Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Page 18

Samvinnan - 01.12.1957, Page 18
Það hafði kingt niður snjó og Stóri-Jón varð að moka sig út úr kofanum. STÓ R I - J Ó N Jjóá a aóacj Eftir Gunnar Gunnarsson Löngu fyrir dag vaknaði Stóri-Jón og mjakaði sér fram úr fletinu, hlúði með sængurfatagörmunum að konu og börn- um, en fór sér varlega; vildi fyrir hvern mun komast hjá því að kveikja, — þau mættu ekki vakna. Hann viðaði að sér flíkum sínum í myrkrinu og klæddist hljóðlega, en gat ekki forðazt, að gólfið kæmi upp um hverja hreyfingu hans. Síðan læddist hann á tánum fram að stigagatinu; slitin gólfborðin ískruðu og sögðu til um hvert fótmál; samt heyrð- ist honum, þegar í uppgönguna kom, svefnfarir barnanna óbreyttar; og þar sem konan þagði, gæti hann látið sem hann vissi ekki að hún var vöknuð. An þess að mæla orð af vör hélt hann áfram niður stigann. Göngin þekkti hann svo vel, að hann gekk þau blindandi og rak sig hvergi á. Á hellunni fyrir framan hlöðudyrnar kiknaði hann við og gekk hálfboginn inn undir lágan ásinn. Þegar í hlöðuna kom, leysti hann hey úr stabbanum og hristi saman, — þóttist geta sparað sér ljós við það verk, — herti vel að hneppinu og bar það varlega í fjósið fram. Skjalda hafði vaknað við umganginn og heilsaði húsbóndanum með lágu bauli, alltaf var hún söm við sig með gæflynd- ið, blessuð skepnan, — hann mjakaði sér meðfram henni upp í básinn og los- aði úr hneppinu upp að veggnum fyrir framan hana. Þá loksins kveikti hann á eldspýtu og síðan á kolu, sem hékk á nagla í stoðinni; að svo búnu mokaði hann saman í flórnum. Það var ekki fyrr en þessu öllu var lokið, að hann brá sér út að gá til veðurs. Annars var ekki að því hlaupið, að komast undir bert loft í það sinn. Um nóttina hafði enn kingt niður snjó, og skafrenningur fyllt geilina fyrir fram- r-----------------------—-------— Guðmundur Thorsteinsson teiknaði mynd- irnar árið 1914. \____________________________________J an bæjardyrahurðina; Stóri-Jón varð að taka á kröftunum, lyfta henni af hjör- um, skríða upp urn skaflinn, og síðan moka sig niður tröppurnar. Sem betur fór var uppstytta þá stundina, enda nóg komið af svo góðu í bráð. Eftir hamaganginn við að hreinsa burt lausamjöllina úr dyrageilinni, tók bóndi til óspilltra málanna við að moka upp vatnsbólið. Hann var farinn að halda, að hann yrði að höggva sig niður um klakann í lækinn á nýjum stað, þegar hann loksins rambaði á gamla gatið, — það hafði fennt að því svo fljótt og ofsa- lega, að vatnið var ekki einu sinni skænt. Þegar hér var komið sást móta fyrir dagsbrún, og með vatnsburðinum í fjós og eldhús var verkunum lokið í bili, — hvað ætti hann að finna sér til dund- urs? Skjalda mundi þiggja, að henni væri kembt. Þá varð honum ljóst, að konan mundi komin á fætur — kolan var horfin af stoðinni og dimmt í fjós- inu. Æði lúpulegur læddist bóndi inn göngin, nam staðar fyrir neðan stigann, og ójú, — það var þetta vanalega, börn- in vöknuð og sami sónninn í þeim og þau höfðu sofnað frá. Kjökrandi báðu þau móður sína að gefa sér eitthvað að borða, — elsku mamma, ég er svo svang- ur . . . ég er svo svöng! . . . Þarna stóð beljakinn, þrjár álnir full- ar og að sama skapi beinastór, en ófær um að seðja sín eigin börn. Innra með sér var Stóri-Jón ekki óáþekkur blaut- geðja barnunga þá stundina, — hálf rænu- og ráðalaus. Til sultar fann hann 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.