Samvinnan - 01.12.1957, Page 45
leiðtogar bændafélaganna höfðu mesta
trú á útflutningi lifandi sauðfjár og salt-
kjöts, þó að hreyft væri umræðum um
útflutning á nýju, kældu kjöti, eins og
gert var á Alþingi 1909.
Starfsmenn Sambandsins unnu að
þessum markaðsmálum. Ekki var hægt
um vik að færa út kvíarnar á stríðsár-
unum, en Sambandið hafði þó tvær
skrifstofur erlendis, aðra í Kaupmanna-
höfn, en hina í New York. Skrifstofan í
New York var lögð niður eftir þrjú ár,
1920, en Guðmundur Vilhjálmsson hafði
veitt henni forstöðu. Höfðu beinar sigl-
ingar milli Islands og Ameríku þá lagzt
niður að mestu. A miðju ári 1920 var
opnuð skrifstofa í Leith og veitti Guð-
mundur Vilhjálmsson henni forstöðu.
Það féll mjög í hans hlut að athuga sölu-
möguleika á landbúnaðarafurðum í
Stóra-Bretlandi og var höfuðáherzlan
lögð á sölu lifandi sauðfjár og á kældu
dilkakjöti. — Var mönnum ljóst af fyrri
reynslu, að engar líkur voru fyrir sölu á
saltkjöti í Bretlandi. —
Tilraunir, sem gerðar voru með sölu á
sauðfé, báru lítinn árangur. Að vísu seld-
ist einn skipsfarmur til Belgíu 1923, og
tveir farmar til Bretlands 1924. Þessi sala
færði mönnum heim sanninn um það,
að engin von væri um hagkvæma sauða-
sölu til þessara gömlu markaðslanda,
enda var sáralítið til af sauðum í land-
inu, svo meginhlutinn af því fé, sem boð-
ið var til sölu, voru geldar ær á ýmsum
aldri. Hefði átt að taka upp sauðaút-
flutning að nýju í stórum st.il, hefði þurft
að breyta búnaðarháttum stórlega.
Skömmu eftir að Guðmundur Vil-
hjálmsson settist að í Leith, vakti hann
athygli á því, að Bretar flyttu inn fros-
ið kjöt í stórum stíj. Var að vísu gamall
fordómur á freðkjöti í Bretlandi, sem
einnig hafði borizt til íslands. Hér var
þó ekki um neina nýjung að ræða, því
Bretar höfðu flutt inn freðkjöt árlega frá
1880, aðallega frá Astralíu og Nýja-Sjá-
landi. Á stríðsárunum 1914—18 breytt-
ist skoðun almennings í Bretlandi á
freðkjötinu. Þá varð það almennings-
fæða og líkaði ágætlega. Eftir að stríðinu
lauk hélt almenningur þessum kjötkaup-
um áfram, þó að verð freðkjötsins væri
þá orðið miklu hærra, rniðað við verð á
nýju kjöti, en verið hafði fyrir stríð.
Jafnframt því að gefa svona upplýsingar
hvatti Guðmundur eindregið til þess að
hafinn yrði útflutningur á frosnu kjöti,
en þar sem bersýnilegt var, að Iangur
dráttur yrði á framkvæmdum, þar sem
bæði vantaði frystihús og fullkomið
flutningaskip, var að því ráði horfið að
flytja til Bretlands smásendingar af nýju
(kældu) og frystu kjöti með „GuIlfossi“
og „íslandi“ á árunum 1922—1925.
Þótt þessar tilraunir væru í smáum
stíl og sumar mistækjust, þá leiddu þær
í ljós, að þegar kjötið komst óskemmt á
brezkan markað, líkaði það vel, bæði
frosið og ófrosið, en þá jafnframt það,
að engar líkur voru til, að liægt yrði að
flytja út kælt kjöt svo nokkru næmi,
eins og margir höfðu haft trú á.
Tilraunir þessar og aðrar athuganir
á markaðsmöguleikum fyrir íslenzkt
dilkakjöt í Bretlandi gáfu góðar vonir
um að takast rnætti að vinna þar varan-
legan markað fyrir frosið kjöt. Hinn
ótryggi saltkjötsmarkaður í Noregi ýtti
einnig á eftir að leita nýrra úrræða. Eru
þessi markaðsmál allítarlega rakin í
grein, sem ég skrifaði í Tímann 2. febr.
1924. Á fundum kaupfélaganna og Sam-
bandsins voru þessi mál mikið rædd og
einnig var skrifað mikið um málið i blöð
landsins, einkum í sambandi við hinn
síhækkandi toll á íslenzka kjötinu í Nor-
egi. Emil Nielsen framkvæmdastjóri
Eimskipafélagsins skrifaði grein í Morg-
unblaðið, þar sem hann bendir á nauð-
syn þess að landið eignist kæliskip. —■
Til að fyrirbyggja misskilning skal það
fram tekið, að þó jafnan sé rætt um
„kæliskip“, sem gæti gefið til kynna, að
hér væri um að ræða kælingu aðeins, en
ekki frystingu, þá er í áðurnefndum
blaðagreinum gert ráð fyrir, að væntan-
legt kæliskip geti haldið —8° C. í lest-
unum. Reglur þær, sem enskir fræðimenn
gáfu okkur, voru á þá leið, að frysta
kjöt við —12° til —14° C„ en geyma
það við —8° til —10° C.
