Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Síða 51

Samvinnan - 01.12.1957, Síða 51
Kirkjugluggarnir á Bessastöðum (Framh. aj bls. 7). skyldi vera höfuðatriði hvers glugga, og láta mikilmenni íslandssögu ganga fyrir Gamla testamentinu. Táknmál myndanna er ekki tími til að rekja, en andlit eru mjög vel gerð, bæði þau sem byggð eru á söguheimild og hin, sem getið er til um. Litir eru sterkir og lýsandi og fer vel í djúpum glugga- kistum, svo mér finnst þegar, að þess- ir gluggar hljóti alltaf að hafa verið í kirkjunni. En svo er og um altaris- töfluna, að það er líkt og örlög að eiga völ á mynd, þar sem öll hlutföll falla svo vel við stóran og erfiðan bak- grunn. Eg ætla mér ekki að kveða upp neinn allsherjardóm, en vil aðeins láta í ljós þakklæti yfir því, að framkvæmd er öll eins og vonir stóðu bezt til. BrejTÍng á altari fylgir það, að hið ágæta krossmark og Kristslíkan Rík- arðs Jónssonar hefur verið flutt á miðjan langvegg kirkjunnar, og á, eins og áður, ríkan þátt í að setja svip á þetta guðshús. Og það er ekki óheppileg röð að byrja á suðurvegg, þar sem hin unga móðir, María, hamp- ar barni sínu, og láta sjónina svífa til altarisins, þar sem Kristur læknar — og hin illu öfl til beggja handa eru nánast á leið út úr rammanum. Þar næst til Fjallræðunnar og síðast til krossins á Golgata. Séra Hallgrímur sómir sér þar vel milli krossins og kenningarinnar. Og að lokum nokkur orð. Kirkjur virðast hafa verið vel bún- ar og skreyttar hér á landi fram á 16. öld, enda vegnaði þjóðinni þá betur. Góðir gripir entust illa í raka og kulda og kirkjur voru rúnar, sumpart undir því yfirskini, að skurðgoðadýrkun bæri að forðast. Margt góðra gripa mun hafa verið sent hingað til Bessa- staða, sem var kóngsgarður, frá klaustrum og víðar að, en nú sér þess engan stað. Og skurðgoðahætta staf- ar jafnvel síður frá góðum listaverk- um en skrælnuðum kennisetningum, sem ekki ná lengur til þess, sem þær áttu að tjá. Það er margt í trúarefn- um, sem betur næst í ljóði, litum og helgum táknum. Vér höfum verið orðsms menn, Islendingar, og heima- fenginn fjöðurstafur og kálfskinn beint gáfum og hæfileikum í eina átt. Kjörviður var hér fágætur, steinn ýmist of gljúpur eða of harður, og litir fágætir nema í landslagi. En nú eru nýir tímar mikilla möguleika, og var- anlegt byggingarefni leyfir nú góða geymd. Minnumst þess, að kristnin hefur verið þess umkomin á undan- förnum öldum að skapa göfuga list í litum, tónum og föstu efni. Vér erum arfsmáir í þessu tilliti, en nú er komið að oss, og efnamenn og „hið opinbera“, sem kallað er, á að sjá fyrir stórum viðfangsefnum í húsasmíði, högg- myndum, litmýmdum og hvers konar menning, sem hæfileikar eru til að skapa. Mér þykir vænt um, að við getum nú opnað kirkjuna aftur á sumarhátíð kristninnar, og hún mun standa öll- um opin, sem hingað leggja leið sína — ekki sízt á messutíma. Við höfum náð áfanga, sem við gleðjumst yfir — en verkinu mun haldið áfram, — þó minnugir þess, sem Salómon sagði við musterisvígsluna: „Sjá heiminn og himnanna himnar taka þig ekki, hve miklu síður þá þetta hús.“ Að svo mæltu býð ég yður og öll- um landslýð gleðilega hátíð.“ 7ií ttœyrdA tij ttihyar 1) Til þess að þetta sé hægt verður strikið að fara langsum eftir einni tínunni og skera hana síðar. Þessi lausn er eftir frægan svissneskan stærðfræðing, Leonard Euler. Hann skýrði yVr.i lausnina þannig: Lína hefur aðeins eina stærð, — lengd — og þvf er mögulegt að láta aðra lfnu fara eftir henni án þess að hægt sé að segja, að hún skeri línuna. 2) Rétt röð er C, B, D og A. 4) Takið fyrst eldspýturnar, sem merktar eru með H, E, J, Q, og til þess að tveir reitir verði eftir þarf að taka O og F. 5) Það eru 15 nef á teikningunni. 7) Þrautina er hægt að leysa í 16 hreyfingum á þennan hátt: 51 til 19, til 22, til 62, til 61, til 29, til 28, til 60, til 57, til 1, til 8, til 64, til 63, til 15, til 10, til 50, til 51. 8) Dragið línu gegn um augað á uglu, sem merkt er með 1, gegn um vinstra augað á uglu 2 og vinstra augað á uglu 4. Önnur línan fer gegn um hægra augað á uglu 2, vinstra augað á uglu 5 og augað á uglu 8. Þriðja línan fer gegn um hægra augað á ugiu 4, hægra augað á uglu 6 og augað á uglu 7. Fjórða línan fer gegn um bæði augun á uglu 3, hægra augað á uglu 5 og vinstra augað á uglu 6. 9) Línumar skal draga þannig: frá 32 til 11, frá 2 til 15, frá 6 til 23, frá 5 til 18 og 10 til 28. 10) Konan byrjaði auðvitað á þv,' að segja bíl- stjóranum, hvert hún ætlaði að fara og ttm síðir rann það upp fyrir henni, að hann hlaut að hafa heyrt það. 11) Adam og Eva hafa að sjálfsögðu ekki nafla, svaraði Sherlock Holmes. — Ja, heppinn ertu að þurfa ekki a8 fara út í annad eins veSur. SAMVINNAN 51

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.