Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 21
mni fiskneyzlu almennt eftir öllum leiðum og með öllum ráðum, sem til- tæk eru. Þær berjast á móti útbreidd- um lileypidómum um það að sjávar- fzeða sé skaðleg; þær kenna fólki að matreiða sjómat og að meta hollustu hans; kynna neytendum hinar fjöl- mörgu fisktegundir, sem úr sjónum fást, og hvar og hvenær þær veiðast; og brýna fyrir fólki að fiskur er ódýr matur, þegar tillit er tekið til nær- ingargildis. Auk þessarar herferðar fýrir aukinni fiskneyzlu almennt, aug- lýsa ýmis stór fiskdreifingar-fyrirtæki sína vöru af miklu kappi og með góð- um árangri. í grein, sem birtist í Fiskveiða-bók- inni 1950 („The World Fisheries Yearbook"), fórust höfundi orð á þessa leið, um áhrif auglýsingastarfseminn- ar á fiskneyzlu í Bandaríkjunum: „Með því að halda áfram að beita þeirri áróðursstarfsemi, sem nú er beitt, er það ekki út í bláinn að fullyrða, að fisk- og skelfiskneyzlan muni halda áfram að aukast. Flversu mikið er hægt að auka neyzluna er ekki hægt að segja með neinni vissu, en það er áreiðanlega hægt að gera betur en að tvöfalda núverandi neyzlu, sem er um 11.5 pund (ensk) í ári.“ Ef fiskneyzlan er aukin um eitt pund á ári á hvert mannsbarn, eykst árlega heildarneyzla þar í landi um það bil 70.000 smálestir, eða sem svarar tvöföldu því magni af lirað- ÍTystum fiski, sem við getum fram- leitt mest í frystihúsum okkar yfir árið. Enda þótt fiskneyzlan í Banda- ríkjunum hafi ekki aukizt til muna síðustu árin, er það eftirtektarvert, að sögn kunnugra manna, að fisk- neyzlan er ekki lengur einskorðuð við föstu- og föstudagsmáltíðir kaþólskra manna, heldur eru mótmælendur einnig farnir að borða allmikið af fiski, ekki af slæmri nauðsyn, heldur af því, að þeim þykir fiskur góð og hagkvæm matarkaup. EINS og áður var getið, er fiskfram- leiðsla Bandaríkjanna mjög mik- il, og hefur aukizt síðustu árin. Karfa- veiði þar í landi hefur t. d. aldrei verið eins mikil og árið 1949, en þá var hún um 110.000 smálestir. En ýmislegt bendir til þess, að fiskiðn- aður Bandaríkjanna eigi erfiðari ár framundan, og þá helzt, að ýmis auð- ugustu og nálægustu fiskimiðin eru að verða til þurrðar gengin. Togar- arnir og fiskibátarnir frá Nýja-Eng- landi sækja æ lengra til fanga, og afl- inn verður smærri og smærri. Fram- leiðslukostnaðurinn vex óðfluga af þessum ástæðum, auk þess sem verka- laun eru mun hærri en í þeim lönd- um, sem bezta möguleika hafa á því að flytja út fisk til Bandaríkjanna. Karfinn, sem frystur er í Gloucester er svo smár, að 14—18 flök þarf í pundið, og ýsan í Boston er litlu stærri. Veiðarnar af þessum tveim fiskimiðum, að minnsta kosti, hljóta að minnka óðfluga á næstu árum. Steinbítsveiði í vötnum fer einnig þverrandi. Hægt er að auka fram- leiðsluna til mikilla muna af ýmsum öðrurn matarfiskum, en það tekur mikinn tíma og mikla fyrirhöfn að vinna þeim markað, í stað þeirra fisktegunda, sem fólk er nú vant að borða. Hér virðist vera að skapast tæki- færi fyrir okkur til þess að komast inn á markaðinn í all-verulegum mæli, ef vel er fylgt eftir, því að eftir því sem eg veit bezt, erum við eina