Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Page 24

Samvinnan - 01.12.1957, Page 24
bandi við guðsþjónustur. Sagnaritarinn William af Malmesbury getur þess til dæmis, að kirkjugestir liafi orðið dans- óðir í klausturkirkjunni í Kolbig á jóla- nóttina árið 1021. Mér kemur nú í hug, hvort vera megi, að íslenzku þjóðsög- urnar um dans í kirkjum á jólanótt, svo sem dansinn frægi í Hruna og á Bakka- stað eystra, séu minjar af íslenzkum fyr- irbrigðum þessarar tegundar og ekki þjóðsögur einar. Ef til vill hefur ekki þurft annað til, en að prestur hafi verið utanlands við nám, kynnzt þar Jóhann- esar- eða Vítusardönsunum og orðið gripinn af þeim. En svo bar til að Bakka- stað á Brúardölum eina jólanótt, að presturínn og allt fólkið, sem kirkjuna sótti, tók til að ciansa í kirkjugarðinum, hélzt í hend- ur með söng og hávaða mikium og ýmsum illum látum, allt í kring um kirkjuna. Móðir prestsins var inni í bænum og vissi ekki hvað fram fór úti. En þegar hún heyrði hvað um var að vera, fór hún út og bað son sinn fyrir alla muni að hætta þessum Ieik. Hann gaf því engan gaum. í anhað sinn fór hún út og bað hann með mörg- um fögrum orðum að gá að sér og minnti hann á tímann sem yfirstóð. Hann sinnti því ekki heldur. í þriðja sinn fór hún út; sá hún þá hvar maður stóð; hann hélt í hringinn á kirkjuhurð- inni og var að raula þetta fyrir munni sér með dimmri röddu: Held eg mér í hurðarhring, hver sem það vill lasta; hér hafa kappar kveðið í kring, kemur til kasta, kentur til ntinna kasta. Þegar hér var komið sögunni, var komið að miðri nótt. Móðir prestsins varð hrædd við sýn þessa og sá að sonur hennar var ær orðinn og allt fólkið. Tók hún þá reiðhest prestsins út úr húsi, lagði upp á Fljótsdalsheiði og kom að Val- þjófsstað fyrir dag. Hún bað prestinn bregða skjótt við, korna með sér og reyna að hjálpa fólkinu. Prestur brást við í skyndi og fór með henni, og komu þau í dögun að Bakkastað. Sáu þau þá, að ularlega í kirkjugarðinum hafði jörð- in sprungið sundur og fólkið sokkið þar niður. Lengi heyrðist ómurinn af gleðilátunt fólksins niðri í jörðinni. Eftir þetta lagðist Bakkastaður { eyði. S amkvœviisdansinn verður til. Samkvæmisdans kemur ekki upp fyrr en í lok endurreisnartímans. Nautnlíf aðalsstétt leit á hinn óbreytta bændalýð með gamansamri forvitni og þótti það nýstárleg skemmtun að láta bændasyni og stúlkur þeirra sýna dansa í veizlum sínum. Og áhorfendunum hefur farið eitthvað líkt og okkur, þegar við horf- um á Færeyingadans í fyrsta sinn, að langa í hringinn; hljóðfallið seiðir þá, þörfin til að sleppa af sér hömlum stirðn- aðs hátternis gefur þeim undir fótinn, og áður en varir er einhver mjúklimuð signorita eða madamoiselle orðin dans- hröðust í hópnum. Og velsæmið — það er auðvitað á glötunarbarmi. Enda þótt þessar dúfur hirðsalanna gangi í bak- flegnum kjólum, aðskornum, með svo- nefndum „helvítisgluggum" til þess gerðum að sýna nakin brjóstin, og ungir spjátrungar með úttroðna, perlusaum- aða kýlana til þess að auglýsa karl- mannleik sinn, þykir siðgæðið þá fyrst í veði, er þau lyfta sér upp í volta, cha- conne eða gaillarde. Það er ekki að því að spyrja, að Frakk- Iand tekur forystuna í þessum nýja móð, og árið 1662 er stofnað í París Academie de dance, hinn fyrsti dansskóli á síðari öldum. Gavotte og menuett. Fyrst í stað, eftir að dansinn slitnar úr tengslum við upphaf sitt og er settur í gróðurhús aðals- og borgarastéttar, verð- ur hann ofboðslega klunnalegur. Barokk- kavalérar með parukk niður á herðar og pífur fram úr ermum, bringu og buxna- skálmum, raða sér upp í silalega fylk- ingu andspænis úttroðnum matrónum, og síðan stígur hvor röðin ölduna á móti hinni. En úti til svcitanna halda ungu stúlkurnar áfram að láta blómstursaum- uð síðpilsin sviptast yfir guðsgræna jörð- ina, og það líður ekki á löngu, þar til fyrirstéttirnar fara að renna þangað von- araugum á ný. , Hverfum aftur til nátt- úrunnar“ er eitt af kjörorðum rókokkó- tímans, og þangað hvarf hann aftur — á leiksviði ímyndunarinnar. Hallargarð- ar voru skipulagðir í „yndislegu ósam- ræmi“, berfættir fjárhirðar ráku þar hjarðir sínar með klingjandi silfurbjöll- ur (og auðvitað á fullu kaupi), hellis- skútar voru höggnir í hamra, svo ungir elskendur gætu „fundið“ þá og látið þar ,,fyrirberast“ meðan skúrin gengi yfir, — allt var svo æsandi náttúrulegt. En þetta var öld mikillar háttprýði. Herr- arnir voru komnir úr leðurstígvélum þrjátíu ára stríðsins og á rauðhælaða lágskó, komnir úr slaufuskreyttum blúndubuxum 17. aldar (sem voru svo skálmvíðar, að það gat hent forsjálustu menn — svo sem Samuel Pepys — að ganga í annarri skálminni allan daginn) og í þröngar knébuxur. Þeir höfðu gefið mölnum axlasítt parukkið, en þess í stað tekið upp slétta hárkollu, hvítpúðraða, með svarta silkislaufu í hnakkanum. Og konan sat ekki lengur feit matróna, að- gerðalaus með flóaveiðarann í kjöltunni, heldur hreyfði sig léttklædd með svarta fegurðarbletti álímda eftir tízkunni, og hún bar hið nýja vopn sitt frá Kína, blævænginn, eftir forskriftum siðameist- ara: „Blævængurinn er tjald blygðunar- seminnar,“ segir í einum leiðarvísi fyrir heldrikonur, „hann skýlir því sem ekki má sjást, en gefur hitt til kynna á ísmeygilegan hátt. Hann skýlir skemmd- um tönnunum, glotti og grettum. Finn- ist konu sem hún verði snögglega þrúg- uð af vindi, skal hún skjóta fram barm- inum, breiða vel úr blævængnum og hreyfa hann leiftursnöggt fyrir andlitinu, svo blakhljóðið dragi athyglina frá. Hafi hún eitthvað skemmtilegt að segja, læt- 24 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.