Samvinnan - 01.10.1971, Qupperneq 22
1970 (91. löggjafarþing) — 51. mál
Sþ. 51. Tillaga til þingsályktunar
um rannsókn á jafnrétti þegnanna í íslenzku þjóðfélagi.
Flm.: Magnús Kjartansson.
Alþingi skorar á rikisstjórnina að láta framkvæma rannsókn
á jafnrétti þegnanna í íslenzku þjóðfélagi. Sérstaklega skal rann-
sóknin beinast að því, hvernig háttað er raunverulegu jafnrétti
karla og kvenna að því er varðar menntun, störf, launakjör og
hvers kyns þátttöku í félagslegum verkefnum. Jafnframt skal
kannað, hverjar breytingar á gerð þjóðfélagsins gætu stuðlað að
því að auka jafnrétti manna. Að rannsókninni lokinni skulu nið-
urstöður hennar birtar.
1970 (91. löggjafarþing) — 51. mál.
Sþ. 424. Nefndarálit
um till. til þál. um jafnrétti þegnanna í islenzku þjóðfélagi.
Frá meiri hl. allsherjarnefndar.
Nefndin hefur haft þáltill. þessa til athugunar og sent ýmsum
aðilum til umsagnar. Hefur nefndin ekki orðið sammála um af-
greiðslu þáltill.
Undirritaðir nefndarmenn leggja til, að Alþingi samþykki til-
löguna, en vekja jafnframt athygli þeirra, sem framkvæmdu
rannsókn þá, er tillagan greinir, á umsögnum þeim, er birtar eru
hér með sem fylgiskjöl.
Alþingi, 25. febr. 1971.
Bragi Sigurjónsson, Gísli Guðmundsson. Jónas Árnason.
form., frsm.
Vilhjálmur Hjálmarsson.
1970 (91. löggjafarþing) — 51. mál.
Sþ. 442. Nefndarálit
um till. til þál. um jafnrétti þegnanna í íslenzku þjóðfélagi.
Frá minni hl. allsherjarnefndar.
Allsherjarnefnd hefur rætt tillöguna á mörgum fundum og
varð ekki sammála um afgreiðslu. Minni hluti nefndarinnar, sem
að þessu áliti stendur, sér ekki ástæðu til að skora á ríkisstjórnina
að beita sér fyrir sérstakri rannsókn á því, sem nefnt er jafnrétti
þegnanna i tillögunni, enda þótt taka megi undir það, sem í
greinargerð till. stendur: „Hins vegar væri fróðlegt, að þetta við-
fangsefni yrði kannað gaumgæfilega . . .“ Mörg eru þau viðfangs-
efni í þjóðfélagi okkar, sem fróðlegt væri að kanna. Væntanlega
yrði skipuð nefnd til að rannsaka það efni, sem tillagan fjallar
um, ef samþykkt yrði. Langt er síðan nefndir þóttu nægjanlega
margar á opinberum vettvangi, misjafnlega starfsamar.
Sífellt er unnið í löggjöf og stjórnsýslu að jafnrétti þegnanna.
Greinargerð tillögunnar ber með sér, að ýmsir hópar hafa verið
athugaðir út frá skiptingu milli kynja, t. d. í skólum og nokkrum
starfsgreinum. Ágætt er að sjá slíkar upplýsingar. Hitt mætti
meir telja vafa, hverjar upplýsingar um jafnrétti þær gefa. Frá
sköpun heims virðist um nokkra grundvallarskiptingu ætlunar-
verka hafa verið að ræða milli karla og kvenna, og hefur Alþingi
ekki farið inn á þær brautir að reyna að hafa þar áhrif á, en á
hinn bóginn viljað stuðla að sem fyllstu jafnrétti milli kynja og
með þegnunum yfir höfuð.
Með skírskotun til framanritaðs telur minni hl. nefndarinnar
ekki ástæðu til, að Alþingi samþ. tillögu þessa, en viil eftir at-
vikum leggja til, að henni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
Alþingi, 1. marz 1971.
Jónas Pétursson, Friðjón Þórðarson. Ásm. B. Olsen
fundaskr., frsm.
Fylgiskjal I.
KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS
Reykjavik, 21.1 ’71.
Til allsherjarnefndar sameinaðs Alþingis, Alþingi.
Allsherjarnefnd sameinaðs Alþingis hefur sent Kvenfélagasam-
bandi íslands til umsagnar tillögu til þingsályktunar nr. 51, um
rannsókn á jafnrétti þegnanna í íslenzku þjóðfélagi.
Stjórn K. í. telur æskilegt, að tillaga þessi verði samþykkt og
sú rannsókn, sem hún fjallar um, verði látin fram fara hið bráð-
asta. En i þvi sambandi vill K. í. benda á eitt rannsóknarefni til
viðbótar þeim, sem nefnd eru í greinargerðinni, sem þingsálykt-
unartillögunni fylgir.
Það er munur að vera maður og miga standandi!
í kauphöllinni í London eru konur óvelkomnar.
Verðbréfasalar Lundúna höfnuðu því að veita
konum inngöngu í félag sitt. Ein röksemdin var
þessi: í kauphöllinni í London eru eingöngu
karlasalerni.
í Reykjavík taorga konur 7 krónur fyrir að pissa
á almenningssalernum taorgarinnar, en karlmenn
pissa ókeypis.
í hagskýrslum hérlendis eru hvergi metin til fjár þau störf,
sem húsfreyjur inna af höndum með því að veita heimilum for-
stöðu og sinna þeim margvíslegu verkefnum, er falla innan
þeirra verkahrings. Vitað er til dæmis, hver fjárútgjöld fylgja
því að búa barni vist á dagstofnun eða vistheimili, hvaða fjár-
muni þarf til að byggja og reka stofnanir fyrir aldrað fólk og
langlegusjúklinga, en umönnun barna, gamalmenna og lang-
legusjúklinga er meðal þeirra starfa, sem fjölmargar húsfreyjur
leysa af rendi á heimilum sínum, auk almennra heimilisstarfa.
Sem dæmi um það, hver liður störf húsmæðra geta reynzt tölu-
lega i þjóðartekjum, má benda á, að í Noregi voru þessi störf
tekin með i hagskýrslu árið 1947 og var þá verðgildi þeirra talið
samsvara 14 hundraðshlutum þjóðarteknanna.
Full ástæða virðist til þess að meta hin ólaunuðu störf hús-
mæðranna til fjár, m. a. til að tryggja þessari fjölmennu stétt
óhrekj anlega tilkall til ýmissa hlunninda til jafns við aðrar at-
vinnustéttir, svo sem til bóta frá almannatryggingum og til or-
lofsfjár. Má það vissulega teljast einn þáttur þess að mismuna
þegnum þjóðfélagsins, að starfa þessarar fjölmennu stéttar sé
að engu getið í þeim tölum, sem sýna eiga framlag atvinnustétt-
anna til fjármunamyndunar þjóðarbúsins.
Virðingarfyllst,
f. h. KVENFÉLAGASAMBANDS ÍSLANDS
Helga Magnúsdóttir.
22