Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 29
Tryggvi Gíslason: Endurnýjun máls og áhrifamáttur HÆFNI tungumáls að tjá vilja og- reynslu málnotandans við nýjar og breytilegar að- stæður er mikilsverðasti þáttur þess og grundvöllur málsins sem félagslegs tjáningartækis. Á þessum grundvelli hvílir og áhrifamáttur þess. Vegna sí- felldra breytinga á samfélaginu (og ólíkra aðstæðna) verður tungan fyrir stöðugri endur- nýjun til að viðhalda áhrifa- mætti sínum — en hvernig sambandi þessu er háttað og hvaða lögmálum endurnýjun málsins lýtur, er allt á huldu. Annars vegar er KERFI máls- ins og REGLUR þess — hins vegar félagslegar og menning- arlegar aðstæður málsamfé- lagsins og menningarheildar- innar. Ef meta skal áhrifamátt tungunnar og gildi hennar í samfélaginu, er nauðsynlegt að beita aðferðum félagsvísinda, þótt könnunin hljóti ávallt að hvíla á grundvelli hreinna mál- vísinda. (Ein grein nútíma málvísinda er nefnd félagsmál- fræði, „sosiolingvistikk", en lítil rækt hefur verið lögð við þá grein til þessa, enda hefur við- fangsefni málfræðinga lengst af verið sjálft reglukerfi máls- ins.) Könnun á hinum félags- lega þætti málsins verður nú æ brýnni, vegna síaukinna sam- skipta einstaklinga og þjóða og vegna síaukins áróðurs fyrir að afnema þjóðerni og einstakl- ingseinkenni (sem stafa af ólíkri menningu og leiða til andstæðna í stórsamfélögunum og rugla miðstjórn valdhaf- anna og sókn þeirra eftir aukn- um arði peninganna). Enginn má því vera að því að TALA við annan á hlaupunum og SPYRJA til vegar, þar sem allt rennur saman í eina neyzlu- mæðu. Ætla mætti, að til þess að tungan geti aðlagazt nýjum að- stæðum, verði þeir þættir, er varða sjálfa tjáninguna, að geta uppfyllt viss skilyrði (sem unnt sé að gera grein fyrir og þannig segja til um, hvaða mál er lífvænlegt og hvert dauða- dæmt). En þessu er ekki þannig farið, og um beint samhengi félagslegra aðstæðna og mál- kerfisins virðist ekki vera aö ræða. (Tungumál getur dáið út, án þess unnt sé að greina nokkur hrörnunarmerki á kerfi þess — og tungumál getur eflzt eftir að ákveðnir þættir þess hafa einfaldazt og málið jafn- vel misst fyrri blæbrigði sín.) Tungumál geta hins vegar þjónað samfélögum misvel. En slíkt er ekki undir kerfi máls- ins komið, heldur afstöðu mál- samf élagsins til eigin menning- ar og getu þess að notfæra sér erlend menningaráhrif á sjálf- stæðan hátt. Til þess að rökstyðja og skýra það, sem nú hefur verið sagt, mætti nefna mörg dæmi; en þar sem lesendum Samvinn- unnar munu þessi dæmi kunn, læt ég það hjá líða (að sinni). Orðaforðinn Þótt ekki sé um að ræða beint samhengi málkerfisins og félagslegra þarfa, er sumt í kerfi máls, sem hindrað getur endurnýjun tungunnar. Til þess að gera þetta ljósara er rétt að taka það dæmi, sem aðgengilegast er. Einn af mik- ilsverðustu þáttum tungunnar sem félagslegs tjáningartækis er orðaforði hennar. Á þessum þætti byggist, hve blæbrigða- ríkt málið er (þótt fleira komi þar til). Nauðsynlegt er, að unnt sé að nefna nýja hluti og hugmyndir eigin nöfnum. Þeg- ar nýir hlutir og hugmyndir koma erlendis frá (eins og al- gengt er á afskekktum stöðum í heiminum), fylgja þeim oft nöfn, sem fest hafa rætur í tungum fjölmennra málsam- félaga, en ekki er unnt að nota í þjóðtungunni — vegna þess að orðið fellur ekki að hljóð- kerfi eða beygingarkerfi tung- unnar ellegar vegna þess að rót orðsins er framandi að merkingu. Þó má þröngva er- lendu orði í málið og nota það, þótt merkingin sé framandi og gerð orðsins stríði gegn reglu- kerfi málsins. Sé þetta gert í stórum stil, getur það að lokum breytt kerfi málsins og reglum þess, og til verður nýtt mál. (Hvort hið nýja mál er betra eða verra, er ekki unnt að segja; það ræðst af mati hvers og eins og viðhorfi hans til fé- lagslegra og menningarlegra þátta samfélagsins.) En meðan þessi aðkomuorð eru málkerf- inu framandi, verður að telja þau erlend, enda þótt þau megi telja til orðaforða málsins sjálfs. En þegar erlend áhrif berast að (eins og oft vill verða) og með þeim erlend orð, má iðu- lega með smávægilegum breyt- ingum aðlaga nýtt orð mál- kerfinu. (Ensk-ameríska orðið „jeep“, sem orðið er til af skammstöfuninni G. P., „dji- pi“ (motor vehicle for General Purpose) varð í íslenzku að jeppi, orði sem fellur algerlega að íslenzku málkerfi, þótt ekki sé unnt aðtengjamerkinguþess öðrum orðum málsins. En jafn- vel meðal erfðarorða málsins eru mörg slík stakorð.) Sé hins vegar ekki unnt að aðlaga erlenda orðið málkerf- inu, má gera nýtt orð af inn- lendum toga (þótt merking þess sé til orðin fyrir erlend áhrif). Hugsanlegt er einnig að taka gamalt orð og nota það um eitthvert nýtt fyrirbæri. (Stundum hljómar þá hið nýja orð líkt og hin erlenda fyrir- mynd.) En nýyrði geta orðið til án þess erlend áhrif komi til. Við- horf og venjur samfélagsins geta breytzt og ný skilyrði myndazt í málsamfélaginu. (Nærtækasta dæmið um þetta er för norskra landnámsmanna til íslands og málbreytingar þær, sem af því leiddi.) Til gamans fyrir lesendur og til frekari skýringar mætti sýna hér svolitla mynd, sem skýrir einfalda skiptingu orða málsins eftir uppruna: Málfirring Vegna fátæktar og fólksfæð- ar í landinu koma velflestar félagslegar og menningarlegar nýjungar erlendis frá. Þessu hefur fylgt gífurlegur straumur erlendra máláhrifa, sem breyta málnotkun í landinu (hafa áhrif á menningarlegt mat fólks). Þetta er flestum ljóst, þótt einstaka menn (þar á meðal nokkrir af leiðtogum þjóðarinnar) telji íslenzkt mál og íslenzka menningu svo STERKA, að ekkert fái henni grandað. Hins vegar vill svo til, að sakir fornrar mállegrar menningar í landinu er þorri fólks fanginn af tungu sinni, og enginn vafi leikur á, að nú er íslenzkt mál betur talað og skrifað en nokkru sinni, síðan erlend máláhrif tóku að sækja að máli almennings. Nú er þó að rísa upp flokkur manna, Tréskurðarmynd eftir Mary Hecht.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.