Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Síða 30

Samvinnan - 01.12.1957, Síða 30
Bláa skikkjan Angelo var mikið breyttur frá því er við sáum hann síðast, er hann féll í svefn við dyrnar á enda gangsins. Hann hafði ekki einungis hlotið sína fyrri fegurð, heldur hafði fríðleiki hans tek- ið á sig dýpri og háleitari blæ. Smávaxinn maður steig út á svalirn- ar framan við húsið og gekk hægum skrefum niður á hjallann til listamanns- ins og konu hans. Hann bar ekki hatt í hendinni, því að hann átti engan hatt, en framkoma hans var jafn lotningar- full og þótt hann hefði sópað jörðina ineð hattinum sínum. Lucrezia varð fyrri til að taka eftir gestinum og hafði orð á því, að kominn væri ókunnugur maður, en Angelo var rétt í því að móta prjónandi hest og vildi ekki láta ónáða sig. Þegar hann leit upp og sá, að komu- maður var farandmaðurinn Guiseppino Pizutti, vinur hans frá gamalli tíð, veif- aði hann til hans hendinni. Guiseppino heilsaði Angelo eins og þeir hefðu kvaðst síðast að morgni þessa sama dags. Þó höfðu árin merkt hann hendi sinni. Hann var enn hold- grennri en áður og föt lians enn fátæk- legri, og tíminn hafði lyft augnabrún- um hans enn hærra eins og í takmarka- lausri undrun yfir vegum guðs og manna. Hann virtist mundu vera þyngdarlaus, eins og visnað, saman- vafið lauf. I fyrstu virtist Pizutti ósnortinn af breyttum hag þessa fyrri félaga síns í ógæfunni, jafnvel eins og hann tæki ekki eftir breytingunni. En þegar An- gelo kynnti Lucreziu fyrir lionum, og hann sá hve yndislega konu vinur hans hafði eignazt, var eins og hann fylltist lotningu fyrir þeirri gæfu og upphefð, sem Angelo hafði hlotnast, og hann tók að ávarpa hann sem Signor Santa- silia og Maestro. „Nei, segðu ekki þetta“, sagði An- gelo. „Ég er hvorki Signor eða Maestro. Manstu hvenær við töluðumst við síð- ast?“ SÖGULOK „Já,“ sagði Pizutti eftir stutta þögn. „Það var hjá Maríönnu, sem ber viður- nefnið Rottan, hæli þjófa og smyglara niður við höfn“. ,„Já. Og nú skulum við tala saman eins og við gerðum þá“. Lucrezia tók eftir því, að gestur þeirra hafði aðeins tvo fingur á annari hendi og leit undan í skyndi. Hún átti von á fjórða barni sínu og óttaðist, að þessi sjón kynni að hafa áhrif á hið ó- fædda barn. Hún yfirgaf þá því eins fljótt og háttvísi leyfði, með þeirri at- hugasemd, að Pizutti yrði svo vænn að þiggja hjá sér góðgerðir. Mennirnir tveir fvlgdu henni með augunum þar til hún hvarf inn í húsið. „Og hvernig hefur þér nú liðið, Pino, síðan við sáumst seinast?“ spurði Ang- elo. Gamli maðurinn lióf frásögnina. Hann hafði ferðazt langt og víða, séð marga fræga staði, marga fræga menn og mörg náttúruundur. Hann hafði á leiðum sínum hitt marga, sem þurftu huggunar við og marga, sem Ient höfðu á villigötum, og þessa hefði hann reynt að hugga og leiða aftur á réttan veg. — Allt í einu brast gamli maðurinn í grát. „Hvað grætir þig, Pino?“ spurði Ang- elo. „0. vinur minn, vinur minn, gráttu með mér,“ andvarpaði Pino. „Ég hef elskað síðan við sáumst síðast.“ „Elskað?“ sagði Angelo hægt og undrandi, eins og hann væri að endur- taka orð á ókunnugri tungu. „Elskað, elskað!“ hrópaði Pino. „Lífs- ins sárasta kvöl hefur níst og sundur- tætt hjarta mitt, — já, jafnvel mitt hjarta. Kona, himinfögur, skær sem söngur, brosti við mér, — og hvarf mér svo.“ „Lífsins sárasta kvöl?“ endurtók Ang- elo með sama hætti og áður. „Hún var tigin kona, frá Englandi,“ Framhaldssaga eftir danska höfundinn Isak Dinesen hélt Pino áfram. „Það eru þrjú ár síðan. í Feneyjum. Um leið og hún steig út í gondólann sinn gaf hún mér svo djúpt, svo vingjarnlegt, svo lífi þrungið tillit, slíkt gyðjubros, að himinninn steig ofan til jarðarinnar. Ég fylgdi henni eftir, og við hittumst aftur — og aftur, — og í hvert skipti gáfu augu hennar mér sömu gjöfina af óþrjótandi auðlegð sálar sinn- ar. Einu sinni yrti hún á mig. — Hún var há, eins og gyðja í vextinum, og hún var í silkiklæðum, sem hvísluðu yndislega þegar hún hreyfði sig, og hár hennar var eins og roðagyllt silki.“ Pizutti rétti upp hægri hönd sína. „En mig,“ sagði hann, „skorti þessa þrjá fingur og ég mun aldrei láta brúð- urnar mínar dansa framar. — Þegar hún fór, varð heiðurinn ein eyða, eyða, sem þó var full af kvöl. Ég átti aðeins eina huggun í minni miklu fátækt: að tala við einhvern, sem kynni ef til vill að nefna nafn hennar, þótt ekki væri nema einu sinni á dag. Ég hélt mig í Feneyj- um í tvö ár, aðeins til þess að sitja hjá gondólaræðaranum hennar á kvöldin, ó- menntuðum manni, sem hvorki gat sungið né leikið, — í þeirri von, að hann nefndi nafn hennar, eins og ég væri að bíða eftir því, að sætur söngur ómaði af vörum hans. En svo kvæntist hann, og kona hans bannaði mér heimilið. 0, Ang- elo Santasilia, kvöl mín tærir þann lilla þrótt, sem eftir er í þessum vesæla lík- ama.“ Pino lét höfuðið falla fram á bringu sína og tárin streymdu ofan á fituga svarta kuflinn hans. „Þú mátt ekki láta þetta angra þig,“ sagði Angelo. „Það er gott að eiga mikla sorg. Eða eiga mennirnir að ætla, að Kristur hafi dáið á krossinum fyrir tann- pínukvalir þeirra?“ Það var þögn um stund. „Segðu mér nafn hennar, Pino, svo skalt þú búa á- fram hjá mér og ég skal nefna nafn hennar einu sinni á dag.“ Pino lét aftur augun, gerði tvisvar til- 30 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.