Samvinnan - 01.02.1955, Qupperneq 3
SAMVINNAN
Ólíkt hafast jbeir að
Það þóttu allmikil tíðindi, þegar frá því var skýrt, að
Samband ísl. samvinnufélaga hefði keypt vörubirgðir
verzlunarinnar Ragnar Blöndal h.f. í Reykjavík og leigt
húsnæði hennar til 15 ára. Var það að vonum, að ýmsum
spurningum væri varpað fram í þessu tilefni: Hvað ætl-
azt Sambandið fyrir með slíkum kaupum? A það nokkurt
erindi í smásöluverzlun í sjálfri Reykjavík?
Tilkynning sú, sem Sambandið gaf út um mál þetta, gaf
á þessu nokkra skýringu. Var þar skýrt frá því, að húsnæð-
ið yrði notað í tvennum tilgangi: I fyrsta lagi til að tryggja
vörum samvinnuverksmiðjanna betri sýninga- og söluað-
stöðu í Reykjavík og í öðru lagi til að gera tilraunir með
nýjungar í smásöluháttum. Með öðrum orðum má segja,
að tilgangur SIS með því að ttyggja sér aðstöðu við Aust-
urstræti sé sá að efla íslenzkan iðnað og freista þess að
finna leiðir til að lækka dreifingarkostnað í landinu.
★
Bætt söluaðstaða samvinnuverksmiðjanna er stórmál,
sem kemur við nálega hverjum samvinnumanni, ef ekki
hverju landsbarni. Allir viðurkenna nú í orði, að minnsta
kosti, að það sé íslenzku þjóðinni lífsnauðsyn að koma upp
öflugum iðnaði, til að hagnýta sem bezt afurðir eða gæði
landsins og auka fjölbreytni atvinnuveganna. Samvinnu-
félögin hafa lagt rnikið í sölurnar og hafa lagt fram í þessu
skyni tugi milljóna króna og hafa komið upp hverri verk-
smiðjunni annari stærri og myndarlegri, þar sem afkasta-
möguleikar og vörugæði hafa tekið stórstígum framförum.
Verksmiðjurnar á Akureyri, sem fyrst og fremst byggjast
á því að hagnýta íslenzka ull og íslenzk skinn, greiða nú
11—12 milljónir króna árlega og rná nokkuð af því marka,
hversu þýðingarmikill atvinnuvegur þær eru. Hitt er þó
enn athyglisverðara, sem forstjóri SlS, Erlendur Einars-
son, upplýsti nýlega í ræðu á Akureyri, að þessar verk-
smiðjur hafa afkastagetu, sem er helmingi meiri en nú-
verandi framleiðsla, ef hægt væri að finna markaði fyrir
vörurnar og láta allar vélar þeirra ganga stanzlaust.
Þessum vörum hefur farið svo stórkostlega fram að
gæðum í seinni tíð, að samvinnumenn eru ófeimnir við að
tefla þeim fram í fullri samkeppni, en til þess þarf betri
söluaðstöðu en hingað til hefur verið hægt að fá í Reykja-
vík, þar sem markaðurinn er mestur. Það er þetta, sem
vakir fyrir SlS með því að tryggja aðstöðuna í Austur-
stræti, sem andstæðingar samvinnumanna lögðu svo mikla
áherzlu á, að SÍS fengi ekki.
★
Hinar nýju leiðir, sem reyna á, byggjast fyrst og fremst
á hinu svokallaða sjálfsölufyrirkomulagi. Innrétting og
gerð búðanna gerbreytast, fólkið fær að ganga beint að
vörunum, skoða þær, velja eða hafna, en greiða síðan við
útgöngudyr. Þessi skipan hefur svo í för með sér fjölmarg-
ar aðrar nýjungar í meðferð vörunnar, en reynslan af þessu
hjá nágrannaþjóðum okkar er einróma á þá leið, að þessir
verzlunarhættir séu þægilegri og ánægjulegri en hinir eldri,
bæði fyrir viðskiptavini og starfslið, en auk þess stórum
hagkvæmari. Er því sjálfsagt að reyna þetta einnig hér á
landi og fá úr því skorið, hvernig slíkir verzlunarhættir
gefast við íslenzkar aðstæður og hvort þeir eiga ekki er-
índi til íslendinga eins og annara þjóða.
★
Með þennan tvöfalda tilgang að baki og hina beztu
verzlunaraðstöðu í landinu mun óhætt að gera sér sterkar
vonir um, að samvinnumenn muni koma miklu góðu til
leiðar með þeim framkvæmdum, sem þeir nú eru að hefja
við Austurstræti í Reykjavík. Þarf raunar ekki frekari
vitna við en þeirrar hörðu andstöðu, sem samvinnumenn
hafa mætt í Reykjavík, þar sem heil hlutafélög hafa verið
stofnuð í þeim tilgangi einum að stöðva þá, t. d. Veggur
h.f. En lærdómsríkt er þetta ástand: Samvinnumenn eru
stöðugt að taka glímutökum á nýjum og nýjum verkefn-
um, sem stuðlað geta að aukinni velmegun fólksins, en
andstæðingar þeirra virðast beita orku sinni í þá gagns-
Iitlu iðju að stöðva, hindra og fyrirbyggja, að samvinnu-
menn fái tækifæri til þess að gera hugsjónir sínar að veru-
leika. Það má sannarlega segja, að ólíkt hafast þessir að-
ilar að.
3