Samvinnan - 01.10.1971, Qupperneq 26
af hópnum
Línuritin sýna hvernig karlar og kon-
ur innan Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur skiptast í launaflokka.
Laun þeirra, sem lenda ofar en í 12.
launaflokki; eru samningsatriði milli
launþega og atvinnureleanda, en eru
elclci ákveðin af stéttarfélaginu.
Tafla II.
Menntun Lágmenntun Miðlungsmenntun Hámenntun
Starfsaldur 0— 5 ár 5—15 ár 16 árog I. 0— 5 ár 6—15 ár 16 árog I. 0— 5 ár 6—15 ár 16 árog I.
I . II I. IV. V. VI. VII. VIII. IX.
Kyn kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk
5—10 launafl. 10 2 1 2 2
11—14 launafl. 1 3 4 2 3 3 1 1
15—19 launafl. 3 1 3
20—27 launafl. 1 4 1 1 2
Tafla III.
Menntun Lágmenntun Miðlungsmenntun Hámenntun
Starfsaldur 0— 5 ár 6—15 ár 16 árog I. 0— 5 ár 6—15 ár 16 árog I. 0— 5 ár 6—15 ár 16 árog I.
I. I . III. IV. V. VI. VII. VIII. IX.
Kyn kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk kk kvk
5—10 launafl. 1 3 1 3 1 3 1 1
11—14 launafl. 1 1 3 1 1 1
15—19 launafl. 2 2 2 5 3 7 2 1 1 1
20—27 launafl. 1 1 3 3 2 1
Tafla II:
Konur dreifast á 5.—14. launaflokk.
Karlar dreifast á 12.—27. launaflokk.
Konur með miðlungsmenntun taka í hæsta lagi laun samkvæmt 10. launa-
flokki.
Karlar með sambærilega menntun eru í 14.—21. launaflokki.
Tafla III:
Konur með miðlungsmenntun dreifast á 8.—17. launaflokk.
Karlar með sambærilega menntun dreifast á 13.—25. launaflokk.
Tafla III lítur miklu skár út, en þó má þar gagnrýna
ýmislegt. Til dæmis er aðeins ein kona í þeirri línu, þar sem
hæstu launaflokkarnir eru sýndir, og hefur hún hámarks-
menntun og starfsaldur. í þessum flokkum eru hins vegar
10 karlmenn, þar af einn með lágmarksmenntun og lág-
marksstarfsaldur. Þar sem launaflokkaskiptingin kemur
ekki nægilega glöggt fram á töflunni, er myndin ekki alger-
lega nákvæm. Því skal það tekið fram sérstaklega, að engin
kona með miðlungsmenntun er yfir 17. launaflokki, en þar
eru 5 karlmenn með hliðstæða menntun.
Tvö litil dœmi:
Þótt töflur og línurit sýni ástandið betur en orð fá lýst,
verða þó dæmi úr daglega lífinu oft áhrifaríkari, og því skulu
tvö slík nefnd. í öðru ríkisfyrirtækinu, sem tekið var til at-
hugunar, vinna karlmaður og kona mjög hliðstæð störf.
Karlmaðurinn hefur lágmarksmenntun, en konan stúdents-
próf, háskólapróf og frekara sérnám. Hún er í 16. launa-
flokki, hann í 20.
Hitt dæmið er á þá leið, að 4—5 þúsund króna launamun-
ur er á starfsfólki annars vegar í verzlun, sem selur kven-
fatnað, hins vegar verzlun, sem selur fatnað fyrir karlmenn.
Störfin eru þau sömu, og því kröfur til menntunar og hæfni
væntanlega svipaðar, en einungis karlmenn afgreiða í karl-
mannafataverzluninni, og kvenfólk í hinni. Ætla mætti, að
talið sé ábyrgðarmeira að máta föt á karlmenn en konur,
þótt „veikara kynið“ hafi yfirleitt frekar verið bendlað við
hégómaskap og kröfuhörku í sambandi við fatnað.
