Samvinnan - 01.10.1971, Side 14

Samvinnan - 01.10.1971, Side 14
VITIÐ ÞIÐ AÐ: I stjórn Alþýðusambands íslands sitja 10 manns, þar af ein kona. [ stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja eru 11 manns, ein kona. I stjórn Samb. ísl. berklasjúklinga eru 7 manns, engin kona. í stjórn Samb. ísl. samvinnufélaga eru 9 manns, engin kona. [ stjórn Slysavarnafélags íslands eru 7 manns, tvær konur. [ framkvæmdanefnd Stórstúku [slands eru 12 manns, tvær konur. í félagsráði Máls og menningar eru 35 manns, ein kona. í stjórn Verzlunarráðs íslands eru 16 manns, engin kona. í stjórn Landss. blandaðra kóra og kvennakóra eru 5 manns, engin kona. í stjórn Sambands ísl. barnakennara eru 7 manns, engin kona; í því sambandi eru 992 félagar, þar af 460 konur. Lenín ætti að snúa sér við í gröfinni, en það getur hann ekki blessaður, því hann liggur -( Mjallhvítarkistu á stalli. í forystusveit Kommúnista- flokks Sovétríkjanna er enginn kvenmaður! Hverjir ætluðu að kenna hverri einustu vinnukonu að stjórna ríkinu? Sjálfvirk heilaþvottavál Þcgar hann cr að tafli 4 Prjónar hún úr Iljartagarni ♦ .roiyri' * til jólagjafa ★ / \unnai cSfygeiuóM kf. iðurlandsbraut 16 — Sími 35260! riBÚ Laugavegi 33. HALDID V/Ð „SUMARUTUTI " YÐAR VERÐIÐ BRÚN ÁN ÞESS AÐ BRENNA. JTOJMCZ IlArjAI.I.ASÓLIN BAÐAR ALLAN I.ÍKAMANN — JÖFN GEISLUN. — ENGINN BRENNIPUNICTUR. VEIZTU hvaö hægt er aö nota plastpoka til margs? Bjarni Ólafsson: Almennt um upphaf Rauösokkahreyfingarinnar og inntak Sá sem leggur eyra að um- ræðum í íslenzku þjóðlífi hefur ekki lengi hlustað, þegar hann heyrir Rauðsokka nefnda. í saumaklúbbum, kaffiboðum, vinnustöðum og á götunni. Les- endadálkar blaðanna birta mörg bréf með og móti þessum Rauðsokkum, og jafnvel er tal- að um valdamikla hreyfingu án þess að skilgreina valdið nokkru nánar. Sjónvarpið hef- ur haft umræðuþátt um Rauð- sokka, og þeirra er getið í hús- mæðraþætti hljóðvarps með nokkurri tortryggni. Ef við för- um á skemmtistað, getum við átt von á dagskrá, þar sem gert er grín að Rauðsokkum, og ef okkur langar i leikhús höfum við átt þess kost að sjá leikritið Hvað er í blýhólknum? þar sem tekin eru til meðferðar sömu vandamál og Rauðsokkar kváðu berjast gegn. Ýmsir klúbbar og félög, stjórnmála- flokkar og skólafélög bjóða Rauðsokkum til sín til að ræða um jafnrétti kynjanna o. s. frv. En eitt mun flestum sameigin- legt, sem þessi mál ræða, að það er tekin afstaða til efnis- ins, eða bara Rauðsokkanna, og það er hiti í umræðunum. En hvað eru þá Rauðsokkar og að hverju keppa þeir? Hérna verður almannarómur tvísaga og margsaga. Sumir telja, að hér séu á ferðinni framgjarnar konur, sem vilji þrengja sér inn á vettvang karlmannsins, jafn- vel ýta honum til hliðar i áhrifastöðum þjóðfélagsins. Aðrir segja, að Rauðsokkar séu illa giftar eiginkonur, sem vilji komast út af heimilunum, enda nenni þær ekki að hugsa um börnin sín. Og þegar baráttu- mál Rauðsokka ber á góma, spanna þau allt frá sakleysis- legri viðleitni kvenna til að fá eiginmenn til að vaska upp og skipta á börnum, til þess að þær skrifi Guði almáttugum og biðji hann að ljá karlmönnum þannig útbúnað, að þeir geti gengið með börn. Á siðustu áratugum hefur kvenréttinda- eða mannrétt- indabarátta risið upp viða um lönd. Nú standa konur víðast hvar jafnfætis karlmönnum samkvæmt lagabókstaf og at- vinnusamningum. Hin nýja barátta er háð til að breyta hugarfari fólks, fá konur til að nýta sér mannréttindi, sem þær hafa, fá karlmenn til að leyfa þeim að gera það. Franski rithöfundurinn Simone de Beauvoir hefur með hinu fræga riti sínu Hitt kynið mjög rutt þessari baráttu braut. Bók þessi kom út árið 1949 og hefur síðan nærri því verið Biblía hinnar nýju hreyfingar. Vest- an hafs er Betty Friedan, sál- fræðingur og félagsfræðingur, líklega þekktast nafn hinnar nýju hreyfingar og bók hennar Þjóðsagan um konuna það rit, sem mesta athygli hefur vakið. Lítið mat get ég lagt á eðli kvenréttindabaráttunnar hér á síðustu áratugum. Þó held ég, að hinar nýju hugmyndir hafi ekki sett mikinn svip á hana. Það fyrsta, sem mér er kunn- ugt um, sem hiklaust má telja, að sýni likan skilning á jafn- réttisbaráttu og Rauðsokkar hafa, er grein eftir Halldór Laxness, sem heitir „Karl, kona, barn“. Halldór skrifaði grein þessa árið 1929 og segir frá kynnum sínum af banda- rískum yfirstéttarkonum og lifnaðarháttum þeirra og legg- ur nokkuð út af því. Þar segir m. a.: „Piltum og stúlkum á jafnt að kenna öll hversdagsleg störf, matreiðslu, jarðrækt, garðyrkju, skepnuhirðingu, iðnað, þvottavinnu, vél- tækni, og gera auðvitað eng- an mun verkaskiptingar eft- ir kynjum. Piltar eiga engu að síður að læra matreiðslu, saumaskap og þvotta en stúlkur og stúlkur eiga að læra jarðrækt og skepnu- hirðingu alveg einsog pilt- ar.“ Nýjar hræringar En á allra siðustu árum hef- ur orðið hreyfing á baráttu fyrir málstað Rauðsokka. Má þar til nefna, að Svava Jakobs- dóttir rithöfundur hefur skrif- að tvær bækur sem mega telj- 14

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.