Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 34
Böðvar Guðmundsson: Hlutverk íslenzkukennslu Ég hef verið spurður um hlutverk íslenzkukennslu. Ég hygg, að það sé svo margt sem kennararnir, sem kenna það ágæta fag. Þess vegna reyni ég einungis að svara fyrir sjálfan mig, aðrir kennarar hafa áreið- anlega allt annan tilgang. Nú er það að vísu afmarkað einhvers staðar í reglugerð, hver skuli tilgangur íslenzku- kennslunnar; því miður vant- ar alveg að tiltaka, hver skuli vera tilgangur íslenzkunáms. Sumir kenna íslenzku af hug- sjónamennsku; þeir eru fáir. Aðrir kenna hana af því að það er borgað með peningum; þeir eru margir, vegna þess að það er nú einu sinni svo, að allir hljóta að geta kennt sitt eigið móðurmál, amk. á gagnfræða- skólastigi. Svo er amk. hald margra manna. Ég er ákaflega lélegur hugsjónamaður, trúi alls ekki á einhlítan þroskaár- angur þess að læra einhver býsn af kvæðum eftir Bólu- Hjálmar eða Einar Ben, þótt mér persónulega þyki vænt um báða. Ekki heldur trúi ég á þann rökræna árangur, sem sagt er að náist við það að læra reglurnar um bókstafinn z. Ekki trúi ég heldur á mynd- auðgi og markhæfni þess máls, sem á ekki lengur eitt orð eða orðstofn sameiginlega með dönsku — né heldur þá stutt- orðu og gagnorðu setningaskip- an, sem kennd hefur verið við skinnspörun. En ég trúi heldur ekki á íslenzkukennslu sem auðgunaraðferð. Svona menn eiga ekki að kenna, það veit ég vel. En ég trúi raunar ekki heldur á það að reyna að troða inn í haus nemenda minna einu og algildu sjónar- miði til einhvers máls. Mig gildir nefnilega einu, hvort þær unglingsskjátur, sem mér er falið að annast um, læri árið, sem Hallgrímur drukknaði í Hraunsvatni, eða árið, sem Bólu-Hjálmar var borinn sök- um um sauðaþjófnað. Mig skiptir hins vegar nokkru máli, hvort það þrönga sjónarhorn, sem nemendur mínir koma með úr foreldrahúsum og fyrri skólastigum, nær að víkka um eina gráðu. Og til þess að gera slíkt kann ég ekki aðra betri aðferð en að segja, að allt sé vitleysa sem áður hef- ur verið sagt um viðfangsefnið hverju sinni og líka það sem ég segi. Þetta eru miklar játning- ar, og auðvitað er lífsómögu- legt að framfylgja þeim til hins ítrasta; það er nú einu sinni svo, að vesalingar mínir eiga að taka próf, þar sem spurt er um málfræðilegar og bók- menntalegar staðreyndir; og til að gleðja foreldra þeirra — því að einnig þeir eiga rétt á nokk- urri gleði yfir gáfum barna sinna — þarf að gefa einkunn- ir á prófi, helzt þannig eink- unnir, að börn nágrannans séu eilítið lægri en börnin mín!!! Auk þess eru flestir nemendur yndislegar og góðar manneskj- ur, sem bæði vilja gleðja sig og foreldra sína með góðum einkunnum, og það hlýtur að vera grundvallarkrafa um mannréttindi að fá að gera slíkt góðverk. Það hefur reynzt mér gott veganesti í lífinu að kunna ei- lítið til þess að njóta fagurra lista, þótt slikt sé auðvitað á svipuðu stigi og ánægja ann- arra manna yfir öðrum hlut- um, sem þeim líkar að glíma við. Það er því nokkur siðferði- leg skylda mín sem bók- menntakennara að reyna að þroska smekk nemenda minna. En einnig þar eru mörg sið- ferðileg ljón á vegi — ég hef engan rétt til að troða mínum smekk upp á þá, og auk þess hrópar sú mannkynsfjandsam- lega staðreynd ætíð til hvers heiðarlegs einfeldnings, að ekkert sé í sjálfu sér öðru betra eða verra. Hið eina, sem ég tel mér unnt að gera, er því að sýna þeim, hvað sé minn smekkur og hvernig hann bregðist við í ákveðnum við- vikum. Það er svo þeirra að taka afstöðu með eða móti — slíkt skiptir öllu máli, þe. að þau taki sjálf afstöðu gegn einhverri skoðun minni og reyni að styðja það einhverjum rökum. Og svo kemur blessað prófið, og þá eiga allir það á hættu, sem eru á öndverðum meiði, að fá lágt í einkunn, en þá áhættu verða bæði þeir og ég að taka. Þetta er hin eina færa leið, sem ég sé fyrir mig til að kenna íslenzku — auðvitað lendir þetta oftast út í hrein- um ógöngum; mín persónulega huggun er sú, að þar hafi ferðin reyndar oftast endað, hver leiðin sem svo var valin. Einu mega framgjarnir foreldr- ar aldrei gleyma, að það, að árin líða — ásamt vondum kennara með ómögulegar kennsluaðferðir — hefur oft þroskað nemendur meira en ljúfur rósadans ítroðslumeist- aranna. Böðvar Guðmundsson. Þráinn Bertelsson: LJÓÐ . . . er ég hjá þér ávallt I kvöldregninu á leið framhjá gulum augum húsanna er ég hjá þér ávallt um dimmar nætur samofnar hvltu hörundi er ég hjá þér ávallt á syfjuðum morgnum þegar gugginn veruleikinn strýkur stírurnar úr augunum er ég hjá þér ávallt er ég hjá þér . . . LJÓÐ UNDIR JAPÖNSKUM BRAGARHÆTTI Ég áði um stund við lindina, og andlit þitt steig úr djúpi. Ég gáraði vatnsflötinn og hélt áfram för minni. Dagur Sigurðarson: SLEFA Teprurnar eru dónar og dónarnir teprur en sá er munurinn að dónarnir eru mestu teprur teprumar aðaldónarnir TÚNGLSÝKI er hverfist á ný breytist í bjúghnff í blikandi öxi í skarðan skjöld er skjótt verður heiii skín á skepnur skerðist öfugt æxlast f öxi úr öxi I hnífsbiað dofnar og deyr og dauður lifnar hárfínt hálmstrá er hverfist á ný breytist [ bjúghnif í blikandi öxi í skarðan skjöid er skjótt verður heill skín á skepnur skerðist öfugt æxlast I öxi úr öxi i hnífsblað dofnar og deyr og dauður lifnar hárflnt hálmstrá er hverfist á ný (og þindarlaust þannig þángaðtil heimur ferst) Friðrik Guðni Þórleifsson: PÍLAGRIMMD Luktum augum horfir þú á grasið sem vex yfir sporin þín gengin f bernsku og söknuðurinn og minningin koma gangandi og opna þau 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.