—oo—
I 25 ára afmælsiriti Eimskipafélags Is-
lands er þannig skýrt frá kaupunum á
„Brúarfossi“:
„Á Alþingi 1924 bar fjárveitinganefnd
neðri deildar fram tillögu til þingsálvkt-
unar um kæliskip, og var hún samþykkt
og afgreidd til ríkisstjórnarinnar (Alþt.
1924 A, þskj. 453, bls. 831—32). Á sama
þingi var og samþykkt áskorun til ríkis-
stjórnarinnar um að skipa 5 manna
nefnd til þess að rannsaka málið og beita
sér fyrir undirbúningi og framkvæmd
þess. Þann 26. júlí 1924 var nefnd þcssi
skipuð, og áttu sæti í henni þessir menn:
Emil Nielsen, framkvæmdastjóri, for-
maður, Carl Proppé, framkvæmdastjóri,
Iíalldór Kr. Þorsteinsson, skipstjóri, Jón
Árnason, framkvæmdastjóri og Tryggvi
Þórhallsson, síðar forsætisráðherra.
Nefndin klofnaði í málinu, og skiluðu
þessar mundir var verð á skipasmíðum
óvenjulega lágt. Stafaði það sumpart af
atvinnuleysi skipasmíðastöðvanna vegna
báðir hlutar áliti. Meiri hlutinn, er
skipaður var þremur hinum fyrst töldu
nefndarmönnum, lagði það til. að mál-
inu yrði frestað, þar til meiri reynsla
væri fengin um þennan útflutning og
frystihúsum hefði verið fjölgað á helztu
kjötútflutningshöfnum landsins. Hins
vegar lagði minni hlutinn, þeir Jón Árna-
son og Tryggvi Þórhallsson, það til, að
framkvæmd málsins yi'ði hraðað sem
rnest. í því skyni báru þeir fram tvö
lagafrumvörp, annað um lánveitingar úr
ríkissjóði til þess að reisa íshús, en hitt
um kaup á kæliskipi. Lögðu þeir til, að
undirbúningur yrði þegar hafinn til þess
að fullkomið kæliskip yrði keypt til
landsins og að Ieitað yrði samninga við
Eimskipafélag íslands um framlag
ákveðins hluta þess fjár, sem þvrfti til
skipakaupanna, enda tæki félagið að sér
rekstur og stjórn skipsins að öllu leyti.
Á þinginu 1925 var lítið aðhafzt í þessu
máli, enda tók Eimskipafélagsstjórnin
dauflega í slíka samvinnu á þeim grund-
velli, sem fyrir lá. Seinni hluta árs 1925
og í ársbyrjun 1926 fóru fram bréfa-
skipti milli ríkisstjórnarinnar og félags-
stjórnarinnar um kæliskipsmálið (Alþtíð.
A, þskj. 94, bls. 291—293). Féllst félags-
stjórnin á að láta smíða kæliskip gegn
því, að ríkissjóður legði fram 350.000 kr.
til skipasmíðanna í eitt skipti fyrir öll,
ásamt fleiri nánar tilgreindum skilvrð-
um. Að fengnum þessum samvinnu-
grundvelli við Eimskipafélagið var málið
svo tekið upp á Alþingi 1926. Hafði það
hinn bezta byr í gegnum þingið. Gekk
Alþingi að skilyrðum þeim. er Eimskipa-
félagsstjórnin hafði sett, og afgreiddi lög
um framlag til kæliskipakaupanna (lög
nr. 11, 15. júní 1926)
Þegar er séð var fyrir um það, hvern-
ig fara mundi um afgreiðslu málsins á
Alþingi, ákvað félagsstjórnin i samráði
við ríkisstjórnina að leita fyrir sér um
tilboð í smíði skipsins og útvega nauð-
synleg lán til verksins. Eftir að fengizt
höfðu loforð um lán þessi í Hollandi og
Danmörku, var gerður samningur um
smíði á skipinu þann 7. maí 1926 við
lægstbjóðanda, Köbenhavns Flydedok
og Skibsværft, en alls höfðu komið 7 til-
boð í smíðina. Kostaði skipið fullgert
1.396.000 íslenzkar krónur. Þær 350.000
kr„ sem ríkissjóður lagði fram, voru
strax dregnar frá bókuðu eignarverði
skipsins, þannig að skipið kostaði félag-
ið sjálft 1.046.000 kr. og var bókfært með
því verði. Ástæðan til þess, að undinn
var svo bráður bugur að því að semja
um smíði á skipinu, var bæði sú, að fé-
laginu lá á því að eignast sem fyrst skip
til viðbótar, og svo einnig hitt, að um
SAMVINNAN 45