Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Page 23

Samvinnan - 01.12.1957, Page 23
þess að sefa hina óðu. Til dæmis voru látnar fara fram trúarlegar serímóníur og útdeiling sakramentis, en allt slíkt kom fyrir ekki. Hið eina, sem yfirvöld- unum reyndist sæmilega, var að leigja hljóðfæraleikara, sem látnir voru leika fyrir dansinum og hemja hann smám saman með hljóðfæraslættinum, unz hann sefaðist að lokum. Það varð því smám saman almenn skoðun, að dans- æðið væri sjúkdómur, sem yrði að fá að renna sitt skeið eins og aðrir sjúkdóm- ar, þ. e. að hinir dansóðu vrðu að fá að dansa út til þess að sturlast ekki. Til dæmis er getið um stúlku eina í Basel, góðrar ættar, sem varð svo dansóð, að hún neytti varla matar né hvíldar, og jafnvel þegar hún lagðist örmagna út af, segir í heimildinni, héldu danshræringar líkamans áfram eins og krampaflog. Til þess nú að æði stúlkunnar smitaði ekki frá sér, létu borgaryfirvöldin loka hana inni, en með þeim mannúðlega hætti þó, að fá handa henni tvo fílhrausta dans- menn, er dönsuðu við hana til skiptis, unz hún hafði dansað bæði af sér skó og skinn og féll í öngvit. Henni var komið í hjúkrun og hresstist brátt. Segir sag- an, að hún hafi þá verið búin að dansa viðstöðulítið í heilan mánuð. Flautuleikarinn jrá Hameln. En það voru ekki aðeins fullorðnir, sem gripnir urðu þessu dansæði. Sam- kvæmt heimildum verða börn dansóð í bænum Erfurt árið 1237 og í Hameln rúmum 20 árum síðar. Þar dönsuðu börnin út úr bænum, út á þjóðveginn og alla leið til næstu borgar, þar sem þau hnigu niður örmagna og lágu um allt eins og hráviði, þar til foreldrarnir tíndu þau upp og keyrðu heim á vögnum. Mér þykir sennilegt, að hin fræga þjóðsaga um flautuleikarann frá Ham- eln, hann sem seyddi börnin með sér borg úr borg, eigi rót sína í þessum at- burði. A Italíu gekk einnig yfir slíkt dansæði hvað eftir annað, svonefndur Tarant- ismi. Því var trúað, að æði þetta stafaði af biti tarantula-flugunnar og yrði að- eins læknað með því að stíga mjög hrað- an dans, og voru konur látnar Ieika und- ir hann á tambúrínur. Hjátrú þessi er nú löngu liðin, en eftir eigum við dansinn, sem við fluguna er kenndur, þjóðdans ítala, Tarantella. Eins og ég nefndi áður, er engum blöð- um um það að fletta, að dansæði mið- alda átti sér trúarlegar orsakir. Til var allstór liópur heittrúarmanna, er kallaði sig Jóhannesar- eða Vítusardansara. Límburgarkrónikan telur þá til dæmis Dansinn á brúnni við Utrecht árið 1278. Tréstunga eftir Michel Wolgemuth frá síðari hluta 15. aldar. hafa verið 500 í Köln og 1100 í Metz. Ein helzta trúarathöfn þessara manna fólst í einhverskonar líkamsskjálfta, sem minnir mjög á trúaralgléymi kvekar- anna, og endaði þessi líkamsskjálfti í trylltum dansi, sem hefur svo smitað frá sér og valdið blindri múgsefjun. Það er athyglisvert, að hátíð Jóhannesardans- aranna er í júní, en það er einmitt í júní og júlí, sem hinir miklu dansfaraldrar gengu yfir á miðöldum. Dansœði á miðöldum. Dansað á jólanótt. Eg nefndi það í upphafi máls, að dansæði hefði stundum, og einkum á fyrri hluta miðalda, brotizt út í sam- Þegar unglingar dansa Rock and roll, skortir sízt á spörk, sveiflur og mikil tilþrif. Að „rokka" klukku- tímum saman er vafalaust mikil þolraun, en það láta iðkendur þeirrar listar ekki á sig fá. — Þessi mynd var á Ijósmyndasýningu Félags áhugaljósmyndara og þótti með þeim beztu. Myndina tók Sigm. M. Andrésson. SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.