Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 7
Valdimar og hjólhesturinn NÚ HAFÐI sölumaðurinn dvalið tvo tíma á bænum, en Valdimar hafði enn ekki tekið ákvörðun. Átti hann að kaupa eða kaupa ekki? Það var vandinn stóri. Raunar var það móðir hans, sem þurfti að ákveða sig. Valdimar var ekki nógu gam- all til þess að undirskrifa kaupsamning. Hann var ekki myndugur enn, aðeins átján ára. Ekkert gat því orðið úr þessu, ef móðir hans vildi ekki samþykkja ráða- gerðina. En hér var þó um að ræða heit- ustu óskina, sem hann hafði nokkru sinni alið í brjóstinu. Alla ævina, frá því að hann mundi fyrst eftir sér, hafði hann langað til að eiga hjólhest. Þessi þrá hafði þó ekki vaknað fyrir al- vöru fyrr en árið, sem hann gekk til spuminga. Margir af fermingarbræðrun- um áttu þegar hjólhest. Valdimar átti langa leið til kirkjunnar, hálf önnur míla var það að minnsta kosti, og hann þurfti því snemma á fætur til þess að vera kom- inn til spurninganna í tæka tíð. En þegar skammur spölur var eftir, komu sumir drengirnir þjótandi á hjólhestum. Þeir höfðu ekki þurft að leggja snemma upp, en samt voru þeir komnir til kirkjunnar á undan honum. Og þegar spurningunum var lokið, hoppuðu þeir léttilega á bak á hjólhestunum, veifuðu yfirlætislega til þeirra félaga sinna, sem voru bara fót- gangandi, og voru horfnir áður en maður gát talið upp að tíu. Löngu áður en Valdi- mar var hálfnaður, voru þeir komnir heim. Á þessum stundum var það, sem Valdimar í hjáleigunni langaði mest til að eiga hjólhest. Ef faðir hans hefði lifað, er líklegast að óskin hefði fyrir löngu verið orðin að veruleika. Hann hafði haft starf við járn- brautina og launin höfðu verið heilar þrjár krónur á dag. Þar að auki var það starf hans að sjá um búskapinn á hjáleigunni, sem á þeim árum hafði gefið góðan skild- ing í aðra hönd. En þegar faðirinn dó, og Valdimar bjó einn með móður sinni, breyttist allt. Valdimar greip í verk hjá nágrönnunum, en lítið kom í aðra hönd og mikið skorti á að Valdimar kæmi heim með jafn mikla penigna og faðir hans hafði gert. Það, sem eftir var, er hann hafði greitt móður sinni fyrir matinn, þurfti hann að nota til að kaupa sér föt. Það varð ekki séð, að hann hefði nein efni á að kaupa sér hjól- hest. Hann gat svo sem hætt að hugsa um það. í það minnsta næstu árin. Vitaskuld, játaði hann með sjálfum sér, var auð- vel að komast af án þess að eiga hjólhest. Hann var hraust- ur og göngugarpur hinn mesti. Það gerði honum því raunar ekkert til þótt hann ætti engan hjólhest. En málið var bara Smásga eftir Vilhelm Moberg ekki svona einfalt. Það er við samanburð við þá, sem betur eru staddir, sem sársauki og beiskja vakna í brjóstinu. Jafnaldrar hans áttu flestir hjólhesta. Þeir áttu þar hlut, sem hann átti ekki. Hann gat ekki séð réttlætið í þvL Á sunnudögum söfnuðust drengirnir saman við vegamótin með hjólhestana sína. Umræðuefnið var jafnan hið sama: Hvert á að fara í dag? Á skemmtunina í Sjöboda eða á stúkufundinn í Bergsjö? Eða kannske á útiskemmtunina í Ákers- hult? Og svo töluðu þeir um hjólhestana sína og um það, hver væri beztur og lipr- astur. Það var talað um pedala og fríhjól, slöngur og ventla og annað fagmál. Hjól- hestamir höfðu gjörbreytt sunnudögun- um fyrir þessum piltum. En Valdimar var bara ekki í þessum hóp. Hann gat að vísu komið á vegamótin og hlustað á umræð- umar. En hann