Samvinnan - 01.02.1955, Síða 18
ENGINN EINN MAÐUR hafði svo
mikil áhrif á stjórnmál Evrópu á síð-
astliðnu ári sem Pierre Méndes-
France, forsætisráðherra Frakka.
Þegar horfur voru orðnar verri í
frönskum stjórnmálum en nokkru
sinni, kom hann skyndilega fram á
sjónarsviðið og gerbreytti öllu and-
rúmslofti franskra stjórnmála. í stað
þess, að fyrirrennarar hans höfðu
einbeitt kröftum sínum að því að verja
stjórn sína falli, kvaðst Méndes ætla
að semja frið í Indó-Kína eða segja af
sér innan 20 daga. Þetta tókst, svo og
fleira, sem hann hefur lagt fyrir sig.
Um skeið leit út fyrir, að stjarna hans
ætlaði að lækka verulega vegna Evr-
ópuhersins og síðar Parísarsamning-
anna, en hann kom því máli einnig í
höfn. En nú, er hann helzt vildi snúa
sér að innanlandsmálum, hefur and-
stæðingum hans loks tekizt að fella
hann.
PIERRE MENDÉS-FRANCE er fædd-
ur í París fyrir 47 árum. Faðir hans var
Gyðingaættar og rak fataverksmiðju.
Mendés hlaut menntun sína í París.
Hann varð fljótlega bókhneigður og
alvörugefinn. Meðan hinir léttlyndu
í latneska hverfinu sátu að drykkju,
sat Mendés að viðræðum við vini sína
um verðfall frankans og þess háttar
hluti. Hann skrifaði ritgerðir, hélt fyr-
irlestra og stofnaði málfundafélag.
Hann lenti eitt sinn í hörðu við and-
stæðinga sína, svo að þeir reyndu að
kasta honum út um glugga á annari
hæð. Brotnaði nef hans í þeim átök-
um. Edouard Herriot heyrði hann tala
blaðalaust á fundi hjá róttækum
sósíalistum, og varð hrifinn af mælsku
hans. „Hann er sá alsnjallasti, sem ég
hef heyrt á þessum aldri,“ sagði Her-
riot. Mendés varð lögfræðingur næsta
ár, þá tuttugu og eins árs að aldri og
þar með yngsti lögfræðingur í Frakk-
landi.
AÐ BEIÐNI flokks síns fór Mendés
til Louviers í Normandy, setti þar upp
-St'Lpir óamtíL
annanna:
Pierre Mendes-France
Hann hleypti hreinu lofti inn í sali franskra stjórnmála og
vill jafnvel fá landa sína til að drekka mjólk í stað víns!
lögfræðiskrifstofu og bauð sig fram til
þings. Hann marði sigur yfir íhalds-
frambjóðanda og var þá aðeins fjóra
mánuði yfir lægsta löglegan aldur
þingfulltrúa og langyngsti þingmað-
urinn í neðri málstofunni frönsku. Síð-
an hefur frægð hans stöðugt farið vax-
andi. Árið 1932 giftist hann hinni
fögru Lily Cicurel. Hún er egypzkrar
ættar, og eiga ættingjar hennar fræg-
asta vöruhús Cairo-borgar.
MENDÉS gaf sig nú að stjórnmálum
af auknum krafti. Hann skrifaði mik-
ið um alþjóða-fjármál og byrjaði að
skrifa sögu Þýzkalands. Hann lauk
aldrei við það og handritið týndist í
stríðinu. Hann var kosinn borgarstjóri
í Louviers 1935. Er hann það ennþá og
kann vel við sig þar. Vinur hans sagði
eitt sinn, að hann hafi alltaf kvalizt
af aðgerðaleysi þeirra í París, en í
Louviers hafi hugsjónir hans fæðst.
FJÁRMÁLASKRIF hins unga borg-
arstjóra vöktu athygli Léon Blum, sem
þá var að reyna að mynda stjórn í
Frakklandi. Kom þar, að Mendés var
gerður aðstoðar-f j ármálaráðherra,
þrjátíu og eins árs að aldri.
STRÍÐIÐ SKALL á og Mendés gerð-
ist sjálfboðaliði í flughernum. Hann
var staddur í París í leyfi, þegar Þjóð-
verjar brutust gegn um Maginot-lín-
una. Bitur yfir svikum þeim, sem þá
áttu sér stað við Frakkland, fylgdi
hann stjórninni og þeim, sem eftir
voru af þingmönnum neðri málstof-
unnar, til Bordeaux. Var hann þar
ásamt þeim, konu sinni og tveim son-
um, settur um borð í beitiskip, sem
flutti þau til Marokko. Hann taldi
skyldu sína að komast undan, en fékk
þó brátt að vita, að hann mundi hand-
tekinn fyrir athæfi sitt. Mendés hugð-
ist með lagakunnáttu sinni geta varið
sig og leitaði ekki undankomu. En það
var ekki hlustað á hann. Eftir nokkra
dvöl í fangelsi, varð hann að fara á
sjúkrahús, og þaðan tókst honum að
sleppa út um glugga og framhj á verði.
í átta mánuði var hann við alls lags
neðanjarðarstarfsemi og lét sér þá
vaxa yfirskegg, setti upp gleraugu og
reykti pípu til að þekkjast síður.
Mendés sneri nú til London og gekk
í frelsishreyfingu De Gaulle. Hann
stýrði einni af sprengjuflugvélum
frelsishreyfingarinnar. Var honum þó
illa við að gera árásir á Frakkland,
en féllst þó á, að ekki væri víst, að
aðrir gerðu það á réttari hátt.
EFTIR STRÍÐIÐ varð svo Mendés-
France efnahagsmálaráðherra í stjórn
De Gaulle og gerði þá mjög stranga
endurreisnaráætlun. Hörð mótmæli
gegn henni komu fram á stjórnar-
fundi í janúar 1945. Meirihluti hélt
því fram, að ekki væri hægt að
leggja þetta á þjóðina eftir fimm ára
hernám. „Þú hlýtur að sjá það, minn
kæri Mendés,“ sagði De Gaulle, „að
fjármálaráðherrann og allir sérfræð-
ingarnir eru á móti þér“. „Ég man“,
sagði Mendés, „þegar allir hernaðar-
sérfræðingar voru á móti ofursta ein-
um að nafni De Gaulle“. Mendés-
France lét af embætti þrem mánuð-
um seinna. Hann var nú fulltrúi fyrir
Frakkland á ýmsum ráðstefnum um
efnahagsmál og formaður fjármála-
nefnda. í hverri ræðunni á fætur ann-
ari varaði hann Frakkland við degi
reikningsskilanna. Hann benti á þörf
fyrir meira fjármagn í arðvænleg
atvinnufyrirtæki, minni útgjöld til
hernaðarþarfa og varaði við verð-
bólgu. Hann benti einnig á, að ef
Frakkar létu ekki nýlenduþjóðum auk-
ið sjálfstæði í té, tækju þær það sjálf-
ar. „Með því að veita Indó-Kína auk-
ið sjálfsforræði var hægt að komast
hjá styrjöldinni þar og þessu er ekki
gefinn gaumur í Túnis og Marokkó.
Nýlendustefna nítjándu aldarinnar er
liðin undir lok“, sagði Mendés-France.
ALLT SITT LÍF hefur Mendés-
France verið að flýta sér. Hann þykir
(Framh. d bls. 27)
18