Samvinnan - 01.08.1971, Síða 55
sængina ofan af honum & kom þá f Ijós —
— — kvenmannsbelgur sem ég bar engin
kennsl á & hann káfaði á lærunum á
henni ég hef veitt því gætur að Pétur hefur
nokkrum sinnum gefið sig á tal við kvenmenn
á undanförnum árum en ég hef alltaf álitið
það græskulaust gaman. Pétur er nú giftur
hún heitir Herdís & búa þau í Keflavík.
„Talaðu íslenzkt erfðamál,
ef þú gerir bögu,
hún á að geyma hjarta og sál
í heila ævisögu."
Hjálmar á Hofi
skýringar (samvizka)
Ýmislegt er það í sögu þessari sem ekki ligg-
ur Ijóst fyrir. Hef ég því afráðið að skýra út
ýmis hugtök & atburði sem í henni felast, þeim
sem ekki kynnu hafa griþið staðreyndirnar.
Margir munu hafa veitt því eftirtekt & það ekki
að ófyrirsynju að hér muni á nokkurn hátt
greint frá hernámi Islands og aðstöðu okkar
íslendinga til eigin sjálfræðis. Eru þær ófáar
setningar í frásögninni sem bera þessu glöggt
vitni & eru tæplega valdar af tilviljun einni
saman, eða til stílskreytingar, enda eru þau
orðfæri sem skörpust skil má af draga vand-
lega undirstrikuð með svörtum rúnum, svo
að varla er sá bögubósi fyrirfinnanlegur, sem
ekki tekst að skynja hvert spjótum er snúið.
Samband „horr.manna" er aðeins rammi ut-
an um verkið til að sýna vanmátt ísl. þjóðar-
innar, til að tákna hið lága menningarstig: úr-
kynjun.
útskýringar á orðum:
„1949“ — hernámið, Nato
„ásvallsgötunni" — völlurinn?
„O’Brian" — amerískt nafn
,,Vesturgötu“ — greinilega í ætt við USA
„Ruth Johnson” — amerískt nafn
,,herbergi“ — grunsamlega tengt hernum
„Herdís“ — dulnefni á hernum
„Keflavík" — aðsetur hersins
eftir þessar útlistanir ætti flestum að vera
Ijóst efni sögunnar & gildi þeirrar hættu er
að oss steðjar. minnugir þess & vitandi það að
við getum andmælt, tökum við undir með
skáldinu sem kærast hefur sungið lofsöng
fósturjörðinni en fjærst henni hefur búið, &
styrkast hefur slegið gígjustrengi ættjarðar-
innar, Richard Beck:
„Vestanblær mér vængi Ijær,
vegur greiður loftin há.
Ástarkær við augum hlær
ættlands heiða tigna brá“.
XV. kafli sögulok
beide scheinen kein reines Gewissen zu ha-
ben, denn ihre Blicke trennen sich wieder.
Peter kehrt wieder um und biegt in einen
Nebengang ein .. . Kein Zweifel, dieser Mann
ist Peters Mitwisser.
um vorið gerðist ég meðlimur Landssamb.
Sóknarpresta & Djákna sem var stofnað í
reykjavík 5/3. var oft glatt á hjalla á aðalfund-
unum sem haldnir voru i Breiðfirðingabúð (uppi
á lofti)
á sunnudaginn var mér boðið í sundlaug
vesturbæjar & síðan hefur ekkert til mín
spurzt. er talið að ég hafi drukknað í gjálp-
andi brimlöðri laugarinnar en fyrir þá sem
vildu kynna sér þessi mál vísast til fyrra bind-
is Aldarminningar Búnaðarfélags íslands eftir
Dr. Þorkel Jóhannesson.
FIN
Ágúst Guðmundsson:
Uiiur miii
Du kannst dich fur deinen Freund nicht
schön genug putzen ....
Nietzsche.
— Þetta er ekki svo auðvelt, sagði hann
og saug sígarettuna taugaveiklaður. Púaði
síðan reyknum út úr sér og sagði aftur: •—
Þetta er ekki svo auðvelt.
— Vinur minn, ég skil þig ekki, sagði ég.
Varstu ekki að enda við að segja að þú hefðir
aldrei kynnzt annarri eins konu? Og í gær
sagðirðu að þetta væri ekkert minna en end-
urfæðing.
— Málið er alls ekki svona einfalt.
— Er hún búin að segja þér upp?
— Nei, nei, það er alls ekki það. Hún
er hreint utan við sig af ást.
— Hvað þá?
— Þú gætir ekki skilið það. Ég skil það
ekki einu sinni sjálfur. Mér einfaldlega leið-
ist. Ég vil GERA eitthvað.
— Farðu í gufubað og slappaðu af. Ég skal
meira að segja koma með þér.
— Ég fer ekkert í neitt andskotans gufu-
bað.
Ég gaf honum eld í fjórtándu sigarettuna
og hugsaði með mér: Þarf að fara að koma
mér að verki. Kaffihúsalíf hefur aldrei heill-
að mig. í einum básnum voru menntaskóla-
nemar að fíflast, og hlátur þeirra snerti skap-
ið í mér. Þar til mótvægis kom að verið var
að fleygja ungum drykkjuræfli á dyr. Til leiks
voru komnir tveir lögregluþjónar, sem gjör-
sneyddir öllum mannkærleik tóku piltinn sér
í faðm og drógu hann út á götu. Þetta atvik
gerði mér bjartara í geði. Einkum þar sem
ég þekkti manninn úr bernsku minni. Þetta
var gamall leikbróðir úr Norðurmýrinni.
— Þú ert enn í bókhaldinu, sagði vinur
minn til að angra mig.
— Já, svaraði ég.
— Er það skemmtilegt? spurði hann og
virtist farinn að róast ögn.
— Ég þéna vel.
— Huh, til hvers?
— Til þess að lifa maður. Mér er llfsins
ómögulegt að lifa á tilboðum sem alltaf eru
væntanleg á hverri stundu, en ókomin samt.
Og veiztu hvers vegna? Vegna þess einfald-
lega að þau ERU ókomin.
— Þú ert ekkert inni í þessu. Maður verð-
ur alltaf að vera til taks.
— Á hverju lifirðu?
— Mömmu, sagði hann stuttaralega. Sam-
kvæmt venju hefði nú mátt búast við stuttri
en tilþrifamikilli ræðu um móðurkærleikann,
og ég hefði væntanlega hlegið og sagt: Þú
ert nú alveg ferlegur . . . eða eitthvað [ þá
áttina, en svo fór þó ekki. Samræðunni var
lokið. Hann stóð uþp og gekk út án þess að
55