Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 43

Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 43
beztu þakkir fyrir komuna, og vænti þess, að þið hafið bæði gagn og gaman af þessari kvöldstund. Mjór er mikils vís- ir, segir gamalt máltæki. Hver veit nema að þessi fyrsti húsmæðrafundur verði til þess að við fáum fleiri slíka, og í þeirri von og trú að svo verði lýk ég máli mínu.“ Kaupfélagsstjórinn hefur lokið máli sínu og konurnar færa honum þakkir sínar með lófaklappi. Það hefur augsýni- lega fallið þeim vel í geð, að hinn ungi og atorkusami stjórnandi kaupfélagsins þeirra vill ekki láta staðar numið, heldur halda áfram að berjast og byggja upp, og að hann vill skapa börnum þeirra næg verkefni til að glíma við, er þau vaxa úr grasi. Þegar lófaklappið deyr út kemur annar ungur maður fram á sjón- arsviðið og ávarpar konurnar. Þetta er stjórnandi fundarins. Hann segir konun- um hvernig fundinum verði hagað, gerir stutta grein fyrir aðdraganda þess. að samvinnufélögin hafa hafizt handa á sviði húsmæðrafræðslunnar, og hvers vegna stofnun sú, sem hann er hér fulltrúi fyr- ir, fræðsludeild SÍS, hefur tekið að sér í samvinnu við kaupfélögin, að efna til húsmæðrafunda á þessu sumri. Hann lýkur máli sínu með eftirfarandi orðum: „Ef undirtektir húsmæðranna verða góðar og árangur að sama skapi, þá er það mikil hvatning til þess að leggja ekki árar í bát, þegar þessn sumarferðalagi lýkur, heldur halda áfram á þessu sviði. Kaupfélögin eru öllum opin, og ef þið hafið einhverjar óskir í þessum efnum, þá er það hægur vandi að koma þeim á framfæri á félagsfundum þeirra.“ Hann slær botninn í ávarpið, gengur að kvikmyndasýningartæki, Ijósin eru slökkt og nú erum við í myrkrinu með öllum konunum. Margur vildi vafalaust vera í okkar sporum núna. Ivvikmyndin líður yfir tjaldið, hún er í fallegum litum og skemmtilega tekin. Hún hefst úti á Norðursjó, um borð í sænskum síldar- bát. Sjómennirnir eru að innbyrða síld- artrollið og hleypa sprikklandi, gljáfag- urri drottningu fiskanna úr „pokanum“ ofan á þilfarið. Báturinn leggur leið sina að landi, þar sem síldinni er landað með nýtízku tækjum og flutt í frvstihús sænska sambandsins. Þar er hún, og raunar margt annað fiskmeti, sett inn í opið á vélasamstæðu og kemur eftir augnablik aftur út um annað op, bæði hausuð og flökuð. Þaðan ganga flökin að ann annarri vélasamstæðu, sem pakkar þeim inn. Hraðfrystingin er næsta skref- ið á þessari braut, og að henni lokinni fylgjum við vörunni eftir, með sérstökum frystibílum, til hinna ýmsu borga úti um landið. Þar bíða vörubílstöðvar eftir bíl- unum, og í þeim er varan geymd í hæfi- legum kulda þar til einhver kaupfélags- bíllinn kemur og sækir liana. ..Rjúfðu aldrei ískeðjuna,“ segir sá, er með mynd- inni talar. „Varan á að komast frosin frá framleiðslustað til húsmóðurinnar, ella skemmist hún.“ Myndatökumaðurinn bregður sér næst inn í kaupfélagskjörbúð, þar eru húsmæður að kaupa til helgar- innar. Og margt er á boðstólum og margt er valið. Ein þeirra kaupir hraðfryst grænmeti, kjöt og fiskmeti og hraðfryst- an ávaxtasafa o. fl. Hún heldur út úr búðinni. Myndatökumaðurinn hefur fengið að fylgjast með henni, því nú er- um við staddir í eldhúsinu hennar. Nei, bíðum við, hvað segir þulurinn? Nú, þetta er tilraunaeldhús sænsku sam- vinnufélaganna. Það var ekki að furða þótt það væri stærra en gengur og gerist og betur búið áhöldum. Meirihluti myndarinnar, eftir þetta, fer fram í tilraunaeldhúsinu. Starfslið þess sýnir, hvernig matreiða má ýmislegt lostæti úr því, sem húsmóðirin kom með úr kaupfélagskjörbúðinni sinni. Ef dæma skal eftir því, hvernig konurnar hér í salnum fylgjast með myndinni, þá mætti ætla, að efni hennar væri þeim vel að skapi. Þetta er Iíklega nýjasta aðferðin við kennslu í matartilbúningi, og virðist kvikmyndin vera hið bezta kennslutæki á þessu sviði sem fleirum. Myndinni er lokið, einhver kveikir ljósin og það er komið að nýju atriði á dagskránni; konunum er sagt og sýnt, Hér er einn hópurinn sem kom á fund hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði og Þorsteinn kaupfélagsstjóri stendur fyrir miðju. Þegar sýnikennslunni var lokið voru bornir fram nokkrir síldarréttir. Hér sjást við síldarborðið, Guðni B. Guðnason, kaupfélagsstjóri á Eski- firði ásamt nokkrum staðarmönnum. hvernig hægt er að notfæra sér hin svo- kölluðu Butterick-snið. Það er ung kona, frú Þuríður Árnadóttir, sem það annast, og hún byrjar á því að fá konunum í hendur myndskreytta verðlista. í þessum listum eru sýnd alls konar snið, bæði á konur og karla, börn og unglinga. Alls konar skýringar eru skráðar í listana, en þær eru á enskri tungu. Það er því vafa- laust mikill styrkur fyrir margar af kon- unum, sem nota sniðin, að fá skýringar á ýmsu, sem að þeim lýtur. Þuríður sýn- ir hvernig taka á mál, breyta má sniðum ef með þarf, hvort sem það er til þess að lengja þau eða stytta, auka í á einum stað eða taka úr á öðrum. Hún er þessu augsýnilega gagnkunnug, enda var þess getið áður en hún hóf mál sitt, að hún fór utan til Bretlands og kynnti sér Butterick-sniðin sérstaklega þar. Hún vinnur hjá kjörbúð SÍS í Reykjavík við sölu á sniðurn. Konurnar hafa mikinn áhuga fyrir erindi hennar, og margar varpa fram spurningum um sitthvað, sem þeim er ekki ljóst. Þuríður levsir greinilega úr öllum spurninguin og þegar hún hefur lokið máli sínu, fær hún mikl- ar þakkir frá áheyrendum. Þeir hljóta að vera orðnir mun fróðari um sniðin og suamaskap yfirleitt, jafnvel mér sjálf- um finnst í augnablikinu, að ég gæti saumað mér flík eftir Butterick-sniði. Þau eru víst orðin ærið mörg árin hjá sumum kvennanna síðan þær síðast sátu á skólabekk. Stjórnandi fundarins tekur tillit til þess og gefur þeim fimm mín- útna „frímínútur“ áður en lengra er haldið með fundinn. Komdu með mér, við skulum nota tækifærið og líta fram í eldhúsið, það hefur lagt þaðan svo góða matarlykt síðasta hálftímann. Frammi í eldhúsinu vinna nokkrar stúlkur af kappi við tilbúning síldar- (Framh. á bls. 49). SAMVINNAN 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.