þjóð- in, sem hefur aðstöðu til þess að flytja út þessar fisktegundir, ýsu, karfa og steinbít, svo að um muni. Kanadamenn og Nýfundnalandsmenn veiða lítið annað en þorsk. Ýsan þykir beztur matur allra hvítra bolfiska, og hefur verið komizt svo að orði, að fólk í Bandaríkjunum kaupi allan annan hvítan bolfisk sem „ófullkomna eftirlíkingu“ af ýsu. Stóra ýsan okkar (ca. 80% af ýsuafl- anum) er sem stendur um það bil fjórðungi verðmeiri í Bandaríkjun- um en smáýsan, sem Boston-togararn- ir bera að landi, og enda þótt verð- munurinn sé að öllum jafnaði ekki svo mikill, má af þessu marka hversu mikið og gott verðmæti við eigum, þar sem ýsan er. Steinbíturinn okkar hefur verið mjög eftirsótt vara í Bandaríkjunum undanfarin tvö ár, eða svo, og hefur verið keyptur í stað vatnasteinbíts, sem var eftirsótt vara meðal blökku- fólks í mið- og suður-ríkjunum, en veiði af honum hefur nú mjög dreg- izt saman. Ekki er gott að spá um það hvort steinbítsmarkaðurinn verð- ur varanlegur í Bandaríkjunum, frem- ur en hann varð í Englandi, en von- ir standa þó til þess. K ARFINN hefur mikið verið rædd- ur í dálkum dagblaðanna undanfarn- ar vikur, og hefur því jafnvel verið haldið fram að í honum höfum við eignast mikla gullnámu. Vel má það vera, en hér er þó margs að gæta. Karfaflökin, sem bandarískir neytend- ur hafa keypt og þekkja, eru mjög smá. Okkar flök eru miklu stærri, og hafa sumir, þeirra á meðal sá marg- umtalaði maður Mr. Cooley, og fé- lagar hans, látið í ljós þá skoðun, að stærri karfinn okkar væri of stór til þess að frysta hann á venjulegan hátt fyrir Ameríkumarkað. Fordæmi er ekkert til, því að svona stór karfi hefur aldrei sést á markaðinum fyrr. Ef til vill gefst stóri karfinn ekki eins vel og við gerum okkur vonir um, en úr því getur reynslan ein skorið. Ennfremur er vert að hafa það í huga, áður en fólki eru gefnar gyllivoilir um uppgripatekjur af karfanum, að það ágæta verð, sem nú fæst fyrir karfann, á vafalaust að miklu leyti rót sína að rekja til þriggja eða fjög- urra mánaða verkfalls bátaflotans í Gloucester síðastliðið sumar, en Glou- cester er helzta karfaframleiðsluborg í Bandaríkjunum. Hvað er þá um þorskinn að segja? Af honum veiðist lang mest og má því segja að mest sé um vert að fá gott verð fyrir hann. Þorsk veiða all- ar þjóðir við norðanvert Atlandshaf. Framboð af honum er því mjög mikið og verð lágt. Þorskverðið er einnig miklu háðara ártíðum en verð á öðr- um fiski; það er liæst fyrri hluta vetr- ar, meðan fiskkaupmenn eru að birgja sig upp fyrir föstuna. Á öðrum tím- um árs, sérstaklega frá páskum og fram á haustið, er verðið mjög lágt, miðað við verð á öðrum fisktegund- um, og of lágt (eftir reynslu undan- farinna ára) til þess að nokkur von geti talizt til þess að við getum orð- ið samkeppnisfærir. Við verðum því að h'ta til annara markaða fyrir mest- an hluta þorskaflans, í einhverri mynd, saltaðan, frystan og ef til vill hertan. Á það ber þó að líta, að við höfum, að öðru jöfnu, betri aðstæð- ur til þess að selja þorskflök í Banda- ríkjunum en keppinautar okkar, (Framh. á bls. 26) 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.