Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 16
Jón Aðalsteinn Jónsson:
íslenzk
hreintungustefna
orðið fram yfir nýgervinga sem
af einhverjum ástæðum féllu
ekki í smekk manna.
Niðurstöður
Við skulum nú að lokum
reyna að draga saman í stuttu
máli nokkur meginatriði. Víkj-
um fyrst að málfræðinni. Þar
er brýnust nauðsyn að fá kenn-
urum í hendur betri bækur
handa öllum skólastigum. Til-
gangslaust er að bíða þess að
einhverjir menn rísi upp og
semji þvílíkar bækur ótilkvadd-
ir. Þar þarf fræðslumálastjórn-
in og samtök kennara að skipu-
leggja starfið. Æskilegast væri
að þar væru að verki sérfræð-
ingar með næga þekkingu á
nútímamálfræði og reyndir
kennarar. Þessum mönnum
verður að skapa starfsaðstöðu
til að vinna að samningu nýrra
kennslubóka samkvæmt áætl-
un sem gerð sé helzt fyrir öll
skólastigin svo að samræmi fá-
ist í kennsluna fram að stúd-
entsprófi. Án nýrra kennslu-
bóka er ekki von til að veruleg
breyting geti orðið á málfræði-
kennslu í skólunum.
í annan stað þarf athugunar
við hvort ekki sé jafnbrýn
nauðsyn að breyta um viðhorf
til kennslu í málnotkun og
túlkun á rituðu máli. Þar er
ég hræddur um að allt of lítil
áherzla hafi verið á það lögð
í skólum landsins að gera nem-
endum grein fyrir mismunandi
tegundum máls, gera þeim ljóst
að það sem getur verið rétt og
skynsamlegt í einu samhengi,
einum stíl, er ótækt á öðrum
stað. Reglustrekkingur sem
sker öll fyrirbæri málsins nið-
ur við sama trog getur aldrei
leyst neinn vanda; hann getur
hins vegar leitt út í hreinar
fjarstæður, komið mönnum til
að berja höfðinu við steininn
og afneita málbreytingum sem
hafa verið lifandi mál öldum
saman.
Auðvelt ætti að vera að
benda nemendum á fjölbreyti-
leik málsins bæði út frá bók-
menntum og frá lifandi máli.
Einfalt er að sýna fram á stað-
bundin sérkenni í framburði og
staðbundnar merkingar ýmsra
algengra orða. Sé nemendum
samtímis gert ljóst að í þessum
tilvikum eru afbrigðin jafn-
rétthá, eitt er ekki réttara en
annað, þó að eitt kunni að vera
upprunalegra, þá er mikið unn-
ið. Sama sjónarmiði má þá
beita við ýmsar málbreytingar
sem eru ekki viðurkenndar í
eldra ritmáli: þær skulu ekki
fordæmdar skilyrðislaust, þeg-
ar þær eru orðnar algengar i
mæltu máli. Engin ástæða er
til að banna tvímyndir í mörg-
um tilvikum; þær geta sem
bezt átt heima hver i sínum
stíl, sínu samhengi. Með þessu
er ég engan veginn að mæla
þvi bót að alls konar ambögur
séu látnar afskiptalausar, síð-
ur en svo. En menn verða að
vega og meta hvað séu mál-
spjöll og hvað ekki. Menn geta
skrifað þrautleiðinlegan og
klúðurslegan stíl þó að þar
finnist hvorki nein málfræðileg
villa samkvæmt skólareglum né
nokkur frávik frá lögboðinni
stafsetningu. Hinsvegar er til
að menn geti skrifað ágætlega
þó að þeir kunni hvorki staf-
setningu né málfræði. Reglur
eru að vísu þarflegar til að
tryggja samræmi í bókmáli og
auðvelda skilning, en þær eru
engin trygging fyrir góðum
stíl, og séu menn hræddir við
þær, þori ekki að skrifa eins
og þeim er eðlilegast, þá eru
þær til beinnar bölvunar.
Meginsjónarmið mitt er það
að menn eigi að temja sér hóf-
semi í þessum málum. Ég trúi
hvorki á stranga hreintungu-
stefnu né algjört aðhaldsleysi.
En grundvöllur allrar afstöðu
til málsins og málbreytinga
verður að vera staðgóð þekking
á þróun málsins; þar duga nú-
verandi kennslubækur skammt.
Sé ráðizt á svonefndar málvill-
ur, verða menn að vita hvers
eðlis þær eru áður en lagt er
út í bardagann, annars er hætt
við að menn lendi í viðureign
við vindmyllur. Reglustrekk-
ingur og einstrengingsháttur
leiðir til þess eins að breikka
bilið milli talmáls og ritmáls,
og felur auk þess í sér þann
háska að menn fari að skrifa
steindautt og sviplaust mál af
tómri hræðslu við að brjóta
einhverjar reglur, raunveru-
legar eða ímyndaðar. Menn
skyldu aldrei gleyma því að
málfræðireglur skólabóka eru
leiddar af málinu eins og það
birtist í bókum, þær eru aðeins
lýsing á ákveðnu málkerfi, en
skapa hvorki mál né stíl. Góður
stíll verður ekki til nema hann
taki mið af málvenju samtíðar
sinnar, og það eins þótt hann
sé í órjúfanlegum tengslum við
eldri bókmenntir.
