'l' Antiokkíu voru íhaldssamir Gyð- ingar, sem ekki vildu ganga inn á annað en að kristnaðir heiðingjar yrðu fyrst að ganga undir lögmál Móse, og það lítur fyllilega út fyrir, eftir orðum Páls postula í Galatabréfinu, að hann hafi í fyrstu hallast að ein- hverri undanlátssemi í þessu máli. En þrátt fyrir mótstöðu Páls, stóð Pétur fast á hinni frjálslyndu skoðun sinni, og á postulafundinum í Jerúsalem sigraði hans málstaður. Kristnaðir heiðingjar þurftu ekki að undirgang- ast lögmálið. 'yyi'eira eða minna eru það getgátur, sem vitað er um síðustu æviár Péturs. Getið er um að í Korinthuborg hafi verið flokkur kristinna manna, sem kennt hafi sig við Pétur sérstaklega. Það gæti gefið í skyn, að hann hafi heimsótt þá borg. í fyrra Pétursbréf- inu er talað um ferð til Litlu-Asíu og eina för til „Babilon", en með því er venjulega skilið að átt sé við Róma- borg. Heimildarmaður þeirrar sagn- ar er Irinius kirkjufaðir, en hann hafði gott tækifæri til að kynnast elstu arfsögnum safnaðarins þar. Tertúll- ian segir, að Pétur hafi dáið píslar- vættisdauða, og Origenes telur að hann hafi verið krossfestur, með höf- uðið niður. Allt bendir til þess að þessar fornu sagnir séu sannar. Hinn mikli trúar- legi herfræðingur, Páll postuli, sá strax, að ef kristindómurinn ætti að vinna heiminn, þá varð fyrst að vinna höfuðvígi heiðninnar, sjálfa Róma- borg. Þegar Páll var kominn til Róma- borgar og farinn að vinna þar, hvað var þá eðlilegra en að hann byði sjálf- um postulaforingjanum, Pétri, að setjast þar að í samvinnu við hann? í Rómaborg liðu þeir báðir píslar- vættisdauðann í Nerósofsóknunum árið 64 eftir Krist. @in helgisögn er til frá dauða Péturs postula, auk þeirrar, að hann hafi verið krossfestur með höfuðið niður. Sænskur samvinnufrömuður: Jóhannes EINN meðal þeirra forystumanna sænskrar samvinnuhreyfingar, sem Seved Apelqvist, fyrrum ritstjóri „VI“, en núverandi aðalframkvæmdastjóri samvinnutrygginganna í Svíþjóð, skrifar um í bók sinni „Mánniskor kring en idé“, er Johannes Lindberg, þáverandi framkvæmdastjóri bókaút- gáfu Kooperativa Förbundet. Það var fyrir 12 árum, þegar eg var nemandi á Jakobsbergs folkhögskola, að eg kynntist Lindberg fyrst. Þá vissi eg ekki um neitt, nema stöðu hans og það, að hann var sérstaklega góður og vingjarnlegur þeim íslenzkum náms- mönnum í Svíþjóð, sem voru svo heppnir að komast í kynni við hann. Síðar lærði eg að þekkja þennan heið- ursmann betur, bæði af persónulegri viðkynningu og ummælum annarra, og veit nú, að hann er talinn í fremstu röð forvígismanna sænsku samvinnu- samtakanna frá baráttuárunum; eink- um á sviði fræðslu og menningar- Er hún á þá leið að þegar ofsóknirn- ar geysuðu í Rómaborg hafi trú Pét- urs einu sinni enn brostið, og hann flúið út úr borginni. En þegar hann kom út á Appiuveginn hafi hann mætt Kristi á leið til borgarinnar, berandi kross á herðunum. Þá spurði Pétur: „Hvert ætlarðu, herra?“ Þá svaraði Jesús: „Eg ætla til Rómaborg- ar til að láta krossfesta mig í staðinn fyrir þig.“ Þá sneri Pétur til borgar- innar — og dauðans. Lindberg mála. Það hefur margt drifið á daga þessa manns. í bréfi, sem eg fékk frá honurn nýlega — dags. 23. nóv. 1950 — segir hann, eftir að hafa minnzt á nýtt viðfangsefni samvinnumanna úti þar: „Sjálfur er ég nú upptekinn við að skrifa bók um æfi mína. Hún hefur verið talsvert viðburðarík. Gjörbylt- ing í tæknilegu, hagfræðilegu og þjóð- félagslegu tilliti hefur flætt yfir land okkar á þessum tíma. Eg hef verið pylsugerðarmaður, prentari, ofnasmið- ur, steinhöggvari, skrifstofumaður, kaupfélagsstjóri, ritstjóri og bókaút- gefandi. Það er því frá allmörgu að segja.“ Hitt minnist Lindberg ekki á, það, sem þeir, er þekkja hann, gleyma ekki: að á öllum þessum starfs- sviðum lífsins hefur hann vakið á sér athygli sökum dugnaðar og mann- kosta, en þeir eiginleikar einmitt hafa þokað honum, þessum að mestu sjálf- menntaða manni, til æ erfiðari og vandasamari trúnaðarstarfa innan sam- vinnuhreyfingarinnar. LINDBERG var framkvæmdastjóri bókaútgáfu K. F. frá 1926 þar til fyrir nokkrum árum, að hann lét af þeim starfa fyrir aldurs sakir, eftir tveggja áratuga forystu á þeim vett- vangi. Þar hefur hann verið talinn vinna þýðingarmikið brautryðjanda- starf, sem a. m. k. fáir hefðu dugað til. í því hefur jafnan frá hans hendi gætt kjarks og áræðis ásamt hressileg- um frumleik, og ekki hefur frjálslynd- is verið vant. Sem stjórnandi forlags- ins hefur Lindberg ávallt haft fyrir augum að „uppfræða lýðinn“ á hinn heilsusamlegasta hátt; ekki sízt að glæða og glöggva skilning almennings á hagfræði- og þjóðfélagslegum efnum og öðru því, er þýðingarmikið má telja, og raunar nauðsynlegt, til rétt- dæmis á aðstöðu og áhrifum líðandi stundar. Honum hefur alltaf verið ljóst, hverjar stoðir lýðræðið þarf að geta átt í vitund fólksins, svo vel fari. Eitt meðal annars, sem prýðir Lind- berg, er það, að hann er ágætur og eftirsóttur fyrirlesari, fróður og þrótt- (Framh. á bls. 29) 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.