Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 32
Árni Böðvarsson: Málfar unglinga „Orðfæð“ unga fólksins „Heimur versnandi fer“, hef- ur gamla fólkið jafnan sagt, og má það sjálfsagt til sanns veg- ar færa, sé með orðinu „heim- ur“ eingöngu miðað við hverja kynslóð um sig og eðlilega hrörnun hennar eftir þroska- árin. Og æði oft hafa hljómað háværar staðhæfingar þess efnis að „unga fólkið“ þekki ekki algeng islenzk orð, kunni ekki móðurmál sitt. En sann- leikurinn virðist þó sá að slikir dómar hafa lengstum ein- kennzt af einhliða viðhorfum þeirra sem ala í brjósti ein- hvern nagandi ótta vegna þess að „ungu kynslóðinni" sé ekki með öllu trúandi fyrir þeim verðmætum sem hún hlýtur að taka við þegar tímar liða. Hér verða rædd fáein atriði þessa máls, reynt að greiða úr nokkrum þáttum þess, ef verða mætti einhverjum lesanda til skilningsauka á þessari marg- umræddu eigind „ungu kyn- slóðarinnar“. — Má ég skjóta þvi hér inn til skýringar að nafngiftin „unga kynslóðin" er oft notuð í nokkuð óljósri merkingu, þó einkum til að að- greina einhverja óljóst afmark- aða aldursflokka fólks frá eldri aldursflokkum. Gjarnan er þá einhver tiltekinn geðblær lát- inn fylgja orðinu, hrós, last, öfundarkeimur, ■ önuglyndi, hópkennd og samábyrgð ald- ursflokksins, og svo framvegis. Umræður með slikum viðmið- unum eru ekki vel fallnar til að bæta skilninginn á viðfangs- efninu, og þess vildi ég biðja lesendur þessa greina korns að þeir reyndu að losna sem nrest undan slíkum viðhorfum við lesturinn, vilji þeir gera sér efnið ljósara. Sé litið á málfar unglinga í heild, til að geta dæmt um það af skilningi, verður fyrst að svara þeirri spurningu hvort viðfangsefni þeirra séu hin sömu og tíðkaðist meðal unga fólksins fyrir nokkrum áratug- um, en allir munu vera sam- mála um að svo sé ekki. Breyt- ingar í þjóölífinu, atvinnuhátt- um, gildismati og lífsviðhorf- um í heild eru það miklar að umræðuefni hafa breytzt veru- lega, líklega meira en nokkurn tíma hefur áður gerzt við nokkur kynslóðaskil hérlendis. Þessar breytingar eru aðeins að nokkru leyti af völdum tækni og breyttra lífshátta, ekki síður vegna tízku og smit- andi hugsanagangs. í þessu sambandi skulum við láta liggja milli hluta hvort þessar breytingar á lífsviðhorfum eru til góðs eða ekki; þær hafa gerzt og eru að gerast. Til þeirrar staðreyndar verður að taka tillit, þegar meta skal málfar kynslóðar sem hefur orðið fyrir breytingunum. Það er sem sé „sök“ þróunar- innar að áhugaheimur unga fólksins er i verulegum atriðum annar en áður var, en hins vegar skyldi enginn ætla annað en unga kynslóðin nú á dögum þekki sinn áhugaheim, alveg eins og eldri kynslóðir hafa gert meðan þær voru á hennar reki. Vitanlega hefur unga fólkið nú á tímum glatað niður (eða eigum við heldur að segja „ekki náð að festa með sér“?) nokkru af orðaforða eldri kynslóðar- innar, en það gera raunar allar kynslóðir. Ég tel meira að segja vafamál hvort unga fólkið nú hefur á þennan hátt „glatað“ meiru af orðaforða næstu kyn- slóðar á undan en hún hefur misst niður af orðaforða þeirra sem voru næstir á undan henni. Þegar yngri kynslóð tekur við af eldri, tekur við reynslu og að einhverju leyti lífsvið- horfum eldri kynslóðar, lærir hún um leið það orðafar sem heyrir þar til. En hér er á það að líta að enginn lærir málið nákvæmlega eins og eldra fólk- ið kunni það. Með hverri kyn- slóð sem fellur í valinn, glatast eitthvað í máli, og hver ný kynslóð kemur með einhverjar nýjungar að þessu leyti. Þá má og minna á það að enginn ein- staklingur lærir málið ná- kvæmlega eins og eldra fólkið kunni það, enginn maður talar í öllum atriðum eins og foreldr- arnir. Með öðrum orðum: Málið breytist sífellt við tilfærslu milli kynslóða, en þessar breyt- ingar verða þeim mun minni sem lífshættir samfélagsins kynslóð eftir kynslóð eru ó- hagganlegri. Þegar af þessum sökum hljóta að vera meiri skil i máli milli kynslóða nú en lengstum áður. Slíkar breyt- ingar þurfa þó ekki að ná til annars en orða um hluti og atriði sem eru annars vegar að hverfa úr samfélaginu og eldri kynslóðin þekkir vel — eða hins vegar að koma fram og lenda þvi meira á þekkingar- sviði yngri kynslóðar. í þessu sambandi vaknar þá sú spurning hversu mikla áherzlu beri