Einmitt þetta virðist mér sé
kjarni málsins: að skóla-
kennsla i íslenzkri tungu geri
þessum sjónarmiðum jafnhátt
undir höfði: samhenginu við
eldri málsstig eins og þau birt-
ast i bókmenntum okkar frá
upphafi, og lifrænum tengsl-
um við samtíðarmál eins og
það er talað af alþýðu manna.
Jakob Benediktsson.
Þegar ritstjóri Samvinnunn-
ar fór þess á leit við mig, að ég
ritaði í þetta hefti um hina svo-
nefndu hreintungustefnu móð-
urmálsins, mun hann ekki hafa
gert það af því, að ég geti öðr-
um fremur talizt sérstakur
fulltrúi þeirrar stefnu. Ég hygg,
að ástæðan sé sú, að á siðast-
liðnum vetri ræddi ég nokkuð
um þetta mál — að gefnu til-
efni — í þættinum íslenzkt
mál í Ríkisútvarpinu. Á síðari
árum hefur sem sé bryddað á
þeirri skoðun, að munur á tal-
máli og ritmáli sé að verða of
mikill í íslenzku og það jafn-
vel svo, að sumir þori tæplega
að tjá sig á prenti. Hefur því
og verið haldið fram, að hér
eigi ekki lítinn þátt í einstreng-
ingsleg móðurmálskennsla í
skólum landsins.
Enda þótt ég hafi vissulega
ekki ætlað mér að rita um
þessa hluti í blöð, vil ég ekki
skorast undan eindregnum til-
mælum ritstjóra blaðsins, enda
skilst mér, að i þessu hefti birt-
ist greinar um íslenzkt mál, þar
sem margs konar sjónarmið
munu koma fram. Þeim mun
síður vil ég láta þetta tækifæri
ónotað, þar sem ýmsir „nýj-
ungamenn" reyna að læða því
inn meðal almennings, að þessi
hreintungustefna sé að mestu
komin fram á síðustu áratug-
um og það fyrir tilstuðlan mis-
viturra og oft þröngsýnna móð-
urmálskennara.
Þegar þetta er haft i huga, er
einsætt að íhuga, hver var af-
staða fyrri tíma manna til mál-
verndar og andæfingar gegn
erlendum tökuorðum. Hér vil
ég benda lesendum á grein eft-
ir Árna Böðvarsson cand. mag.,
sem birtist í ritinu Þættir um
íslenzkt mál og kom út 1964.
Verður hér stuðzt við ýmislegt
úr þessari grein Árna, sem
hann nefnir: Viðhorf íslend-
inga til móðurmálsins fyrr og
síðar.
Eins og alþjóð veit, hefur
samband milli fornmáls og ný-
máls íslendinga aldrei rofnað
með öllu, enda þótt bæði fram-
burður og orðaforði hafi breytzt
nokkuð í tímans rás. Þetta lítt
rofna samhengi hefur mjög
stuðlað að varðveizlu íslenzks
þjóðernis. Hin sérstæða ís-
lenzka bókmenning, sem hófst
á 11. öld, veldur hér miklu um.
Ekki eru heimildir fjölskrúð-
ugar um viðhorf íslendinga til
tungu sinnar fram að siðskipt-
um, en þá urðu miklar breyt-
ingar í íslenzku þjóðlífi, bæði
í andlegum og veraldlegum
efnum. Prentverk flyzt inn í
landið um þessar mundir og
farið er að prenta bækur á ís-
lenzku.
Þegar hér er komið, er orð-
inn verulegur munur á máli
íslendinga og frænda þeirra,
Norðmanna og Dana, enda
höfðu hinir síðarnefndu fjar-
lægzt mjög sameiginlega tungu
með fjölda tökuorða úr erlend-
um málum, einkum úr þýzku.
Aftur á móti gerðu órofatengsl
íslendinga við fornmenntir sín-
ar og eins fjarlægð frá öðrum
þjóðum það ógerlegt fyrir hina
dönsku herraþjóð að láta ís-
lendinga fá biblíu og annað
guðsorð á dönsku máli, eins og
þeir gátu gert við Norðmenn.
Hér skildi milli feigs og ófeigs,
enda týndu frændur okkar í
Noregi sínu gamla máli alger-
lega á næstu öldum, nema að
því leyti sem það lifði í af-
skekktum mállýzkum og þá
smám saman ærið blandað. ís-
lendingar fengu aftur Nýja
testamentið á íslenzku þegar
1540 og biblíuna 1584.
Hinn lúterski rétttrúnaður
reyndi strax í upphafi að út-
rýma kaþólskum helgikvæðum.
Af því leiddi, að fyrstu bisk-
upar í lúterskum sið þýddu
sálma á móðurmál okkar og þá
auðvitað úr því máli, sem rétt-
trúnaðurinn kom, þ. e. þýzku.
Alkunna er, að þessar sálma-
þýðingar eru einn hinn versti
leirburður, sem komið hefur út
á íslenzku, enda ofbauð mönn-
um svo, að andófs gætti þegar
í stað.
Ekki er rúm til að fjölyrða
um þetta í þessari grein, en þó
verður ekki komizt hjá að
minnast á menn eins og Guð-
brand biskup Þorláksson og
Arngrím Jónsson lærða. Guð-
brandur biskup varð umsvifa-
mestur í íslenzku menningarlífi
fyrir og eftir 1600, enda stýrði
hann einu prentsmiðju lands-
ins. Má fara nærri um það,
hversu slíkur maður gat áorkað
um meðferð tungunnar. Varð
það íslenzkunni til happs, að
hann hóf upp merki hinnar
fornu tungu og freistaði þess
16