Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 9
læknismeðferð þegar í stað, þar eð hann hefði skyndilega orðið vitskertur. Freud fannst að hér væri einum of langt gengið og hróp- aði reiður: — Læknismcðferð um miðja nótt? Þér hljótið að vera viti yðar fjær! Ludvig Fulda (1862—1939) var mjög afkastamikið þýzkt leikskáld, sem var ekki metinn að verðleikum, að því er hon- um sjálfum fannst. Eitt sinn varð honum að orði: — Ef rithöfundur á að hljóta hylli í Berlín, verður hann annaðhvort að vera dauður, spilltur eða útlend- ingur. Bezt gengur manni náttúrlega, ef hann er dauður, spilltur útlendingur. Georg II (1683—1760), kon- ungur á Englandi frá 1727 til dauðadags, var mikill tónlist- arunnandi. Hann gerði sér sér- stakt far um að verða góður fiðluleikari, en sú mikla fyrir- höfn virðist hafa borið næsta fátæklegan árangur. Tónlist- arkennari hans, Johann Peter Salomon, var ekki einasta góð- ur kennari, heldur líka mjög hreinskilinn, og eftir kennslu- stund þar sem frammistaða konungs hafði verið venju fremur léleg missti hann um síðir þolinmæðina og sagði: — Yðar hátign, það má skipta tónlistarmönnum í þrjá flokka — þá sem leika vel, þá sem leika illa, og þá sem alls ekki geta leikið. Þér eruð nú kominn upp í annan flokk. Jarlinn af Kinsale á írlandi hefur samkvæmt gamalli erfða- venju rétt til að hafa hattinn á höfðinu, einnig í návist kon- ungs. Eitt sinn neytti jarlinn af Kinsale þessa réttar síns í áheyrn hjá Georg II og tók ekki ofan höfuðfatið í návist konungs allri hirðinni til mik- illar furðu. Þegar Georg II kom um síð- ir auga á hinn þóttafulla jarl, gekk hann yfir til hans og sagði vingjarnlega: — Þér gleymið, herra rninn, að hér eru dömur. Georg II var oftsinnis hvatt ur til að sæma hertoganafn- bót greifa nokkurn, sem var þekktur fyrir kvenlega fram- komu. Konungur vísaði öllum slíkum tilmælum á bug, hve- nær sem að honum var lagt. Dag einn heimsóttu hann tvær hefðarfrúr í sömu erind- um. Georg II svaraði þeim bro- andi, að hann héldi fast við þá ákvörðun sína að gera greif- ann ekki að hertoga. En þar scm sér væri erfitt að þver- neita bónum tveggja vildar- kvenna, sagði hann, þá hefði hann afráðið að gera greifann að •— hertogafrú. Edward Gibhon (1737-1794), hinn frægi sagnfræðingur og höfundur stórverksins „Hrörn- un og hrun Rómaveldis“, var ástfanginn af hinni fögru lafði Elizabeth Foster, en átti illu heilli skæðan keppinaut þar sem var tiltekinn franskur læknir. — Þegar lafði Elisabeth er orðin sjúk af heimskulegu andríki yðar, sagði læknirinn við Gibbon, ætla ég að lækna hana. — Og þegar lafði Elizabeth er dáin eftir læknismeðferð yðar, svaraði Gibbon, ætla ég að gera hana ódauðlega. Ostaog' smjörsalan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.