að leggja á að kynna ungu fólki þá hluti, þau atriði og það gildismat sem réð lífi eldri kynslóða i landinu, og þá sem fróðleik, menntandi til skilningsauka á mannlifinu. Þar hlýtur að koma til kasta skóla, safna og allra þeirra að- ila sem tök hafa á að veita slíka þekkingu. Slíkri fræðslu um horfin atriði hlýtur að fylgja kynning á þeim orðum sem heyrðu þar til. Sem dæmi um þetta má nefna verkfæri og heiti á þeim (orf, skammorf, reiðingur, spyrðuband o. s. frv.) eða þætti daglegs lífs (kvöld- vaka, húslestur, guða á glugga, orlofsnætur, bera á völl o. s. frv.). Hrifsað úr orðabelg Ekki verður um það villzt að málfar i mótun (það er málfar unglinga, en síður málfar full- orðins fólks sem er tekið að stirðna við nám) lætur undan tízku miklu meira nú en áður var, og kemur þar ýmislegt til. Hér skal minnzt á tvennt. Ann- ars vegar eru utanaðkomandi áhrif miklu hraðvirkari nú en áður var, smitandi hugsana- gangur sterkari eða áhrifarik- ari. Hins vegar hafa breyttir samfélagshættir valdið þvi að börn og unglingar læra miklu meira málfar hvert af öðru, af jafnöldrum sínum, en áður var, enda verður þess glögglega vart að hópeinkenni máls eru al- gengari meðal aldursflokka unglinga en annarra samfé- lagshópa. Þetta málfar unglinga er oft litríkt, þrungið tilfinningu og myndrænt í mesta máta, og skulu hér sýnd nokkur dæmi þess. Eitt af einkennum þessa sér- stæða unglingamálfars eru málbrögð sem nefna mætti um- hvörf, það er orð notuð i um- hverfri merkingu, öfugri merk- ingu við hina venjulegu. Gildir þetta bæði um last og lof. Til að mynda talar þetta fólk um að eitthvað sé ógeðslega, sóða- lega, viðbjóðslega, ferlega, skuggalega, ofsalega, ofboðs- lega, æðislega, ískyggilega fall- egt, en hins vegar: Þetta lag er alveg ferlegt, þ. e. ljótt eða leiðinlegt. Það er hrós um mann að segja að hann sé geggjaður, æðislegur, eða geggjaður, truflaður, brjálaður, skræpóttur persónuleiki. Um eitthvað verulega hrósvert ein- hverra hluta vegna er sagt fer- lega klárt, alveg æði, gasalega truflað, klistrað, dópað, geggj- að, dásamlega ljótt, ruddalega fallegt, ruddalega smart, ógeðs- lega flott, það er alveg drulla, og það er mikið hrós um pilt að kalla hann brjálæðislega, rosalega, æðislega töff. Hins vegar er það ekki mikið hrós að kalla eitthvað ágætt (ein- hver nemandi sagði að sú ein- kunn benti til þess að 30—40% verkefnisins hefði verið leyst rétt), en það er beinlinis last og getur víst ekki verið annað að segja um mann að hann sé imbi, lúði eða algjör lúði, púkó, asnó, bjánó, júði, fábi (= fá- bjáni), lummulegur, lummó, hallærislegur eða halló (með dl-framburði eins og í hallæri), alger auðn (um konu sem hef- ur enga kosti nema fríðleik). Ofsareiður maður er kallaður röndóttur af reiði (fyrir nokkr- um áratugum var þetta kallað hvítglóandi af reiði). „Djöfull er þessi kjóll ógeðslega fallegur. Nýja teppið er. alveg geðveiki." er hvort tveggja mikið hrós. Bifreiðin er kölluð brak (eink- um sé hún heldur léleg) eða tryllitæki (ódulið hrós um kraftmikinn bíl, háð um kraft- lítinn) eða bara tæki, apparat, trog, drusla, kar, kaggi, kerra. Siðan er talað um að fara, brenna (á stað), gefa, róta, spæna, trylla, tæta um að taka harkalega af stað, gefa í botn, kitla pinnann; klossbremsa, negla niður, punkta um að snögghemla, ökuskírteinið er kallað teinið, bílstjórinn dræfer og dræfa um að aka yfirleitt. Um stúlkur almennt eru not- uð orð eins og tjása, meri, pía, flott pía, pæja, spúsa, skvísa, flyðra, sjúlla, fýsa (ofsalega falleg stúlka), plastikpía (upp- gerðarleg stúlka), smart grýla (mikið hrós um stúlku), beibí, boddí eða bomba eða kroppur (vel vaxinn kvenmaður), fjall- kona (hávaxin og sköruleg stúlka), skúta (fyrirferðarmikil um sig), skutla. En um pilta almennt eru notuð orð eins og peyi, svæs gæ (kaldur strákur, niðrandi), gæ, gaukur, gaur; hasa, blasa, svaka töff; töffari (sá sem gerir sér far um að ganga í augun á stúlkum), töff gaur (myndarlegur og vel klæddur), röff töff (smart og spennandi strákur), draumur eða engill (góður og tillitssam- ur, stundum með alveg fyrir framan til áherzlu). Foreldr- arnir eru kallaðir þau gömlu, sá gamli, sú gamla, karlinn, kerlingin, gamla konan, gamli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.