Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 55
sængina ofan af honum & kom þá f Ijós — — — kvenmannsbelgur sem ég bar engin kennsl á & hann káfaði á lærunum á henni ég hef veitt því gætur að Pétur hefur nokkrum sinnum gefið sig á tal við kvenmenn á undanförnum árum en ég hef alltaf álitið það græskulaust gaman. Pétur er nú giftur hún heitir Herdís & búa þau í Keflavík. „Talaðu íslenzkt erfðamál, ef þú gerir bögu, hún á að geyma hjarta og sál í heila ævisögu." Hjálmar á Hofi skýringar (samvizka) Ýmislegt er það í sögu þessari sem ekki ligg- ur Ijóst fyrir. Hef ég því afráðið að skýra út ýmis hugtök & atburði sem í henni felast, þeim sem ekki kynnu hafa griþið staðreyndirnar. Margir munu hafa veitt því eftirtekt & það ekki að ófyrirsynju að hér muni á nokkurn hátt greint frá hernámi Islands og aðstöðu okkar íslendinga til eigin sjálfræðis. Eru þær ófáar setningar í frásögninni sem bera þessu glöggt vitni & eru tæplega valdar af tilviljun einni saman, eða til stílskreytingar, enda eru þau orðfæri sem skörpust skil má af draga vand- lega undirstrikuð með svörtum rúnum, svo að varla er sá bögubósi fyrirfinnanlegur, sem ekki tekst að skynja hvert spjótum er snúið. Samband „horr.manna" er aðeins rammi ut- an um verkið til að sýna vanmátt ísl. þjóðar- innar, til að tákna hið lága menningarstig: úr- kynjun. útskýringar á orðum: „1949“ — hernámið, Nato „ásvallsgötunni" — völlurinn? „O’Brian" — amerískt nafn ,,Vesturgötu“ — greinilega í ætt við USA „Ruth Johnson” — amerískt nafn ,,herbergi“ — grunsamlega tengt hernum „Herdís“ — dulnefni á hernum „Keflavík" — aðsetur hersins eftir þessar útlistanir ætti flestum að vera Ijóst efni sögunnar & gildi þeirrar hættu er að oss steðjar. minnugir þess & vitandi það að við getum andmælt, tökum við undir með skáldinu sem kærast hefur sungið lofsöng fósturjörðinni en fjærst henni hefur búið, & styrkast hefur slegið gígjustrengi ættjarðar- innar, Richard Beck: „Vestanblær mér vængi Ijær, vegur greiður loftin há. Ástarkær við augum hlær ættlands heiða tigna brá“. XV. kafli sögulok beide scheinen kein reines Gewissen zu ha- ben, denn ihre Blicke trennen sich wieder. Peter kehrt wieder um und biegt in einen Nebengang ein .. . Kein Zweifel, dieser Mann ist Peters Mitwisser. um vorið gerðist ég meðlimur Landssamb. Sóknarpresta & Djákna sem var stofnað í reykjavík 5/3. var oft glatt á hjalla á aðalfund- unum sem haldnir voru i Breiðfirðingabúð (uppi á lofti) á sunnudaginn var mér boðið í sundlaug vesturbæjar & síðan hefur ekkert til mín spurzt. er talið að ég hafi drukknað í gjálp- andi brimlöðri laugarinnar en fyrir þá sem vildu kynna sér þessi mál vísast til fyrra bind- is Aldarminningar Búnaðarfélags íslands eftir Dr. Þorkel Jóhannesson. FIN Ágúst Guðmundsson: Uiiur miii Du kannst dich fur deinen Freund nicht schön genug putzen .... Nietzsche. — Þetta er ekki svo auðvelt, sagði hann og saug sígarettuna taugaveiklaður. Púaði síðan reyknum út úr sér og sagði aftur: •— Þetta er ekki svo auðvelt. — Vinur minn, ég skil þig ekki, sagði ég. Varstu ekki að enda við að segja að þú hefðir aldrei kynnzt annarri eins konu? Og í gær sagðirðu að þetta væri ekkert minna en end- urfæðing. — Málið er alls ekki svona einfalt. — Er hún búin að segja þér upp? — Nei, nei, það er alls ekki það. Hún er hreint utan við sig af ást. — Hvað þá? — Þú gætir ekki skilið það. Ég skil það ekki einu sinni sjálfur. Mér einfaldlega leið- ist. Ég vil GERA eitthvað. — Farðu í gufubað og slappaðu af. Ég skal meira að segja koma með þér. — Ég fer ekkert í neitt andskotans gufu- bað. Ég gaf honum eld í fjórtándu sigarettuna og hugsaði með mér: Þarf að fara að koma mér að verki. Kaffihúsalíf hefur aldrei heill- að mig. í einum básnum voru menntaskóla- nemar að fíflast, og hlátur þeirra snerti skap- ið í mér. Þar til mótvægis kom að verið var að fleygja ungum drykkjuræfli á dyr. Til leiks voru komnir tveir lögregluþjónar, sem gjör- sneyddir öllum mannkærleik tóku piltinn sér í faðm og drógu hann út á götu. Þetta atvik gerði mér bjartara í geði. Einkum þar sem ég þekkti manninn úr bernsku minni. Þetta var gamall leikbróðir úr Norðurmýrinni. — Þú ert enn í bókhaldinu, sagði vinur minn til að angra mig. — Já, svaraði ég. — Er það skemmtilegt? spurði hann og virtist farinn að róast ögn. — Ég þéna vel. — Huh, til hvers? — Til þess að lifa maður. Mér er llfsins ómögulegt að lifa á tilboðum sem alltaf eru væntanleg á hverri stundu, en ókomin samt. Og veiztu hvers vegna? Vegna þess einfald- lega að þau ERU ókomin. — Þú ert ekkert inni í þessu. Maður verð- ur alltaf að vera til taks. — Á hverju lifirðu? — Mömmu, sagði hann stuttaralega. Sam- kvæmt venju hefði nú mátt búast við stuttri en tilþrifamikilli ræðu um móðurkærleikann, og ég hefði væntanlega hlegið og sagt: Þú ert nú alveg ferlegur . . . eða eitthvað [ þá áttina, en svo fór þó ekki. Samræðunni var lokið. Hann stóð uþp og gekk út án þess að 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.