Um þessa könnun verður ekki fjölyrt frekar, en ekki sakar
að geta þess, að hún er aðeins byrjunin. Nú í haust ætlar
sá starfshópur, sem að henni vann og nefnir sig launarann-
sóknahóp, að snúa sér að launajafnréttismálinu af auknum
krafti, og í bígerð er, að aðrir starfshópar verði myndaðir
til að vinna að svipuðum verkefnum. Launamisrétti er eitt
skýrasta dæmið um misrétti kynjanna, og jafnframt það,
sem fyrst og fremst þarf að uppræta.
Launarannsóknahójmr Rauðsokka.
TIL BÆJARSTJÓRNAR KÓPAVOGS
Kópavogi, 1. september 1971.
Til bæjarstjórnar Kópavogs.
Við undirritaðar leyfum okkur að senda yður hér yfirlit um
athuganir, sem við gerðum á siðast liðnum vetri, um útivinnu
kvenna í bænum og þörf þeirra á gæzlu fyrir börn undir skóla-
aldri, þar sem við teljum, að bæjarfélagið eigi að hafa forgöngu
urn að leysa úr þessari þörf. Jafnframt munum við senda Fjár-
veitinganefnd Alþingis þetta yfirlit, en að okkar dómi ber ríkinu
að taka þátt í byggingu dagheimila og leikskóla. Einnig verður
nýskipaðri nefnd á vegum rikisstjórnarinnar til athugunar á
tekjustofnum sveitarfélaga sent eintak af þessu yfirliti.
Starfshópur Rauðsokka i Kópavogi gekkst fyrir skoðanakönnun
um barnaheimilismál í bænum dagana 8. 9. og 10. jan. 1971.
Fjórðu hverri konu á aldrinum 20 til 50 ára var sendur spurn-
ingalisti með 13 spurningum. Voru það 525 konur. Af þeim
reyndust 77 vera fluttar eða 14,7%, 16 voru erlendis eða úti á
landi, ein lá á sjúkrahúsi og ein var dáin. Þær sem fengu listann
í hendur voru því 430. Þar af voru 344 eða 80%, sem fylltu listann
út. 86 vildu ekki svara og voru ástæður ýmist viljaleysi, áhuga-
leysi, sögðust vera of gamlar, áttu ekki börn, voru ógiftar eða
höfðu týnt listanum.
Hópnum til aðstoðar við gerð spurninganna og úrvinnslu var
Þorbjörn Broddason félagsfræðingur.
Fyrst var spurt, hvort konan hefði launað starf utan heimilis,
og ef svo var, þá hvort um væri að ræða fullt starf eða hluta úr
starfi. Einnig var spurt, hvort tekin væri vinna heim eða unnið
úti hluta úr ári. Við úrvinnslu voru konurnar flokkaðar i 3 hópa
eftir því hvort þær áttu börn undir 6 ára aldri og e. t. v. eldri,
hvort þær áttu börn 7—12 ára, ekki yngri, en e. t. v. eldri, og loks
þær sem ekki áttu börn undir 12 ára aldri.
í fyrsta hópnum vinna 24 konur fullt starf utan heimilis eða
12%, 33 vinna hluta úr degi úti eða 16%, 10 vinna hluta úr ári
úti eða 5%, 15 taka vinnu heim eða 7%. 120 vinna eingöngu heim-
ilisstörf eða 60%: (Sjá myndir 1, 2 og 3.)
í 2. hópnum vinna 10 konur fullt starf utan heimilis eða 11%,
33 vinna hluta úr degi eða 36%, 9 vinna hluta úr ári úti eða 10%,
2 taka vinnu heim eða 2% og 37 konur vinna eingöngu heimilis-
störf eða 41%.
í 3. hópnum vinna 18 konur fullt starf utan heimilis eða 38%,
7 konur vinna hluta úr degi eða 15%, 2 konur vinna hluta úr ári
eða 4%, 3 taka vinnu heim eða 7% og 17 konur vinna eingöngu
heimilisstörf eða 36%.
Þá var spurt, hvort börn væru á heimilinu 0 til 6 ára og síðan
hvort það eða þau dveldust að staðaldri annars staðar en á
heimili sínu og þá hvar. 28% kvennanna vinna úti og eiga börn
26