Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Side 41

Samvinnan - 01.12.1957, Side 41
heljarmikla dýfu og nálgaðist óðfluga lít- inn og snotran sveitabæ fyrir neðan okk- ur. „Hann er þarna í sveit strákurinn minn,“ sagði flugmaðurinn, Ragnar Kvaran, „ég flýg alltaf yfir bæinn, ef ég á leið hér um. Honum þykir vænt um það og kemur þá fram á hólinn og vinkar.“ En í þetta skiptið kom hann ekki fram á hólinn. Kannski hefur hann verið ein- hvers staðar að reka kýrnar eða hestana. Vélin var yfir Rangárvöllunum og áfram var haldið. Flogið var út til strandarinnar og fylgt henni alla leiðina. Það var farið að rofa mikið til, en þokan lá enn þétt. yf- ir hálendinu. Skyggni var sæmilegt þar til við komum yfir Vík í Mýrdal. Þar var þokan meiri, og meðan flogið var yfir Mýrdalssandinn grillti rétt í ströndina. En áfram var haldið og yfir Meðallandi fór aftur að rofa til. Það er ævintýri lík- ast að fljúga í svona lítlili vél, maður sér allt í kringum sig, og þegar flogið er lágt, er nálægðin við jörðina svo undarlega spaugileg, sérstaklega þegar flugmaður- inn er jafn ræðinn og fróður og þessi var. Hann kunni skil á öllu, sem fyrir augu bar: Þarna stóðu skipsmöstur upp úr sandinum, þarna eru Alviðruhamrar, og þarna lá selveiðarinn, sem lauk för sinni hér á suðurströndinni. Og þegar minnzt er á sel, má ekki gleyma því, að flogið var yfir ósana á söndunum. Flugmaður- inn gaf okkur bendingu um leið og hann steypti vélinni yfir einn ósinn. Sandhólm- arnir, sem höfðu fyrir augnabliki virzt algjörlega líflausir, urðu í einni svipan bráðkvikir. Selirnir, sem líkzt höfðu svo mikið sandinum tilsýndar að sjá, að við höfðum ekki komið auga á þá, vöknuðu upp við vondan draum og þustu hver um annan þveran niður til sjávar. Aldrei fyrr höfðum við séð slíka mergð af sel, þeir ultu þarna í tuga- eða hundraðatali. Það var engin leið að gera sér grein fyrir fjölda þeirra. Ingólfshöfði, Fagurhólsmýri, Breiða- merkursandur, og brátt lá Hornafjörður framundan. Flugmaðurinn kallaði upp Hornafjarðarradíó og tilkynnti komu okkar. Sá sem svaraði bað um veðurlýs- ingu. Flugfélagið var enn ekki búið að taka ákvörðun um flug á Hornafjörð, og hafði beðið um nákvæmar upplýsingar frá flugmanninum okkar. Gerði hann nú ýmsar athuganir og lét síðan vita um þær niður á jörðina, og var þeim komið áleiðis til Flugfélagsins. Flugferðin var á enda, vélin lenti jafn mjúklega og hún hafði tekið sig á loft í Reykjavík. A vellinum beið Asgrímur kaupfélagsstjóri og tók okkur opnum örmum. Var nú haldið heim í gistihúsið og þegar við höfðum snætt matinn, sem beið okkar þar, og komið föggunum fyrir, var enn haldið af stað. Það er langur akstur að Hrolllaugsstöðum frá Höfn, og þegar þangað var komið, beið okkar þriggja tíma undirbúningur fyrir fundinn. Það var því betra að láta hendur standa fram úr ermum og slóra ekkert á leiðinni. Seint um daginn heyrðust drunur í flug- vél. Það var vél Flugfélagsins. Með henni hefðum við aldrei náð í tæka tíð. Hrolllaugsstaðir, Mánagarður, Höfn. Þrír fundir á þrem dögum og síðan hald- ið úr umdæmi Kaupfél. A.-Skaftfellinga. Næsti áfangi var Djúpivogur, bærinn sem byggður er innanum klettaborgirn- ar og hvergi er hægt að sjá alveg yfir nema úr flugvél. Þaðan lá leiðin til Breiðdalsvíkur og síðan upp á Hérað. Áð- ur en við kvöddum Þorstein Sveinsson, kaupfélagsstjóra á Djúpavogi, bauð hann okkur út í Papey. Eyjan var skoð- uð undir leiðsögn Asgústs Gíslasonar, bónda þar, og að lokum þegið kaffi og góðgjörðir á heimili hans. Svignaði borð- ið undan kræsingum þeim, er húsfreyjan bar á borð, og hafði hún þó ekkert vitað fyrir um komu okkar. Búlandstindur hafði verði hulinn bak við skýjabólstra allt fram til þess er við héldum aftur til lands úr Papey, en nú lyfti hann hulunni og birtist okkur hinn tígulegasti. Við vor- um að verða úrkula vonar um að við fengjum að sjá tindinn. Ríkti því mikil gleði um borð vegna þessarar vinsemdar hans í okkar garð. Bíllinn klifrar upp Breiðdalsheiðina, brekkurnar eru brattar og krappar. Að baki er einn fundurinn og góðar ferða- óskir Péturs Sigurðssonar, útibússtjóra á Breiðdalsvík. Framundan eru þrír fundir hjá Kf. Héraðsbúa, sem allir verða haldnir í félagsheimilinu á Reyðarfirði. Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri, hafði Þuríður Arnadóttir leiðbeinandi á húsmæðra- fundunum um notkun Buttericksniða. gert miklar og góðar ráðstafanir fyrir fundina, svo sem hans var von og vísa. Ilann hafði látið ganga lista um allt fé- lagssvæðið, sem er ekki lítið um sig, og gefið þeim kost á að skrifa sig á, er vildu sækja fundina. Reyndust það vera nær þrjú hundruð konur. Tók hann það ráð að skipta hópnum í þrennt og sendi bíla kaupfélagsins eftir konunum og ók þeim síðan heim aftur. Þótt víða sæktu kon- urnar fundina langt að, þá mun hvergi annarsstaðar vera dæmi þess, að þær legðu upp í fimm tíma ferð þeirra vegna, en þess voru dæmi með „konurn- ar hans Þorsteins“. Sumar áttu t. d. heima uppi i Hrafnkelsdal og þær áttu að sjálfsögðu lengst að. En þótt ferðin væri löng hjá konunum og oft staðnæmst, þá virtist hún ekki hafa verið leiðinleg. Konurnar komu glaðar og ánægðar út úr bílunum, og ekki minnkaði hjá þeim ánægjan, þegar þeim var strax boðið að hinu veglegasta veizluborði í hóteli Örlygur Hálfdánarson, höfundur þessarar greinar, stjórnaði fundunum og talaði um hlutverk kon- unnar í samvinnufélögunum. SAMVINNAIl

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.