Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 16
St. Pétur — hugmyndir listamanna Bellini, 1430-1516. Giiirlandaió, 1449—1494. Caravaggio, 1569—1609. I 'elasques, 1399—1660. El fírcco, 1542-1614. llembrandt, 1605—1669. SÍMON - kallaður PÉTUR Nýr fornleifafundur í Páfagarði minnir á mann og sögu, „sem enginn gæti hafa húið til" e nginn maður hefði getað búið Pétur postula til eða fundið hann upp. Mér hefur alltaf virst saga hans vera ein megin sönnunin fyrir áreið- anleik guðspjallanna. Ef einhver ætlaði að búa til sögu Messíasar, þá gæti hann naumast lát- ið hann velja sér að leiðtoga lærisveina sinna mann, sem bæði reyndist heimskulega áhrifa- gjarn og algerlega staðfestulaus. Þegar braut- ryðjandi nýrrar hreyfingar hagar sér eins og Pétur gerir, mætti gera ráð fyrir að hreyfingin rynni út í sandinn eða foringinn yrði fyrir alvarlegri gagnrýni. En hvorugt þetta varð hlutskipti Péturs. Hvers vegna? Við vitum sáralítið um Pét- ur postula; mest af því, sem vitað er um hann er að þakka Nýja Testamentinu. Hann hét Symeon, sem á grísku varð Simon, og það var Jesú sjálfur, sem gaf honum viðurnefnið Kefas, eða Pétur (sem þýðir klettur), en það var ekki þekkt áður sem mannsnafn. Markús segir, að Pétur hafi verið giftur og búið í Kapernaum ásamt Andrési bróður sínum og tengdamóður sinni og Lúkas telur hann hafa verið fiski- mann og hafa verið félaga Jóhannesar og Ja- kobs Sebedeussona. Þetta gefur í skyn að Pétur liafi verið sjálfstæður maður og rekið eigin at- Höfundur greinar þessar er CHRI- STOPHER HOLILS, þekktur brezk- ur biblíufræðingur og ritstjóri. — Hann er líka þingmaður og fylgir íhaldsflokknum. vinnu, þó í smáum stíl hafi veriðr líkt og smákaupmaður eða smábóndi á okkar dögum. En hann hefur ekki verið öreigi eða unnið hjá öðrum. Hann talaði sveitamál og æðstu prestarnir saka hann og Jóhannes um að þeir séu „ólærðir menn“. (Post. IV., 13). Þetta útaf fyrir sig, sannar þó næsta lítið, því æðstu prestarnir voru þarna að finna að því, að þeir, sem leikmenn, væru að prédika um gyðing- lega guðfræði, sem þeir e i n i r hefðu heimild til að út- skýra og kenna. Æðstu prestarnir hefðu því talið alla leikmenn, sem leyfðu sér slíkt, ólærða menn. En sveit- in umhverfis Kapernaum var þétt- byggð og fólkið þar hafði talsverð kynni af umheiminum. Hver sá mað- ur, sefn þar rak sjálfstæða atvinnu, hlaut því að vera eitthvað veraldarvan- ur og ekki alger heimalningur. Pétur liefur sjálfsagt verið ómenntaður í grískum fræðum, en hann hefur vafa- laust talað grísku meira eða minna. 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.