Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 36
K&fl SAMVINNA Guðmundur Sveinsson, Bifröst: Samvinnuhreyfingin á íslandi árið 2000 Þriðja grein Formáli Eftir að gerð hafði verið nokkuð al- mennt grein fyrir viðhorfum og ábend- ingum varðandi árið 2000 í fyrstu grein- inni um samvinnuhreyfinguna á íslandi um næstu aldamót, var í annarri grein- inni vikið að hugmyndum um samvinnu- samtökin sem verzlunar- og viðskipta- samtök og hversu hugsa mætti sér þróun þeirra á næstu þrem áratugunum. Var talið eðlilegt að gera þeim þætti sam- vinnuhreyfingarinnar fyrst skil, þar sem hann hefur verið öðrum fremur í sviðs- ljósinu, og ætti af þeim sökum að vera auðveldara að átta sig á honum og skynj a möguleika hans i ljósi þess árangurs, sem náðst hefur þegar. Hitt er að vísu satt, að þeir framtíðar- möguleikar, sem undirritaður eygði per- sónulega í verzlunar- og viðskiptasamtök- um samvinnumanna, grundvölluðust i verulegum atriðum á stefnubreytingu í samfélögum Vesturlanda. Grundvöllurinn voru þannig félagslegar og menningar- legar forsendur, sem ekki eru nú fyrir hendi. Það verður þess vegna inntak hinnar þriðju greinar að leiða þessar for- sendur betur i ljós og renna þannig stoð- um undir fullyrðingar í annarri grein- inni. En um leið hyggst undirritaður vekja hugboð um það, sem hann álítur sjálfa lífskveikju samvinnuhreyfingar- innar, þ. e. ákveðna stefnumótun í fé- lagsmálum og menningarmálum. FORSENDUR FÉLAGS- OG MENN- INGARÞÁTTAR SAMVINNUSAMTAK- ANNA ÁRIÐ 2000 1. Þrjú frumhugtök: Heildarhyggja, einstaklingshyggja, persónuleikaviðhorf Það fer engan veginn á milli mála, að samvinnusamtökin voru upphaflega stofnuð vegna þess að forgöngumenn þeirra höfðu tileinkað sér hugmyndir um samfélagið og manninn, sem voru í veru- legri andstöðu við þann hugsunarhátt sem boðaður var af formælendum auð- valdsstefnunnar, kapítalismans. Auð- valdsstefnan hóf feril sinn með tilkomu iðnbyltingarinnar, sem leiddi til nýrra framleiðsluhátta, verksmiðj urekstrarins, og nýrra verzlunarhátta, einkaframtaks og frjálsrar samkeppni, er svo var kölluð. Með hinum breyttu aðstæðum í þjóðfé- lögum Vesturlanda, er sköpuðust á 18. öld, en tók að verulegu ráði að gæta á 19. öld, hófst til vegs og áhrifa félagslegt viðhorf eða stefna, sem hlaut nafnið einstakl- ingshyggja, individualismi. Þessi stefna var svo ný af nálinni um miðja 19. öld, að heiti hennar var næsta óþekkt, þótt hugmyndirnar væru að stofni til eldri. Þannig kemst hinn merki og framsýni fræðimaður Alexis Comte de Tocqueville svo að orði í riti, er hann skrifar um það leyti, að honum virðist hið nýja nafn á þeirri félagsmálastefnu, sem þá sé í upp- siglingu, aðeins fegurra heiti á næsta þekktum mannlegum eiginleika, sem ekki hafi áður þótt þess eðlis að á honum væri haldin sérstök sýning eða hann gerður að meginstoð nýrrar félagshreyfingar. De Tocqueville telur, að það sem nú sé með virðingartóni kölluð einstaklingshyggja, individualismi, hafi áður með litlu stolti eða yfirlæti verið nefnt eigingirni, ego- ismi. Hafi menn ekki talið sér það til neins hróss eða ágætis að hampa þeim eiginleika eða lofa hann sem burðarás hugsjóna og framtíðarskipulags í félags- legum efnum. Með skrautnefninu einstaklingshyggj a var lagt til atlögu við öll form heildar- hyggju, kollektivisma, sem á þessum tíma fyrirfundust á Vesturlöndum. Heildar- hyggja átti sér djúpar rætur í menningu Vesturlanda svo sem annars staðar. Er það að vonum reyndar auðskilið, þegar hins er gætt, að heildarhyggjan í mann- legu samfélagi grundvallaðist á líffræði- legri og eðlislægri forsendu, þ. e. a. s. hjarðhvöt þeirrar dýrategundar, sem maðurinn er kominn frá eða er eitt af- brigðið af, spendýrunum. — Einstakl- ingshyggjan reis öndverð gegn heildar- hyggjunni, boðaði baráttu allra gegn öll- um og naut stuðnings hinna ólíkustu aðila. — Sú mikla saga mun ekki rakin hér nema að því leyti, sem hún kallaði fram voldugt