Samvinnan - 01.02.1955, Qupperneq 21
arsaga Þjóðleikhússins
Skömmu fyrir jól kom út hjá Isa-
foldarprentsmiðju bókin „Þjóðleik-
húsið“ eftir Jónas Jónsson, myndar-
legt rit í alla staði, en þó yfirlætis-
minna en margt annað, sem keppti um
athygli bókakaupenda fyrir hátíðina.
Bókin seldist upp hjá forlaginu á
skömmum tíma, og getur það verið út-
gefendum nokkur bending þess efnis,
að bókum um íslenzk mannvirki
kynni að vera betur tekið en margur
ætlar, ekki sízt ef vel er á efninu hald-
ið.
íslendingar lifa nú þá tíma, að þjóð-
inni þykir það sjálfsagt og varla orð á
gerandi, þótt ráðizt sé í fleiri eða færri
stórbyggingar fyrir tugi milljóna
króna á ári hverju. Að vísu eru til
byggingar, sem þurfa að telja með-
göngutíma'sinn í árum eða áratugum,
en þær eru samt undantekningar nú á
dögum og sitja á hakanum vegna
þess, hve margt annað er ráðizt í, en
ekki vegna fátæktar þjóðarinnar eða
almenns skilningsskorts.
Sú var þó tíðin, og það fyrir aðeins
2—3 áratugum, að það þurfti stór-
hug hér á landi til að láta sig dreyma
um byggingar, sem nokkur reisn eða
myndarbragur var að, hvað þá að
ætla sér að koma slíkum mannvirkj-
um upp. Merkasta dæmið um þróun
þessara mála er einmitt saga Þjóðleik-
hússins, og fyrir það er hún þess virði,
að henni sé á Ioft haldið. Getur raun-
ar farið svo, að aftur þrengist í búi hjá
þjóðinni og aftur þurfi raunverulegt
andlegt þrek til að berjast fyrir bygg-
ingum, er aukið geti menningarlega
reisn þjóðarinnar.
Bók Jónasar er ekki aðeins fróðleg,
heldur og bráðskemmtileg aflestrar og
næstum spennandi á köflum. Sagan af
því, hvernig leikhúsinu var fyrst
tryggð tekjulind og hvernig þeir
þjóðleikhúsmenn settust á peningana
eins og ormur á gull og hindruðu það,
að þeim væri varið til annars, kemur
þarna fram í heild. Það er auðvelt að
sjá nú, að leikhúsið væri sennilega
ekki komið upp enn, ef orminum hefði
ekki tekizt vörnin. Þá er rakin barátt-
an um staðsetningu leikhússins —
það atriðið varðandi bygginguna, sem
enn er harmað af mörgum. Jónas vildi
fá betri stað, en leikhúsið fékk, og það
vildu margir aðrir liðsmenn leikhús-
vina. En raunsæin var enn látin ráða
og sá staður valinn, sem fáanlegur var
og viðunandi þótti. Ef þessi leið hefði
ekki verið valin, má ætla að örlög leik-
hússins hefðu orðið hin sömu og hins
langþráða ráðhúss Reykjavíkur. Ef
enginn tekur af skarið í staðarvali,
getur slíkt mál tafizt í áratugi.
Enn er ónefndur þáttur húsameist-
arans, Guðjóns Samúelssonar. Hann
varð fyrir miklu aðkasti í lifanda lífi,
en því er enginn efi, að vegur hans sem
listamanns mun fara vaxandi með
árunum. Nú hafa tugir annara húsa-
meistara, flestir sprenglærðir úr ýms-
um áttum, fengið að reisa myndarleg
hús á Islandi. Þeir hafa sumir hverjir
vel gert, margir illa. En í samanburði
við verk þeirra hlýtur ævistarf Guð-
jóns að vaxa hröðum skrefum, jafnvel
þótt ekki sé tekið tillit til þess, að
hann var alger brautiyðjandi, sem var
að reyna að skapa íslenzka byggingar-
list, þegar nálega engar varanlegar
byggingar voru til í landinu. Vonandi
tekst Jónasi að gera Guðjóni verðug
skil í þeirri bók, sem Norðri hefur boð-
að, að út komi síðar á þessu ári.
Það þarf að skrifa sögu þeirra
bygginga, sem þjóðin er að reisa á
þessari miklu byggingaöld. Ekki þurra
sögu af tölum og tekniskum upplýs-
ingum, heldur sögu hugmyndanna,
sem skópu húsin, sögu er lýsir sam-
bandi húsanna við þá kynslóð, sem
kom þeim upp og viðhorf hennar. Jón-
as Jónsson hefur með bók sinni um
Þjóðleikhúsið skapað gott fordæmi
fyrir slíkar bókmenntir.
21