Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 37
Stóri Jón
(Framh. af bls. 21).
inn. Urðarfjölskyldan mun ekki lenda á
sveitina; — því heiti ég yður. Ekki á
meðan við drögum andann! Hins vegar
skiptir það mig litlu, á hvers kostnað
okkur kann að verða holað niður ....
Við tveir erum ekki skildir að skiptum;
við munum sjást aftur — á vissum stað!
Á ég að trúa yður fyrir því, hvar það
muni verða? lækkaði hann róminn og
laut að lágkúrunni, sem engdist sundur
og saman af handtaki hans — hvæsti
framan í hann! Sjáumst heilir í Helvíti!
— og hrinti honum frá sér um leið, óð
fram að dyrunum, en tókst svo óhönd-
uglega að opna, að hann hélt á hand-
fanginu, — fleygði því frá sér, spyrnti
hurðinni brotinni frá stöfum, strauk af
sér hópinn af hlustendum innan við búð-
arborðið, vatt sér yfir það og hvarf út
í skammdegisnóttina.
Forstöðumaður verzlunarinnar var
stundarkorn að ná sér eftir síðustu
dembuna, arkaði síðan út á hæla málóða
manninum, er haft hafði í heitingum við
hann: — í draugaglætu hrannaðra
himna sá hann kotkarlinn kjaftfora
greiða göngu sína inn á milli hraunhól-
anna. Með tóma pokann sinn milli
handleggs og rifja. Fari hann bölvaður!
Hvað átti hann vantalað við þann dóna?
Ekki gat hann farið að hrópa og kalla
hann heim aftur. Enda varð ekki úr
nema óverulegt gaul; — sem vonandi
enginn hafði heyrt; og hætti hann þá
við það.
Þegar kaupmaður gekk um búðina á
leið til skrifstofu sinnar aftur, var hann
eitthvað utangátta; annað hvort heyrði
hann ekki eða anzaði því ekki, þótt á
hann væri yrt. Skrúfstóllinn brakaði
undir honum, og bágt átti hann með að
átta sig á blöðum þeim, sem hann
gluggaði í — svona til málamynda. —
Hann ætlaði þá reyndar inn háls! Hvers
vegna fór hann ekki dalaleiðina? Var
það til að forðast, að nokkur skvldi
verða á vegi hans? — Bandóður gat
hann varla verið! . . . Varla svo, að
hann sæist ekki fyrir.
Hvað orðhákur sá sagði eða gerði
skipti annars ekki miklu máli. — þetta
hjal hans hafði ekki verið annað en
ómarksorð. Hitt var óneitanlegt, að væri
satt frá sagt, voru ástæður hans heirna
fyrir hinar aumlegustu. Og því ekki fyr-
ir það að taka, að hann kynni að hegða
sér eitthvað í þá átt, sem hann gaf í
skyn. Ekki fyrir það að taka — ónei.
Meira skapið í mannskrattanum! . . .
Hvað það snerti var Urðarbóndinn ekki
stórum betri en sjálfur hann. Og átti þó
minna undir sér!
Raumur eins og Stóri-Jón — tveggja
manna maki — ætti að vera til einhvers
nýtur. Ætti ekki að þurfa að betla um
brauð. Líklega var hann fnll stórgeðja til
að sjá sér skynsamlega farborða? — og
koma sér vel! Kaupmaður sá eftir því,
að hann skyldi ekki hafa stillt skap sitt.
Mér ætti að vera innan handar að
koma manni eins og Stóra-Jóni á réttan
kjöl, tautaði hann fyrir munni sér. Að
sitja í svelti á öræfum upp, — hvaða vit
er í því? Bústofn er engum bráðsóttur,
sízt með tvær hendur tómar. Og skulda-
bagga í ofanálag! Annars ætti hann held-
ur að heita Jón sterki; — hún verður ekki
gefin viðgerðin á hurðargreyinu. Hann
skal fá að borga hana, bannsettur!
Annars yrði Stóri-Jón varla hlaupinn
uppi héðan af; en hugsanlegt að ná hon-
um á hesti með sleða aftan í á gaddfæri.
En hver ætti svo sem að fara að elta
hann? Kaupmaður gat ekki með nokkru
móti fengið sig til að kalla á Grím og
skipa honum að beita þeim brúna fvrir
léttagrindina, — sem mundi hentugast.
