Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 28
V
T rygging
fyrir
sannvirði
Samvinnutryggingar innleiddu fyrstar allra tryggingafélaga þá stefnu að reyna að bjóða
tryggingar fyrir SANNVIRÐI hér á landi. Þetta hefur félagið gert með því að lækka trygg-
ingaiðgjöld, — og hefur nú síðast stórlækkað brunatryggingar húsa, — og með því að end-
urgreiða tekjuafgang sinn til hinna tryggðu. Félagið hefur þannig endurgreitt tekjuafgang
frá byrjun til 31. des. 1953 samtals 5.6 milljónir króna.
Endurgreiðsla tekjuafgangs byggist að sjálfsögðu á því,
að einhver tekjuafgangur verði. Á síðasta ári var hagur
brunatrygginga allgóður og er endurgreitt 10% af ið-
gjöldum fyrir þær. Hagur sjó- og ferðatiygginga var einn-
ig góður og er þar einnig endurgreitt 10%. En því mið-
ur var hagur bifreiðatrygginga mjög slæmur og varð fé-
lagið þar fyrir verulegum skakkaföllum. Sjóðir félagsins
hafa staðið undir því tapi, og óhjákvæmilegt var að
hækka iðgjöldin. — Bifreiðaeigendur geta aðeins gert
eitt til að forðast frekari kostnað vegna trygginga á bif-
reiðum sínum, og það er að draga verulega úr árekstrum
og öðrum tjónum, sem verða í vaxandi mæli. Á þann
hátt einan er hægt að halda niðri tryggingakostnaði bif-
reiða.
SAMVl MBJUJ'irnB.Y© © EUdM,
t'
28