Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 43
Skiparekstur samvinnumanna Skiparekstur Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga á 25 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni sneri Samvinnan sér til Hjartar Hjartar, framkvæmda- stjóra Skipadeildar SÍS frá því hún varð sjálfstæð deild, og bað hann fara nokkr- um orðum um tildrög þess að skiparekst- urinn hófst og segja frá merkustu áföng- um i 25 ára ferli hans. Frásögn Hjartar fer hér á eftir: — Við getum kannski byrjað á því, að upp úr fyrra stríði átti Sambandið part í skipi um skeið, en það fórst árið 1921. Þegar Vilhjálmur Þór tók við stjórn Sam- bandsins var eitt hans fyrsta verk að efna til átaks í siglingum. KEA á Akureyri hafði átt eigin kaupskip um tíma fyrir stríð, meðan hann var þar kaupfélags- stjóri, svo það kom engum á óvart, þegar hann tók forustu í málinu hér syðra. Fyrsta skipið, Hvassafell, var keypt árið 1946, og má segja að það hafi verið merk- isdagur í atvinnusögu þjóðarinnar, þegar það kom til landsins í fyrsta sinn 12. ágúst 1946 undir íslenzkum fána. Er ekki fjarri lagi að telja 12. ágúst afmælisdag siglinga okkar samvinnumanna. Hvassa- fellið sigldi síðan til Akureyrar, þar sem tekið var á móti þvi 27. september. Var ekki óeðlilegt, að skipið kæmi fyrst við á Akureyri, vegna hins myndarlega sam- vinnureksturs þar og áðurnefnds fram- taks KEA í siglingum. Akureyri var valin heimahöfn fyrir Hvassafellið, en öðrum skipum Sambandsins hafa síðan verið valdar heimahafnir þar sem kaupfélög eru starfrækt. Þetta felur ekki í sér neins konar hagnað fyrir viðkomandi kaup- félög, heldur einungis viðurkenningu á mikilvægi hins samstillta átaks allra kaupféiaga og samvinnumanna í landinu. Sex skip á átta árum Á fyrstu árum skipareksturs Sam- bandsins var mikil þörf fyrir stækkun kaupskipaflotans, þvi þá voru stór verk- efni leyst af erlendum skipum. íslenzki kaupskipaflotinn var lítill. Sambandið hafði innlend og erlend leiguskip til að leysa ákveðin árstíðabundin verkefni. Kolaflutningar voru geysistór liður, sem- entsflutningar skiptu þúsundum smá- lesta, og saltfiskflutningar voru einnig mjög stór liður, enda var þá frystihúsa- rekstur til nýtingar sjávarafla á frum- stigi. Síðan var látið skammt stórra högga á milli hjá Sambandinu. Á næstu 8 árum fjölgaði skipum þess upp í 6. Arnarfell var smíðað í Svíþjóð 1949, Jökulfell sömu- leiðis í Svíþjóð 1951, Dísarfell var smiðað i Hollandi 1953, og á árinu 1954 komu tvö ný skip, Litlafell um vorið og Helga- fell um haustið. Það vakti athygli þegar Jökulfellið kom til landsins, að þá var það leigt til flutn- inga í annarri heimsálfu um sex mánaða skeið, sem var alger nýlunda. Það var leigt til bananaflutninga í Chile. Þessi nýstárlegi háttur hjálpaði til að afla gjaldeyris til að standa straum af háum greiðslum erlendis vegna skipanna. Árið 1954 hefst fyrsti kapítuli í olíu- flutningasögu kaupskipaflota Sambands- ins. Það gerðist á örfáum dögum, að á- kveðið var að kaupa Litlafell. Eitt af fyrstu verkum Vilhjálms Þórs eftir að hann kom til Sambandsins var að stofna til reksturs Olíufélagsins h.f. Meginverk- efni félagsins var að byggja upp birgða- stöðvar úti á landsbyggðinni og sjá um dreifingu olíu með öruggum hætti. Sam- vinnumenn réðu hins vegar ekki yfir flutningatækjum og urðu að leita til ann- arra um flutninga til hafna kringum landið. Auðsætt var, að hvorki var fyrir hendi afkastageta né kannski heldur samstarfsvilji annarra aðilja til að hjálpa til við þessa flutninga. Olíuflutningar voru þá í höndum einkareksturs og lítið skip í eigu ríkisins. Þegar séð varð, að