Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 13
A leið frá Patreksfirði til Örlygshafnar. Haf narmúli í baksýn. — Þar strandaði brezki tog- arinn „Sargon“ fyrir nokkrum árum, og sést flaliið á myndinni. liestur Einars brást honum svo í byrj- un fararinnar, að hann skildi hann eftir, og lét „hesta postulanna“ ann- ast flutninginn á sér og fara fyrir trússhesti okkar, á hverjum hékk hvorki meira né minna heldur en kvikmyndasýningavélar, filmur og heill rafmagnsmótor. t HÆNUVÍK var okkur vel tekið. Slóst fyrrnefndur Sigurbjörn bóndi þar og hreppstjóri með í förina. Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun félagsins og forystumaður alla tíð; lengst af stjórnarformaður, en nú framkvæmdastjóri í annað sinn; „bara til bráðabirgða", segir hann. Meðan staðið var við, heyrðum við greinilega, að ennþá hvessti, og var nú komið hið versta veður, svo kunnugir töldu lítt farandi yfir Hænuvíkurháls, nema í brýnni nauðsyn. Ekki gátum við þó verið að hætta við svo búið. Hins vegar þótti hvorki búningur minn né Einars liæfa slíkri för, og var nú betr- umbættur að beztu manna ráðum. Sigurbjörn klæddi sig yzt klæða í eina heljarmikla úlpu, og kvað ekki mikið að liggja úti í henni, ef á þyrfti að halda. Einar var fótgangandi enn sem fyrr, en tveir hestar voru nú komnir undir farangur okkar. Þrátt fyrir hvassviðrið gekk ferðin vel. Verst var að halda sér á hestunum í götuslóðinni upp úr víkinni. Þar var svo byljótt, að varla varð við ráð- ið, þegar hviðurnar skullu á. Uppi var að vísu hörkuveður, en jafnt, og því betra viðureignar. Þótt þykkur bakki væri í hafið og óveðursský svifu um himininn, fékk óveðrið ekki varn- að því, að tilkomumikils útsýnis nyti að nokkru, a. m. k. sáum við fram af Blakk í norðvestri og til Tálkna í norðaustri. Það eitt dró úr hressandi áhrifum þessa ferðalags fyrir mig, að annar fótur minn var haldinn þrot- lausum giktarverk; einkum tók í, er hestur minn hálfhnaut í nokkur skipti, og sagðist Einar þá hafa heyrt gegnum storminn heldur ófagurt orð- bragð mitt yfir skepnunni, hins veg- ar minntist Sigurbjörn ekkert á þetta, og var hann þó í milli okkar. Treysti ég mér samt ekki til að sverja al- gjörlega fyrir að hafa einhvern tíma tekið upp í mig heldur betur í þessu sambandi, en ekki átti þó reiðskjóti minn fyrst og fremst sök á orðbragð- inu, heldur vanlíðan mín, og bið eg hestinn forláts á öllu ofmæltu í hans garð. Gott var og notalegt að koma inn í hlýjuna á Láganúpi og setjast að góðum veitingum hjá foreldrum Ein- ars og systkinum. Þarna var líka fund- urinn um kvöldið. A honum fór fram fyrsta kvikmyndasýningin í Kollsvík, og íbúarnir, sem að vísu eru nú ekki margir, mættu allir. Má víkin muna fífil sinn fegri frá þeim tíma — og hann er ekki langt undan — þcgar hálfur þriðji tugur árabáta gekk það- an til veiða og æska byggðarlagsins hélt uppi þróttmiklu félagslífi. En með þessu fólki, sem eftir er, var gott að vera. Fundurinn er sá „heim- ilislegasti“, sem eg hef setið, stemn- ingin ágæt í þessu nýstárlega um- hverfi, og mér er býsna minnisstætt þetta „haustkvöld við hafið“. DAGINN eftir var indælis veður. Héldum við þá til baka, léttir í lund. Með voru nú einnig tveir bræð- ur Einars. Héldu þeir áfram ferð sinni, er við hinir vorum „teknir fast- ir“ í Tröð, bæ Helga bónda Árna- sonar. Hann er stjórnarmaður í „Ör- lygi“, vitur karl; glaður heimspeking- ur, ósnortinn af ys og þys heimsins. Meðan við nutum góðgerða, lék Helgi á orgelið sitt fyrir okkur, og söngurinn ómaði. Liggur vel við að skjóta því inn hér, að á flestum bæj- um, sem eg hef komið á í Rauðasands- lireppi, er harmoníum, sem einn eða fleiri heimilismanna leika á. Var á- nægjulegt að sjá og heyra þennan aldraða mann við hljóðfærið, og leyndi sér ekki, að húsbóndinn jós hér af fjársjóði, sem liafði veitt hon- um og hans bæði yndi og uppörvun á genginni ævibraut — og gerir á- fram. Helgi lét sig svo ekki muna um að fylgja okkur „úr hlaði“ alla leið upp á fjall, og var slíkt ekki talin nein ný bóla af hans hendi. EETIR viðkomu og veitingar, bæði í Hænuvík og á Gjögrum, hélt eg samdægurs yfir á Patreksfjörð með þeim, sem vanur er að flytja mig: Pétri mjólkurflutningamanni. Þar hitti eg í fyrsta sinn til viðtals hinn nýja kaupfélagsstjóra þar: Boga Þórð- arson úr Borgarnesi. Veitti hann mér skjóta og góða ferð með nýkeypt- um kaupfélags-„truck“ að Hvalskeri. Hvort tveggja var, að fyrir mér lágu skilaboð frá ívari kaupfélagsstjóra um að koma þangað strax, enda vissi ég af fyrri reynslu, að gott var að koma til frú Vilborgar Jónsdóttur, sem býr á Hvalskeri með börnum sínum. Hún hefur lengi verið í stjórn Kaupfélags Rauðasands. Veit eg ekki betur, held- ur en að hún sé eina konan á íslandi — utan Reykjavíkur —, sem skipar slíkan sess. Er það harla furðulegt fyrirbæri, að ekki skuli fleiri konur 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.