Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Page 34

Samvinnan - 01.12.1957, Page 34
Norrænn sigur á suðrænni grund Vilhjálmur Einarson segir frá Aþenuför og keppni Norðurlandanna við Balkanríkin Sagt er að heimurinn sé alltaf að minnka. Vissulega má þetta til sanns vegar færa, ef vegalengdirnar eru reikn- aðar í tima, og það er líka eini raunhæfi reikningurinn. Fyrir u. þ. b. 2500 árum sigldu Föníkar umhverfis Afríku, og var það eitt mesta umferða-afrek fornaldar- innar. Þetta tók siglingagarpana S ár. Loftsiglingagarpar nútímans sigla nýj- ustu flugvélum íslendinga á fjórum klukkustundum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar, og til eru enn hrað- fleygari farartæki. Útvarpið varpar tali og tónlist inn á hart nær hvert heimili í landinu. Það beinir réttilega huga okkar að heims- fréttum og heimsmálum. Einangrunin er úr sögunni, einangrunarstefnur eru úr- elt sjónarmið. Við hljótum að blanda geði við aðrar þjóðir, og eigum að gera það hrokalaust, en jafnframt hræðslu- laust og án minnimáttarkenndar. Við getum lært margt gott, en jafn augljós- lega ber okkur skylda til að geyma og hafa í heiðri margt gamalt og gott. Okk- ur er nýr og vaxandi vandi á höndum. Norðurlandabúa viljum við telja okk- ur, og samkvæmt uppruna okkar hljót- um við að teljast það. f minnkandi heimi minnkar einnig bilið milli Norðurlanda- þjóðanna. Það eru haldnar ráðstefnur um sameiginleg tollamál, sameiginlega mynt o. fl. Mikil áhrif eru sýnileg í hinni auknu samvinnu í íþróttamálum, bæði keppir „Norðrið“ sem ein heild út á við, svo og eru gagnkvæmar íþrótta- keppnir innan Norðurlandanna sívax- andi. Akrópólis, hœðin jrcega með hojunum jögru, gnœf- ir yfir Aþenu. Aðalástæðan fyrir því, að ég tek mér penna í hönd að þessu sinni, er sú, að ég er nýkominn heim úr skemmtilegu ævin- týri, en svo kalla ég hina ógleymanlegu íþróttakeppni, Norðurlönd mót Balkan- löndum, sem fram fór í Aþenu í haust. Hugsið ykkur þvílíkan viðburð: Svíar, Finnar, Norðmenn, íslendingar og Dan- ir fylkja liði og keppa sameinaðir móti Grikkjum, Tyrkjum, Albönum, Rúmen- um, Búlgurum og Júgóslöfum! Svíana taldi ég fyrst upp vegna þess, að þeir sáu öðrum fremur um framkvæmd- ina og skipulagninguna á þessu risafyr- irtæki, sem reiknað var með að kostaði um hálfa milljón ísl. króna. Síðan er liðunum raðað eftir stærð, Danir höfðu einn keppanda. SÖGULEGT FERÐALAG. Eg var staddur í Helsingfors, vakinn þar kl. 5 að morgni hins 1. október. Fara átti til Aþenu þann dag. Sunnud. 29. sept. hafði ég keppt í Varkans í Finn- landi. í langstökkinu þar, sem ég tók þótt í að afloknu þrístökkinu, mætti ég tveim piltum, sem báðir höfðu verið valdir í Norðurlandaliðið, þeim Valkama, sem varð nr. 3 á Ólympíuleikunum í Höjundwr þessarar greinar, Vilhjálmur Einarsson, er þjóðkunnur íþróttamaður. Það er ekki aðeins, að hann beri af í iþrótt sinni hérlendis, heldur'mun óhœtt að fullyrða, að hann sé einn sterkasti þrístökkvari heims- ins. Mest kom Vilhjálmur á óvart, er hann varð annar á Ólympíuleikunum í Melbourne í fyrra. Sigurvegarinn þaðan er sá eini, sem liefur sigrað hann í sumar og mátti þó kalla, að þeir skildu jafnir. Vilhjálmur er góðum and- legum gáfum gœddur og eins og sjá má er honum ekki ósýnt um að halda á penna. Vilhjálmur er fœddur á Hafranesi við Reyðarfjörð 5. júlí 193Jf. Þar átti hann heima til þriggja ára aldurs, en þá fluttust foreldrar hans á Reyðar- fjörð. Síðar fluttust þau í Egilsstaðaþorp og þar á Vilhjálmur lögheimili nú. Hann tók landspróf frá Eiðaskóla og stúdent varð hann frá Menntaskólan- um á Akureyri vorið 1954. Vilhjálmur brá sér þamœst út fyrir pollinn og var tvö ár við B-nám við Dartmouth háskóla í Bandaríkjunum, en hafði arkitektúr sem aðalnámsgrein. Vilhjálmur er nú lcennari við Laugarvatnsskóla og Jcennir þar algebru, náttúrufrœði, dönsku, mannJcynssögu og teikningu. Hann kveður óráðið Jivað Jiann taki fyrir í framtíðinni. Asamt kennslunni býr Vilhjálmur sig undir átöJcin á Evrópumeistara- mótinu, sem fram fer í Stokkhólmi nœsta sumar. Þar verða það helzt rússneskir þrístökkvarar, sem veita honum Jceppni. IsJandsmet Vilhjálms eru annars þessi: ÞrístöJck með atrennu, 16.25 m. og án atrennu 9.92 m., langstöJck með atrennu, 7.46 m, og án atrennu 8.44 m. Það er þríðji bezti árangur, sem náðst hefur i heiminum. Þá á Vilhjálmur einnig íslandsmet í hástökki án atrennu, 1.67 m. 34 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.