var bundinn við túnfótinn heima á meðan hinir fóru frjálsir ferða sinna eins og fuglar himinsins. Ef þeir lögðu upp í ferð á annað borð, skipti það engu máli, hvort áfangastaðurinn var míl- unni nær eða fjær. En fyrir fótgangandi mann var öðru máli að gegna. Það var til einskis að brokka á eftir þeim á sunnu- dögum. Skynsamlegra að halda sig heima við. Og það hefði svo sem verið ágætt, ef félagamir hefðu ekki verið í langferð á hjólhestunum sínum. Og þannig varð það, að óskin um að eignast hjólhest varð æ háværari í brjósti hans. Nú var hann orð- inn átján ára og þegar hann vann við torf- ristu hjá bændunum voru daglaunin heil- ir 50 aurar á dag. OG SVO var það í dag, sem hjólhesta- sölumaðurinn kom frá kaupstaðnum. Hann hafði umboð fyrir hinar víðfrægu „Morgunstjörnu“-hjólhesta. Verðið var hundrað krónur út í hönd, eða hundrað og tuttugu með afborgunarskilmálum, en það gerði tíu krónur á mánuði allt árið. Valdi- mar hafði hitt þennan náunga þegar hann var á heimleið frá torfristunni. Hann hafði fylgzt með honum heim til hjáleig- unnar og nú hafði hann verið í nærri því tvo tíma að reyna að sannfæra móður Valdimars um að hjólhesturinn væri nauðsyn fyrir heimilið og þar að auki fá- anlegur með sérstökum kostakjörum. Sjálfur hafði Valdimar ekki sagt orð. Hann þurfti þess ekki. Móðir hans vissi fullvel, að hann langaði óskaplega mikið til að eignast hjólhest. Móðir hans hafði auðvitað ekkert á móti því í sjálfu sér að hann eignaðist hjólhest. Hún unnti honum þess vel. En það var eitt, sem var henni þymir i augum: að þurfa að skrifa nafn sitt á blað, á samning, eins og sölumaðurinn kallaði það. Faðir hennar hafði einu sinni rekið sig á, að slíkt gat verið hættulegt. Hann hafði þurft að vinna baki brotnu hálfa ævina til þess að geta staðið við ábyrgðarskuldbindingu, sem hann hafði undirritað Samningurinn um hjólhestskaupin var auðvitað ekki neinn víxill, en pappír var hann samt og undirskriftin var skuldbinding. Hún hafði gengið út í fjósið til að mjólka kúna, en sölumaðurinn hafði elt hana þangað. Hann var þrár sá, eins og flestir „agentar“. En hún gat ekki fengið sjálfa sig til þess að skrifa nafnið sitt á þetta blað. „Eg skal borga á réttum tíma.“ Þetta var eiginlega það eina, sem Valdimar hafði lagt til málanna. Móðir hans taldi líka, að hann mundi geta staðið í skilum með þess- ar 10 krónur á mánuði. En hundrað og tuttugu krónur var stór upphæð. Það vissi hún. Hún mundi glöggt, að fyrsta árið, sem hún var í vist, höfðu árslaunin verið tólf krónur. En nú sagði Valdimar: „Hjólhesturinn getur líka komið mér að góðu gagni, þegar eg þarf að ferðast til og frá vinnu.“ Satt var það. Móðirin kinkaði kolli. Hann gat hjólað fram og til baka þegar hann fór til torfristunnar. Það mundi spara bæði tíma og erfiði. Og svo gæti hann farið til kirkjunnar annað veifið á sunnudögum, en annars var hætt við að lítið yrði úr kirkju- ferðum. — Valdimar var á sama máli, hann mundi geta skropp- ið í kirkju sunnudag og sunnu- dag. Þarna gæti hún séð, hvað það væri gagnlegt að eiga hjól- hest. „Jú, jú, víst er það gagnlegt. Ætli það verði þá ekki svo að vera.“ Svo skrifaði hún nafnið sitt, hægt og gætilega á blaðið, sem sölumaðurinn rétti henni. — Valdimar las vandlega allt, sem á blaðinu stóð. Hann hafði að vísu lesið það allt áður, en ekki 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.