Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 11
Þetta er einn af mörgum tillöguuppdráttum GuSjóns af Landsspítalanum. Htett var við turninn, en
annars hefur teikningin ekki breytzt til muna.
flP &e^^pOF^U(2lOTU.
Sundhöllin í Reykjavík er reist undir merki hinnar beinu línu og þar nefur Guðjóni tekizt vel að
skapa lisbrœna heild.
Ibúðarhús skólastjóra Samvinnuskólans við Hávallagötu hefur lengi þótt með svipfegurstu íbúðarhús-
um í Reykjavík. Það er byggt í frönskum stíl og einkum er eftirtektarvert, hversu öll hlutföll eru
fullkomin.
byggingunum sérstakan og rammís-
lenzkan svip.
Ekki verður sagt, að hamrastíllinn
sé byggingarstíll, er hæfir öllum bygg-
ingum eða hægt er að nota mjög
mikið. Hann er öllu heldur viðhafnar-
búningur, sem nota má með mjög
góðum árangri á sérstökum tegund-
um stórra bygginga, eins og Guðjón
gerði. Og það er ekki sízt á slíkum
byggingum, sem ánægjulegt er að
eiga til eitthvað annað en bygginga-
tízku umheimsins á hverjum tíma eða
eftirmyndir af byggingastíl, sem til er
orðinn fyrir allt annað umhverfi úti
í löndum. Það er ekki sízt fyrir þessa
viðleitni sína, sem Guðjón Samúels-
son sker sig úr hópi annarra íslenzkra
húsameistara, en þá mátti telja á
fingrum, þegar Guðjón byrjaði að
byggja, en þeir voru allfjölmenn
stétt, þegar hann lézt.
HÚÐUN STEINHÚSA.
Guðjón Samúelsson vann allmikið
brautryðjendastarf á einni hlið bygg-
ingalistarinnar, en það er húðun
steinhúsa. Fram á starfsævi Guðjóns
voru steinhúsin öll með hinum gráa
lit steinsteypunnar, og varð all
drungalegt yfirlitum í bæjum, þar
sem slíkum húsum fjölgaði. Ekki var
um annað að ræða til tilbreytingar en
að olíumála húsin, en það var dýrt og
vafasöm ending litarins.
Guðjón gerði fyrstur manna til-
raunir með að nota íslenzkar berg-
tegundir til að húða húsin utan. Not-
aði hann hrafntinnu, silfurberg og
margt fleira, og sýndi þessa tækni á
leikhúsinu, háskólanum og fleiri
byggingum. Var þetta mikil útlitsbót
og að auki rammíslenzk lausn á
vandamáli.
Guðjón byggði margt á seinustu
árum sínum með þeim svip, sem Jón-
as Jónsson kallar „lýðveldisstíl“. Var
hann þá kominn inn á þá braut að
hafa hús sín sem allra einföldust og
skrautlaus. Byggðist þá útlitið ein-
göngu á hlutföllum og gluggaskipan
og tókst oft vel. Má benda á bvgg-
ingar eins og Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar, Skógaskóla og fæðingar-
deild Landsspítalans sem dæmi um
þennan lokasvip hans.
Guðjón Samúelsson var, eins og
flestir miklir listamenn, umdeildur,
meðan hann var á lífi, og eru bygg-
ingar hans það raunar enn. En því
betra heildaryfirlit, sem þjóðin fær af
ævistarfi hans, því lengur sem hún
hefur fyrir augunum stórbyggingar
hans, því meira mun hún meta þenn-
an höfuðmeistara húsagerðarlistar hér
á landi.
Á þessu hausti kemur út hjá Norðra
bók um Guðjón Samúelsson, þar
sem myndir og teikningar af bygg-
ingum hans eru yfir 200. Mun þá
landsfólkinu í fyrsta sinn gefast kost-
ur á að kynnast í nokkurri heild
verkum Guðjóns og er það spá þeirra,
sem bezt þekkja til, að fáir muni geta
látið þá bók frá sér án þess að hafa
öðlazt nýja innsýn og nýja aðdáun á
byggingum Guðjóns Samúelssonar.
Guðjón Samúelsson teiknaði margar kirkjur víðs-
vegar um land. Ein þeirra er kirkjan á Akureyri,
sem er með fegurstu kirkjum þessa lands.
SAMVINNAN 11