Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 2
Það er maðurmn sjálfur! HINN víðkunni ameríski þjóðíélagsfræð- ingur, Lewis Mumford, ræðir í bók sinni um „Kjör mannsins" um hlutverk sam- vinnustefnunnar, i sambandi við skilgrein- ingu þá, er hann gerir á siðabótinni og mót- mælendatrúnni. Ummæli hans eru sjálfsagt ekki neinn endanlegur dómur um hvorug þessi efni, en í augum samvinnumanna hljóta þau að teljast athyglisverð og þess makleg, að vera ílniguð. Mumford segir: „Áhuginn fyrir því að skapa kristilegt mat á efnahagslífinu varð að lokum að undir- stöðu hinnar voldugu samvinnuhreyfingar, sem upphófst með starfi vefaranna í Roch- dale um miðja nítjándu öld. Á tæpu fimm- tíu ára skeiði reistu hinir brezku áhangendur þessarar stefnu umfangsmikið skipulag til framleiðslu og dreifingar, sem keppti við binar stærstu stofnanir einkafjármagnsins um hagkvæman rekstur og góða forustu. Sá mað- urinn, sem stærstu lilutverki gegndi í þessari uppbyggingu, G. T. W. Mitchell, fékk aldrei nema 150 sterlingspunda árslaun fyrir starl sitt, og er það sönnun þess, að til er önnur hvatning til dáða en hin háu laun, sent kapí- talisminn hefur á boðstólum fyrir sína for- ustumenn. Samvinnuhreyfingin er e. t. v. síðasta tjáning mótmælandatrúar miðald- anna og kröfu liennar um kristilegt efna- liagsskipulag. Vöxt og útbreiðslu hennar i dag skortir þó móralska og andlega endur- fæðingu sem þá, er skapaði stærstu persónu- leika mótmælenda á sinni tíð. Án slíkrar móralskrar endurfæðingar er samvinnustefn- an dæmd til þeirrar hrörnunar og upplausn- ar, sem stafar frá þeim eignleikum, er lienni sjálfri er þó ætlað að uppræta: gróðafíkn og veraldlegri eigngirni." YMSUM kann að virðast einkennilegt, að rætt sé um andlega endurfæðingu í sambandi við samvinnuhreyfinguna eða að yfirleitt sé rætt um andlegt líf í þessu sam- bandi. Eða er hægt að halda því fram og rökstyðja það, að samvinnuhreyfingin í dag sé annað og meira en stórfyrirtæki, með verzl- unarbúðir í liverri höfn og verksmiðjur í mörgum landshlutum? Jafnvel þeir, sem lengra skyggnast og sjá þúsundir landsmanna að baki verzlunarbúðunum og verksmiðjun- um, átta sig naumast 'á jiví, að hægt sé að ræða um móralska endurfæðingu þessa starfs, því að i augum þeirra fjölmörgu landsmanna, sem starfa að því að stjórna jjessari umfangs- miklu efnahags- og fjármálastarfsemi, er starf- ið meira í ætt við raunhæf og veraldleg atriði en háfleygar hugsjónir og andlega áreynslu. Menn sjá gildi starfseminnar i ljósi liins jarð- bundna gjaldmiðils en ekki í óáþreifanlegum stefnumiðum og draumkenndum hugsunum. Félagsmennirnir ræða afurðasölu og vöru- verð, umsetningu og verzlunarkostnað, stað- greiðslu og arðsúthlutun. Þeir keppa að því að gera fjárhagsútkomuna sem bezta, og vissulega er það ekki lítilsvert atriði. Hér eru hversdagslegir og áþreifanlegir hlutir í milli liandanna. Þeir hefja hugann ekki á flug. Þeir eru bundnir við jörðina, sem við stöndum á, og leit okkar eftir málsverði á morgun. Og vissulega verður því aldrei neit- að, að þetta allt er nauðsynlegt og enda ekki á það déilt. Samvinnumenn eiga litla samúð meö þeim mönnum og kenningum, sem hlaða upp fallegum setningum og spádómum um dýrðarríki framtíðarinnar, en hrökkva und- an inn í fylgsni og skúmaskot þegar að því kemur að leggja á sig starf til þess að gera draumsjónina að veruleika. Það þarf að sjálf- sögðu teikningu og hugvit, þegar hús er reist, en það jiarf líka múrsmiði, trésmiði og rörlagningamenn, ef húsið á nokkru sinni að verða annað og meira en skýjaborg og loftkastali. Rochdale-vefararnir áttu sínar ttikningar að húsi framtíðarinnar, og þær voru djarfmannlegar og lausar við tízku- bundinn vana samtíðarinnar. Þeir ætluðu hvorki meira né minna en „að samhæfa kraft- ana, sem starfa að íramleiðslu og dreifingu, uppeldi og framkvæmdum, eða með öðrum orðum, að stofnsetja samfélag, sem er sjálfu sér nóg, vegna