flutningaþörfin mundi aukast, var það einn góðan veður- dag þegar ég ræddi við Vilhjálm Þór, að hann sendi skeyti til viðskiptasambanda okkar í Gautaborg og bað um að leitað yrði að hentugu þúsund tonna skipi sem hægt væri að fá keypt í skyndi. Nokkrum dögum síðar lá fyrir tilboð um nýlegt sænskt olíuflutningaskip, sem hét Maud Reuter, og örfáum dögum síðar var ég kominn til Svíþjóðar að skoða skipið, og þar var endanlega gengið frá kaupunum. Litlafell kom til landsins 12. marz 1954 og var sameign Olíufélagsins og Sam- bandsins. Það gegndi mjög þýðingar- miklu hlutverki við olíudreifingu á ströndinni, þar til það var selt á þessu ári eftir 17 ára þjónustu. Þá gerðist það aftur með sáralitlum fyrirvara, að Olíu- félagið og Sambandið keyptu nýtt Litla- fell, að vísu nokkru stærra en það fyrra, sem gegna á sams konar hlutverki. Áhöfnin fékk það ánægjulega verkefni að fara út með gamla skipið og koma heim á nýju Litlafelli. Stærsta átakið Árið 1956 var efnt til stærsta átaks í siglingasögu samvinnumanna, þegar ráð- izt var í kaup á Hamrafelli. Um þetta leyti voru heildarflutningar til landsins milli sjö og átta hundruð þúsund tonn, og af því voru olíur nálega helmingur. Reynslan hafði fært íslendingum heim sanninn um það, bæði á stríðs- og friðar- tímum, að óhyggilegt væri að vera öðrum háður um flutninga á varningi til lands- ins. Þess vegna meðal annars voru al- mennu flutningaskipin keypt og rekin af íslendingum sjálfum. Olían var jafnþýð- ingarmikill þáttur í rekstri þjóðarbúsins og hver annar. Það gaf því auga leið, að óhyggilegt væri að láta útlendinga hafa i sínum höndum allt að 50% af öllum flutningum til landsins. Þetta hvatti Sambandið og Olíufélagið til að ráðast í það stórvirki að kaupa 17.000 smálesta skip. Hamrafellið var afhent 21. septem- ber og kom til landsins í fyrsta sinn 9. desember 1956. Ýmsum þótti í stórt ráðizt, og var talið óvíst að íslenzkir farmenn réðu við að stjórna sliku skipi, stökkva þannig úr 2000 upp í 17.000 tonna stærð fyrirvara- laust. En sá ótti reyndist með öllu ástæðu- laus, því á daginn kom, að íslenzkir far- menn réðu fyllilega við verkefnið. Hamra- fellið var fyrst og fremst ætlað til að efla sjálfstæði íslands í siglingamálum. Það hafði ekki liðið nema stuttur tími frá komu skipsins, þegar í ljós kom hve dýr- mætt var fyrir þjóðina að geta haft olíu- flutningana í eigin höndum. Hamrafellið annaði nálega helmingi af olíuflutning- um landsmanna. Þegar átökin urðu fyrir botni Miðjarð- arhafs og Egyptar slógu eign sinni á Súezskurð 1958, hækkuðu flutningsgjöld á olíu fyrirvaralaust. íslendingar voru þá bundnir samningi við Rússa um olíukaup, en í ljós kom, þegar átökin áttu sér stað og i framhaldi af þeim, að Rússar réðu ekki við að koma olíu til íslands, svo tryggt mætti teljast, en útlendir skipa- eigendur vildu fá a. m. k. 220 shillinga á tonn fyrir að flytja olíu til íslands, og voru þó vart fáanlegir. Við gerðum þá samkomulag við íslenzk stjórnvöld um að Hamrafellið flytti ákveðið magn fyrir 160 shillinga á tonnið. Hér gerðist þvi það tvennt samtímis, að íslendingar gátu forðazt hæstu sveiflurnar, sem virtust vera framundan vegna átakanna, og að þeirra eigin skip gat sinnt þýðingarmiklu verkefni í flutningakerfi þjóðarinnar. Sem betur fór urðu átökin við austan- vert Miðjarðarhaf ekki langvinn og farmgjöld lækkuðu áður en mjög langt leið. Enda þótt eigendur Hamrafells hefðu samið um verulegan afslátt frá markaðs- fragt var ákveðið að halda ekki fast við 160 shillinga á tonnið þegar heimsmark- aðsverðið fór niður fyrir þá upphæð. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.