Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 5
ferð þessara ljóða, sem bæði fjalla um skeikulleik orðsins: FáiÖ mér dýnarnit til aO sprengja i loft upp öll þessi orO sem eru að drepa okkur með lygi og leiöindum. (Sigurður A. Magnússon: Orð). Ég vildi geta sagt þér allt, en hvernig sem ég aga hugann i leit að dýpstu merkingu orða, i leit að hversdagsmerkingu orða, þá finn ég aldrei aldrei neitt sem verði sagt til fulls. (Jón Óskar: Hugsun og orð). Hér er meðferð efnisins gjör- ólík. Sigurður er gagnorður og búinn að kasta nær öllum höft- um hefðar frá sér. Hann notar hvorki punkta né kommur. Orð hans eru róttæk. Hann vill deyða orðin með dýnamíti. Jón Óskar, sem ég tel miklu persónulegri í meðferð sinni á efninu, er aftur á móti hægur. Hann býsnast út af því að orð- in séu ekki nógu meðfærileg til að tjá sig með. Hann er einnig mælskari og „fegurri" í list sinni. (Ekki þar með sagt að verk hans séu fegurri). Ég verð að segja, að mér þykir það leitt, afi minn, að þú skulir vera einn af þeim þröngsýnu hefðarprédikurum, sem eru alltof margir í þessu landi. Þú segir: „...það sem kallast „ljóð“, en eru engin ljóð á íslenzkan mælikvarða ..“ Raunar kemur föðurlandsást þín greinilega í ljós í þessum fáu orðum, en einnig leiðinleg þröngsýni. Svo sannarlega var mér þannig innanbrjósts, er ég las þetta, að ég gat tekið undir með skáldinu, sem meitlaði þessa setningu svo snilldarlega: Mér fannst ég finna til. Afi minn, þú veizt að flest fegurstu ljóð þessa lands eru háfleyg; þau eiga sér engin takmörk. Þau fljúga létt um himinhvolfið, laus við þrengsli, bönn og ófrelsi. Hvers vegna þurfa þau að eiga sér bústað í formi? Þú getur séð (vona ég) að ljóð er ekki form. Er það ekki gott og ber ekki að fagna því, að ljóðið hefur kastað af sér öllum lífstykkjum, sem eiga það til að eyðileggja vöxt og þrengja óbærilega að. Ef þú hugsar um þetta mál, afi minn, þá hlýtur þú að svara játandi. Annað er það sem oft á tíð- um má sjá, að fundið er nú- tímaljóðum til foráttu. Það er að þau séu óskiljanleg. Auð- vitað eru þau óskiljanleg þeim sem lesa þau einu sinni yfir með þá vissu fyrir, að þau séu óskiljanleg. En gáðu betur, afi minn. Lestu nútímaljóð opnum huga, án þess að þykjast vera svo viss um, að þessir ungu herrar séu bögubósar. Þegar þú kallar þá bögubósa, á ég bágt með að verjast brosi. Tæplega geta þessi skáld kallazt bögu- bósar. Sá sem bögugósi kallast er ófrumlegur og óhagmæltur. Ég vil meina að þau atómskáld, sem nú yrkja á íslandi, séu hvorugt. Þú vilt kannski segja að þau vanti hagmælsku, en ég treysti þér til að þegja um ófrumleikann. Ekki hafði ég, 16 ára draum- óramaður, ætlað mér að skrifa einhverja allsherjar sönnunar- postillu um réttmæti nútíma- ljóðsins á íslandi og á síðum Samvinnunnar. Samt langar mig til að víkja að einu atriði ennþá í bréfi þínu. Þú segir: ....heldur aðeins óstuðlað og órímað leirburðarstagl þeirra bögubósa, sem ekki geta komið saman rétt kveðinni vísu.“ Þetta eru óvægin orð, og ekki hafði ég búizt við þeim frá þér. Ég vil halda því fram, að þessi skáld séu ekki óhagmælt og að þau geti komið saman rétt kveðinni vísu. Það hafa þau sannað. En hverju viltu svara því, að hefðbundin skáld eru óðum að snúa sér að nútíma- ljóðinu? Á sínum tíma snerlst Jóhannes úr Kötlum og hefur nú nýlega gefið út stórkostlega bók, sem sýnir það og sannar, að hann er að ná fullkomnun í list sinni. Með síðasta verki sínu sýndi Tómas Guðmunds- MINUSUK ÁN CYCLAMATS! Enginn megrunarkúr. Notið heldur nýtt MinuSuk, sætt án hitaeininga Nýtt MinuSuk er framleitt úr hinum góðkunnu sætefnum sorbitol og saccdrin, sem leysast upp á stundinni. Nýtt MinuSuk er laust við aukabragð og auka verkanir. Glas m. 1000 stk Vasaaskja m.100 stk, Byrjið í dag og grennist án tára! minusuk í kaffi, te og matreiðslu. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.