Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 9
læknismeðferð þegar í stað,
þar eð hann hefði skyndilega
orðið vitskertur.
Freud fannst að hér væri
einum of langt gengið og hróp-
aði reiður:
— Læknismcðferð um miðja
nótt? Þér hljótið að vera viti
yðar fjær!
Ludvig Fulda (1862—1939)
var mjög afkastamikið þýzkt
leikskáld, sem var ekki metinn
að verðleikum, að því er hon-
um sjálfum fannst. Eitt sinn
varð honum að orði:
— Ef rithöfundur á að
hljóta hylli í Berlín, verður
hann annaðhvort að vera
dauður, spilltur eða útlend-
ingur. Bezt gengur manni
náttúrlega, ef hann er dauður,
spilltur útlendingur.
Georg II (1683—1760), kon-
ungur á Englandi frá 1727 til
dauðadags, var mikill tónlist-
arunnandi. Hann gerði sér sér-
stakt far um að verða góður
fiðluleikari, en sú mikla fyrir-
höfn virðist hafa borið næsta
fátæklegan árangur. Tónlist-
arkennari hans, Johann Peter
Salomon, var ekki einasta góð-
ur kennari, heldur líka mjög
hreinskilinn, og eftir kennslu-
stund þar sem frammistaða
konungs hafði verið venju
fremur léleg missti hann um
síðir þolinmæðina og sagði:
— Yðar hátign, það má
skipta tónlistarmönnum í þrjá
flokka — þá sem leika vel, þá
sem leika illa, og þá sem alls
ekki geta leikið. Þér eruð nú
kominn upp í annan flokk.
Jarlinn af Kinsale á írlandi
hefur samkvæmt gamalli erfða-
venju rétt til að hafa hattinn
á höfðinu, einnig í návist kon-
ungs. Eitt sinn neytti jarlinn
af Kinsale þessa réttar síns í
áheyrn hjá Georg II og tók
ekki ofan höfuðfatið í návist
konungs allri hirðinni til mik-
illar furðu.
Þegar Georg II kom um síð-
ir auga á hinn þóttafulla jarl,
gekk hann yfir til hans og
sagði vingjarnlega:
— Þér gleymið, herra rninn,
að hér eru dömur.
Georg II var oftsinnis hvatt
ur til að sæma hertoganafn-
bót greifa nokkurn, sem var
þekktur fyrir kvenlega fram-
komu. Konungur vísaði öllum
slíkum tilmælum á bug, hve-
nær sem að honum var lagt.
Dag einn heimsóttu hann
tvær hefðarfrúr í sömu erind-
um.
Georg II svaraði þeim bro-
andi, að hann héldi fast við
þá ákvörðun sína að gera greif-
ann ekki að hertoga. En þar
scm sér væri erfitt að þver-
neita bónum tveggja vildar-
kvenna, sagði hann, þá hefði
hann afráðið að gera greifann
að •— hertogafrú.
Edward Gibhon (1737-1794),
hinn frægi sagnfræðingur og
höfundur stórverksins „Hrörn-
un og hrun Rómaveldis“, var
ástfanginn af hinni fögru lafði
Elizabeth Foster, en átti illu
heilli skæðan keppinaut þar
sem var tiltekinn franskur
læknir.
— Þegar lafði Elisabeth er
orðin sjúk af heimskulegu
andríki yðar, sagði læknirinn
við Gibbon, ætla ég að lækna
hana.
— Og þegar lafði Elizabeth
er dáin eftir læknismeðferð
yðar, svaraði Gibbon, ætla ég
að gera hana ódauðlega.
Ostaog' smjörsalan
9