. . . Stórgeðja var liann svo um munaði,
Urðarbóndinn! Samt sem áður; — kaup-
maður gat ómögulega farið að gera sig
að viðundri.
Hurðinni, sem að íbúðinni vissi, var
lyft hægt frá stöfum; kona kaupmanns
kom í gættina og sagði, að hann væri
eitthvað lasinn, hann Bjössi litli.
Hvað er að barninu? spurði faktorinn
felmtraður og rauk upp af skrúfstóln-
um, sem riðaði við svo óvæntan viðskiln-
að.
Hvað er að sjálfum þér, góði minn?
anzaði kona hans og gat ekki gert að sér
að brosa: Nei, hann Bjössi — ég held það
sé ekki annað en iðrakveisa. Hann er all-
an daginn í eldhúsinu og hámar í sig
kökur og annað gott; er á einlægu rápi út
og inn. En mér þætti vænt um, ef ein-
hver búðarmannanna mætti vera að því
að skreppa til læknisins; liann á meðal,
sem hefur reynzt mér svo vel, og stúlk-
urnar hafa svo mikið að gera. — Hvað er
að þér, góði minn? — heyrirðu ekki hvað
ég er að segja við þig?
Eg heyri, góða mín, að strákaulinn er
að minnsta kosti ekki að sálast úr sulti
— eins og sumir aðrir! anzaði kaupmaður
og bar ótt á: Búðarmennirnir hafa öðru
að sinna en að vera í hleypiförum eftir
meðalagutli við innantökum, — hann
Grímur ekki síður en hinir. Það er ann-
að, sem verður að ganga fyrir, elskan
mín! Eg held þú getir sent einhverja
kvensniftina, — ætli við verðum þar fyrir
uppiski-oppa með sætabrauð? Það væri
ný bóla, og mætti þó vel verða til að
spara okkur meðalakaup. Annars ætla ég
að biðja þig að tína saman af bakkelsinu
og öðru góðu í sykurkassa og láta það
ganga liðugt; — ég kem á stundinni og
sæki hann.
Kona kaupmanns dró auga í pung og
varð ekki að gjalti; kannaðist svo sem við
karl sinn, þegar þessi var gállinn á hon-
um; — spurði, hvað hann eiginlega ætti
við? Hverjum hann ætlaði að gefa köku-
kassann? . . . Þá var henni einnig í mun
að fá að vita, hvað komið hefði fvrir
hurðina milli búðar og skrifstofu? —
hvers vegna í ósköpunum leit hún þann
veg út?
Maður hennar bað hana þess lengstra
orða, að vera ekki með neinar refjar;
kvenfólk væri jafnan samt við sig, sagði
hann:
Annars er það hurðarböðullinn, sem
brauðkassinn er ætlaður — ef þú endi-
lega vilt vita það!
Að svo mæltu þaut hann fram í búð,
— sagðist hafa annað starf fyrir af-
greiðslumennina en að stjana undir kaup-
staðarbúa, sem ekkert lægi á. Grími skip-
aði hann án málalenginga að beita þeim
brúna fyrir sleðann, — léttasleðann!
Álíka stuttorður var hann við búðarlok-
urnar. Rauk svo inn í skrifstofu aftur og
lét á vasapela; — því fyrr sem hann
drægi dónann uppi, þess styttri yrði leið-
in heim aftur. Þá leið yrði hann að kjaga
fótgangandi; sá sér ekki annað fært en
að lána mannhundinum hestinn og sleð-
ann, að draga heim á birgðirnar.
Ja, þvílíkt og annað eins! . . . Því segi
ég það! . . . Nei, ekki dugir að ofklæða
sig.
Þegar búið hafði verið um föngin á
grindinni og þau traustlega reyrð við
rirnar, skorðaði þrýstni maðurinn skap-
bráði sig í ökusæti, greip illvígur taum-
ana, sveiflaði svipunni yfir þeim brúna
sínum, og hafði ekki með öllu lokið ein-
tali sínu:
Hann Iét sig hafa það að segja „í Hel-
víti"; það skal hann fá borgað, bannsett-
ur! . . . En hvað er að tarna? — launarðu
ofeldið með því að nenna ekki að hreyfa
þig, húðarjálkur!
SAMVINNAN 37