Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Page 11

Samvinnan - 01.02.1955, Page 11
Samvinnan er samtök frjálsra einstaklinga þar sem maðurirm situr í öndvegi, en fjármagnið er gert að þjóni Kæru heiðursgestir. Heiðraða samkoma. Við minnumst þess hér í kvöld, að Vilhjálmur Þór hefur nú látið af störf- um hjá Sambandinu. Það hefur orð- ið að ráði, að ég segði við þetta tæki- færi nokkur orð af hendi Sambands- stjórnarinnar. Hvað er samvinna? Hvað er sam- vinnuhreyfingin? Samvinnan er þjóð- félagsstefna, þjóðfélagshugsjón, hug- sjón samhyggju og samhjálpar og því andstæð skefjalausri sérhyggju. Sam- vinnan er leitin að sannvirði. Sam- vinnan er frjáls samtök um sameigin- leg verkefni. Samvinnan er samtök frjálsra einstaklinga, þar sem maður- Eftir EYSTEIN JÓNSSON Ræðu þessa flutti Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra í hófinu að Hótel Borg, er stjórn SIS og sam- starfsmenn Vilhjálms Þór héldu honum. inn situr æfinlega í öndvegi, en fjár- magnið er gert að þjóni. Samvinnan er því andstæða ofríkis, einræðis, kúg- unar og yfirgangs. Samvinnuhreyfingunni er ekkert það verkefni óviðkomandi, sem með almennum samtökum er hægt að leysa, án þess að ganga á annara rétt. Eg ætla ekki, að þetta geti talist fullkomin skilgreining samvinnu- stefnunnar. Aðeins nokkur höfuð at- riði. Ef til vill hugsar nú einhver: Ætlar ræðumaður að halda hér erindi um samvinnustefnuna. Sagðist hann ekki ætla að minnast þess, að Vilhjálmur Þór hefur nú látið af störfum hjá Sam- bandinu? Jú, það er einmitt ætlun- in. En að yfirlögðu ráði byrja ég á nokkrum orðum um sam- vinnustefnuna. Það geri ég sökum þess, að enginn maður hefur að míru- um dómi sýnt það jafn glöggt í verki [ ^ H: w V. Mí '' -'‘ÆM i 3 A hÍBéí | Ítí áí ;l O / -j MBlw . 1 Frá Kveðjuhófinu að Hótel Borg, þar sem rn SÍS og samstarfsmenn Vilhjálms Þórs kvöddu hann og þökkuðu störf hans fyrir SÍS. 11

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.