þess að öll áhugamál Jiátttak- endanna hníga að sama ósi,“ eins og sagt er í einni skilgreiningu á stefnumiðum þeirra. HÉR er í reyndinni drepið á þær liug- sjónir, sem hafa hvatt samvinnufrömuði og frumherja margra landa til starfs og dáða. Forustumenn íslenzku samvinnuhreyfingar- ii.nar á ofanverðri öldinni sem leið og fyrstu árum þessarar aldar, dreymdi um nýtt og betra jjjóðfélag, sem veitti þegnum sínum tækifæri til þroska og menningar. Það eru hugsjónir sem þessar, sem lyftu samvinnu- stefnunni upp yfir liversdagsleikann, gráan og Jmngan, á fyrstu starfsárum hennar, og gálu frumherjunum styrk í vonbrigðum og erfiðleikum. Það voru ekki launin, sem hvöttu Jakob Hálfdanarson, er hann bograði 1 gryfjunni á kambinum í Húsavík og af- lieiiti fyrstu vörurnar til félagsmanna Kaup- félags Þingeyinga, heldur eldleg hugsjón, sem logaði í brjósti hans og veitti honum öll þau laun, sem lionum voru nokkurs virði. Síðan eru liðin mörg ár og samvinnustefnan hefur ferðazt langan veg og þokazt nær því tak- marki, sem þessir menn sáu rist eldrúnum á fjarsta sjóndeildarhring. íslenzk þjóð býr nú við menningarlega verzlunaraðstöðu, þótt margt skorti enn á, og lnin þolir samanburð að þessu leyti, og á mörgum öðrum sviðum, við jiað, sem aðrar þjóðir búa við. Samvinnu- hrcyfingin á ríkan jiátt í þeirri jiróun. Hún getur með stolti minnzt farinnar leiðar. Og enn í dag er það sami vitinn, sem Jakob Hálfdánarson sá, sem lýsir hundruðum sam- vinnustarfsmanna um gjörvallt landið og styrkir þá í starfinu og hvetur þá til þess að leggja ekki mælistiku auranna á hvert við- vik, því að takmarkið er að breyta svo lýð- ræðisþjóðfélaginu á efnahagssviðinu, að fram- ltiðslan verði bein þjónusta við manninn, og þar með verði auðveldaðir möguleikarnir til þess að hækka lífsstig allra. Hér er um að ræða takmark, sem sjálfsagt má kalla að inni- bindi „veraldlega eigingirni", en það er þá líka knýtt órjúfandi böndum við hugsjónina um velferð náungans. ISÍÐASTA liefti Samvinnunnar birtist merkileg grein, sem er þess virði, að samvinnumenn íliugi efni hennar. Þar bendir brezkur hugsuður og vísindamaður á afl hug- sjónanna, og hann sannar mál sitt á eftir- tektarverðan hátt. Það eru ekki krónurnar, sem kommúnisminn getur lagt í lófa ein- staklinganna, sem eru styrkur lians, því að Jiær eru ósýnilegar og oft negatívar, heldur er það sú heimsmynd og hugsjón, sem hann lieldur uppi fyrir sjónum hins óbreytta al- þýðumanns, sem seiðir og dregur. Hér er á ferð stefna, sem býðst til að útiloka óréttlætið í mannheimi, segir við hvern einstakling: Þú ert rangindum beittur, við skulum rétta þér hjálparhönd. Hér er skírskotað til verald- legrar eigingirni mannsins en þó aðallega til Jieirrar þrár, sem blundar í brjósti hvers mannsbarns, að lyfta huganum upp yfir hvers- dagsleika og erfiðleika samtímans og til þess ástands og þeirrar aðstæðu, sem hugsjón skap- ar. Kommúnisminn hefur skilið það rétt, að af þessu tvennu, er það hugsjónin, sem lyftir þyngra hlassi, og hann leggur því megin á- htizlu á hana. Samvinnumenn, og raunar allur liinn menntaði heimur, sér og skilur, að heimsmynd komúnismans er afskræmd og röng og leiðir aðeins til enn meiri þjáninga og hörmunga því að ekkert, ekki einu sinni lífið sjálft, er svo dýrmætt, að réttmætt sé að fórna frelsinu fyrir það. En það er skamm- sýnt að fordæma svo andstæðinginn að meta ekki verðleika hans. Þá vaknar þessi spurn- ing: Frum við ekki búnir að leggja samvinnu- hugsjóninni of traustlega við festar krónu og aura? Höfum við metið réttilega aðstöðu aurans í lófanum og hugsjónarinnar við sjón- deildarhring? Skiljum við jiað nógsamlega, (Framhald á bls. 26). SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, \kureyri Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni i mánuði \rgangurinn kostar kr. 25.00 44. 12. hefti Desember 1950 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.