Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 12
IIIIU.MI1 Vtíminn Dr. Jakob Benedáktsson: Hugleiöingar um íslenzka tungu Erindi flutt á námskeiði Háskóla íslands í uppeldisfræðum 27. júní 1971. Um það er vafalaust enginn ágreiningur að helzta markmið íslenzkukennslu í skólum landsins er tvíþætt: annars- vegar þjálfun í notkun ís- lenzkrar tungu í ræðu og riti, hinsvegar þekking á eðli máls- ins og lögmálum þess, þ. e. ís- lenzk málfræði. Þriðja atriðið er vitanlega bókmenntakennsla, sem er nátengd báðum fyrri at- riðunum, en verður hér ekki gerð að umræðuefni. Það fer ekki á milli mála að leikni í notkun máls og beitingu þess í öllum mannlegum samskipt- um er þvílíkt undirstöðuatriði í öllu menningarlífi að seint verður of mikil áherzla á það lögð að æskulýður landsins eigi þess kost að fá eins haldgóða fræðslu í þeim efnum og föng eru á. Nú er það svo að þessi mál hafa verið talsvert til umræðu síðustu árin, og sýnist nokkuð sitt hverjum. Þetta er ekki nema gott, og mér er nær að halda að umræður um ís- lenzkukennslu hafi miklu fremur verið of litlar en of miklar, því að þar er margs að gæta, mörg sjónarmið sem á- stæða er til að athuga vand- lega, áður en þær breytingar verða framkvæmdar sem mér þykir víst að hljóti að gerast á næstu árum. Málfræðin Við skulum nú snúa okkur fyrst að þeim þætti íslenzku- kennslunnar sem kalla mætti fræðilegan, það er málfræðinni. Sú málfræði sem kennd er í skólum landsins er ykkur öll- um kunn, það er framar öllu beygingafræði, setningafræði og í æðri skólum einhver snefill af málssögu. Hljóðfræði ís- lenzkrar tungu hefur enn sem komið er að verulegu leyti orð- ið utan gátta. Megináherzlan hefur verið lögð á formlega málfræði og setningafræði, vitaskuld að ógleymdri réttrit- unarkennslu. En til hvers er verið að kenna málfræði? Kunna menn ekki móðurmál sitt frá bernsku og geta lært að beita því án skólalærdóms? Vissulega er það svo, en þekk- ing á eðli málsins er ómissandi þáttur almennrar menntunar, og nauðsynleg samræming í málnotkun auðveldast af því að menn kynnist málkerfinu á skipulegan hátt, jafnvel þó að þeir geti notað það án þess að gera sér ljósar þær reglur sem eru eins konar samnefnari almennrar málnotkunar. Málfræði hvers máls sem vera skal er ekki neitt fast og ó- hagganlegt kerfi sem er málinu áskapað frá upphafi, heldur er það breytingum háð eins og önnur mannanna verk. En sá misskilningur er næsta algeng- ur að málfræði eigi framar öllu að segja til um hvernig málið eigi að vera, en ekki lýsing á því hvernig það sé í raun og veru á einhverju ákveðnu tíma- bili, eða sagt með alþjóðaorð- um hvort málfræði eigi að vera normatíf eða deskriptíf. Fyrri skoðunin styðst við sögulega málfræði, hin síðari leggur megináherzlu á samtímamál- fræði, sú fyrri sækir heimildir sínar í ritað mál, eldra og yngra, hin siðari tekur framar öllu mið af mæltu máli nútím- ans. Nú þarf ekki orðum að því að eyða að mælt mál er undir- staða ritmáls, en fylgir ekki endilega sömu reglum, er laus- ara í reipunum, óháðara rituð- um fyrirmyndum og skólalær- dómi. Mælt mál er lifandi og síbreytilegt, þar verða til nýj- ungar, tilraunir eru gerðar með margvísleg fyrirbæri málsins, gömlum reglum hafnað og nýj- ar skapast. Hlutverk samtíma- málfræði er því að sýna fram á það kerfi sem liggur að baki málnotkunar á ákveðnum tíma. Slika rannsókn er í rauninni aðeins hægt að framkvæma til fullnustu á mæltu samtíðar- máli, því að jafnvel auðugar bókmenntir geta aldrei gefið fullkomna mynd af mæltu máli liðinna tíma. Ef við lítum á íslenzkar mál- fræðibækur út frá þessu sjón- armiði, er augljóst að þær eru flestar að meira eða minna leyti sögulegar og að verulegu leyti normatífar, en styðjast ekki við neina rannsókn á nú- tímamáli. Málfræði íslenzks fornmáls hefur verið miklu betur rannsökuð en mál síðari alda og hefur þess vegna orðið sú undirstaða sem málfræði- bækur um íslenzkt nútímamál hafa byggt á að verulegu leyti. Við það bættist að þegar menn fóru að semja málfræðibækur um samtíðarmál á 19. öldinni var sú stefna ofarlega á baugi að taka fornmálið til fyrir- myndar og líta á þær breyting- ar sem orðið höfðu á málkerf- inu sem óæskilegar. Sjónarmið hreintungustefnunnar hjá hörðustu fulltrúum hennar má ef til vill túlka þannig að allar breytingar frá fornmálinu væru til hins verra; hjá sum- um þeirra varð að vísu ekki komizt, en reynt var að snið- ganga margar þeirra í ritmáll. Af þessu leiðir að málfræði- bækur sem byggðar eru á rit- máli 19. aldar gefa ófullnægj- andi mynd af málkerfinu, taka ekki tillit til margra þeirra breytinga sem löngu voru orðn- ar ráðandi í mæltu máli, nefna þær varla nema þá sem víti til varnaðar. Þær bækur sem nú eru not- aðar í skólum styðjast að veru- legu leyti við eldri málfræði- bækur sem með þessu marki voru brenndar og eru þess vegna í raun og veru miðaðar við eldra málsstig en það sem nú er mælt mál hér á landi. 'r 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.