Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 4
hnjóða í helga dóma (sbr. 2. hefti, bls. 52 og 53); verður þetta bæði klúrt og kjánalegt. Það eru áreiðanlega takmörk fyrir því, hvað boðlegt er að gera að „leikföngum' í blek- iðjunni. Eitt af því, sem nú er hvað efst á baugi í heiminum, eru frásagnir af mengun. Og þessi mengun er ekki einungis á ferli umhverfis verksmiðjur og bíla. Og þó af öðrum toga sé spunn- in, á hún líka til að læðast inn i sálir manna og bókmenntir. Og samkvæmt því, sem ég hef áður sagt, finnst mér Sam- vinnan ekki ætíð hafa nógu heilnæmt loft í kringum sig. Ef til vill þykir þetta benda til skorts á frjálsri hugsun. Það má vel vera. En hins vil ég geta, að ég reyni alltaf að tína arfann frá blómunum, þegar hann sækir að. Með kveðju og heillaóskum til Samvinnunnar. Björn Jakobsson. Iðunnar skór Reykjavík, 14. ágúst 1971 Hr ritstjóri. í þriðja tölublaði Samvinn- unnar í ár er bréf frá Hólm- steini Helgasyni á Raufarhöfn. Raunar er hann elskulegur afi minn, en látum það einu gilda. Mér þætti vænt um að mega svara honum i blaði þínu, og þá aðeins i sambandi við um- mæli hans um atómljóð svo- kölluð. Þetta er að sjálfsögðu ekki persónulegt; fremur „kyn- slóðalegt": Kæri afi, umsögn þín um nú- tímaljóðlist hefst svo: „Eitt er það enn sem alltof oft hefir sézt á síðum Samvinnunnar, og það er það sem kallast „ljóð“, en eru engin ljóð á ís- lenzkan mælikvarða . . .“ Ég leyfi mér að taka þessi orð þín sem umsögn um öll atómljóð, ekki aðeins þau, sem birtast á síðum Samvinnunnar. Hvað eru atómljóð? Eru öll nútímaljóð atómljóð? Ef svo er, mun aðkallandi að flokka þau betur. Þó tæpast geti það kallazt heilbrigt að draga skáld í dilka eins og hverja aðra sauði, eftir verkum þeirra. Það er kannski ótrúlegt fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér nútímaljóð, að íslenzk skáld hafi aldrei verið sundurleitari og ólíkari hvert öðru heldur en einmitt nú. Þó er þetta stað- reynd. Eða sérðu engan mun á með- Q1 CO C cn Cæða- pröf Áður en CUDO-rúðan útskrifast frá verksmiðjunni gengur hún undir gæðapróf. Er samsetning glerjanna þétt? Þolir hún snögga hitabreytingu án þess að springa? (Falleinkunn: undir 30° á klst.). Fullnægir hún ströngustu kröfum verkfræðinga CUDO-eftirlitsins í Þýzkalandi? Ef svo er ekki, hjálpar hvorki bezta véldregið gler, tvöföld einangrun (gegn kulda og hávaða) eða erlend tækni. CUDO-rúðan gengur undir gæðapróf til þess að geta staðizt íslenzka veðráttu. TVÖFALT CUDOGLER; YÐAR ÖRYGGI. CUDO CUDOGLER HF SKÚLAGÖTU 26,SlMI 20650 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.