andsvar, er hvatti til endur- mats. — Það var í þessari eldraun að al- þýðusamtök 19. aldarinnar urðu til og þá fyrst og fremst verkalýðshreyfingin og samvinnuhreyfingin. Formælendur alþýðusamtakanna töldu að kenningar einstaklingshyggjunnar væru i verulegum atriðum rangar bæði að þvi er túlkun á manninum sem slik- um snerti svo og túlkun á samfélagi manna. Þótt það væri sjálfsagt rétt, að maðurinn hlyti að líta á sig öðrum þræði sem einstakling, aðgreindan og fráskil- inn heildinni, væri hitt þó engu að síður staðreynd, sem ekki yrði komizt hjá að viðurkenna, að hópkennd væri mannin- um í blóð borin. Maðurinn væri félags- vera, sem gæti með engu móti notið hæfileika sinna eða unað lífi sínu í ein- semd, einangrun eða andstöðu við allt og alla. — Þá væri það samfélag næsta tor- tryggilegt, sem legði megináherzlu á að hvetja menn til átaka og ýtti undir bar- áttuhneigðir og árásarhvatir. Ekki svo að skilja, að menn þyrftu ekki að takast á við erfiðleika og vanda af ýmsu tagi og hefðu því fulla þörf fyrir að búa yfir hneigðum, er vektu metnað þeirra og sjálfsvitund. Aðeins yrði að gæta þess, að þessar hneigðir drægju ekki úr vilja manna til samstöðu eða ýttu undir niður- rif sem orðið gæti samfélaginu vafasamt og hættulegt. Framlag alþýðusamtakanna til félags- legra viðhorfa varð, er fram liðu stundir, hið merkasta og fer engan veginn á milli mála að til þess má rekja í verulegum atriðum mikið af þeim árangri, sem náðst hefur í lýðræðislegri stjórnskipan, bættri afkomu og síðast en ekki sizt hinni vax- andi áherzlu, sem lögð hefur verið á persónuleikaviðhorfið á Vesturlöndum. Persónuleikaviðhorfið, personalisminn, leggur ríka áherzlu á að einstaklingurinn öðlist sérstæðan og sjálfstæðan persónu- leika í samskiptum sínum og samstöðu með öðrum mönnum, en úr slíkum mögu- leika dragi verulega í andstöðu byggðri á andfélagslegum viðhorfum og einangr- un. Þótt félagslegur árangur alþýðusam- takanna hafi verið mikill frá því að þeirra tók að gæta að verulegu marki á Vesturlöndum síðast á 19. öld og fram til þessa dags, verður hinu varla neitað, að margt bendir til að komið sé að harla mikilvægum vegamótum og fram fari nú endurmat á stöðu alþýðusamtakanna með endurskoðun á stefnumótun þeirra og markmiði fyrir augum. — Það eru þessar breyttu aðstæður, sem hér munu gerðar að umtalsefni. Þegar bent hefur verið á nokkur veigamikil félagsleg og menning- arleg fyrirbæri svo og nýjar hugmyndir um mannveruna sjálfa og mannlegt líf, verður gerð tilraun til að meta hvaða áhrif sú nýja kvika kunni að hafa á stöðu samvinnuhreyfingarinnar íslenzku um næstu aldamót, árið 2000. 2. Endurmat fyrirbæra — Hinn nýi maður í þessari greinargerð verður vikið að fjórum félagslegum og menningarlegum fyrirbærum, sem öll eru i tákni breyt- inga og umbyltinga. Að lokum verður vikið að nýjum hugmyndum um mann- veruna og mannlegt líf. Samfélagið Það mun flestum vera nú orðið næsta ljóst, að komið er að þáttaskilum að því er varðar eðli og inntak samfélagsins. Þáttaskil af þvi tagi, sem hér er um að ræða, eru í sjálfu sér engin nýjung. Mannkynið hefur orðið að breyta samfé- lagsskipan sinni fyrr, miða hana við breytta atvinnuhætti og ytri aðstæður. Þannig hafa orðið til a. m. k. ferns konar samfélagsform, er grundvallast á at- vinnu og búsetu. Þau eru þessi: fyrst veiðimannasamfélag, næst hjarðmennsku- samfélag, þá landbúnaðarsamfélag, en það hófst um það bil 8000 árum fyrir Krists burð, og loks iðnaðarsamfélagið, er myndaðist við iðnbyltinguna á 18. öld. Tvenns konar atvinnubyltingar hafa or- sakað nýskipan samfélagsformsins og breytt aðstæðum manna, viðhorfum og lífsskilningi. — Nú bendir allt til þess að ný samfélagsskipan sé á næsta leiti og muni hafa enn víðtækari áhrif á kjör manna og hugsunarhátt en hinar fyrri hafa haft. Það er enn sem fyrr ný tækni og nýir framleiðslumöguleikar, sem hér 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.