Samvinnan - 01.10.1971, Page 35
mönnum tjáning, sköpun og gleðigjafi,
væri hún nú orðin böl, erfiði og ábján.
Hi5 lífræna samband milli „þess sem
skapar“ og „hins sem er skapað“ e: að
hverfa meir og meir úr öllu starfi, og í
stað þess er komin skynjun framandleik-
ans, sú tilfinning að vera með öllu slitinn
úr tengslum við þann sköpunarþátt, sem
er uppistaða og markmið allrar fram-
leiðslu. Þessi hörmung firringarinnar
varð að sama skapi örlagaríkari sem
vinnudagurinn var lengri og kaupið
lægra, en af því leiddi að mönnum var
fyrirmunað að létta af sér oki firringar-
innar eða bæta sér hana upp utan þræl-
dómsins og stritsins. Þar með var líka
komið í veg fyrir að verulegu leyti, að
auðið mætti verða að breyta firringunni
i sérstakt fjarlægðarskyn, en á þeirri
lausn hefur mjög verið vakin athygli á
síðari árum. Er þá gjarna talað um að
breyta „Entfremdung" þeirra Hegels og
Marx í „Verfremdung“, sem Bertolt
Brecht hefur gert að grundvallaratriði í
leiklist sinni. Brecht telur það manninum
hið nauðsynlegasta að geta losnað undan
René Dcscartes
oki þess hversdagsleika, sem umvefur
hann. Það verður hins vegar því aðeins
gert að manninum takist að verða óháður
og sjálfstæður gagnvart umhverfi sínu
og aðstæðum. Takist manninum það,
verður hann fær um að fella dóma, meta
og endurbæta á allt annan og áhrifarik-
ari hátt en fyrr. Þar með hefur líka nýr
þróunarferill hafizt og skynjun meiri og
sannari orðið hlutskipti mannsins. Hvað
Brecht raunverulega á við, hefur stund-
um verið skýrt með spurningu og svari á
þessa leið: „Spurt er: Hver uppgötvaði
hafið? Og svarið er: Um það verður ekk-
ert fullyrt. En eitt er vist, það voru ekki
fiskarnir.“ — Sá, sem meta vill aðstæður
sínar og komast að raun um hið sanna
varðandi þær, verður að losna undan
fargi þeirra, verða frjáls gagnvart þeim
og geta séð þær í nýju og framandi ljósi.
Það virðist ekki fjarri lagi að fullyrða,
að óttinn hafi tekið á sig þrjár mismun-
andi myndir í sögu Vesturlanda eða um
þrenns konar afbrigði óttans hafi þar
verið að ræða. Sá fræðimaður, sem einna
ljósast hefur gert þessu skil, er þýzk-
bandaríski þjóðfélagsfræðingurinn og
guðfræðinguiinn Paul Tillich. Að hans
áliti má skipta sögu Vesturlanda í þætti
og miða skiptinguna við óttaafbrigðin.
Þessi er fullyrðing Tillichs: Ótti fornald-
arinnar var fyrst og fremst óttinn við
dauðann, og er það óttaafbrigði á marg-
an hátt náttúrlegast og eðlilegast. Það er
ótti, sem tengist lífinu í upprunalegastri
og eiginlegastri mynd, óttinn við að glata
þeim fjársjóði sem lífið er. Á miðöldum
kom á Vesturlöndum fram önnur tegund
ótta. Sá ótti beindist ekki að líkamsdauð-
anum og þannig að jarðlífinu öðru frem-
ur. Ótti miðaldanna á Vesturlöndum var
óttinn við fordæminguna, eilifa útskúfun
úr sæluvist himnanna eftir að jarðlifinu
lyki og reyndar líka meðan á því stóð. Hér
var í raun og veru um missi og glötun
annars konar lífs að ræða, hins eilífa lífs
eða guðsríkisins, eins og guðspjöll Nýja
testamentisins kalla það. Enda þótt ann-
að afbrigði óttans bættist Vesturlandabú-
um á miðöldum, hvarf hið fyrra að sjálf-
sögðu ekki; aðeins hafði óttahugmyndin
orðið blæbrigðarikari. Þriðja blæbrigði
óttans hefur svo Vesturlandabúum bætzt
á allra síðustu áratugum og orðið því að-
sópsmeira sem timinn hefur lengur liðið.
Hið síðasta blæbrigði óttans er óttinn við
tómið eða tilgangsleysið. Sá ótti er reynd-
ar af líkum toga spunninn og ótti for-
dæmingarinnar. Það er óttinn við að geta
ekki fundið lifi sinu inntak, markmið,
eitthvað sem fyllir og veitir fullnægingu.
Þetta þriðja blæbrigði óttans hefur einn-
ig margt sameiginlegt með fyrirbæri firr-
ingarinnar, sem áður hefur verið vikið
að, og er það reyndar harla augljóst. Ótt-
inn við tóm og tilgangsleysi annars vegar
og skynjun firringarinnar (Entfremdung)
hins vegar eru tvær greinar á sama meiði,
benda til hinnar sömu vöntunar og hins
sama skorts, skorts á raunverulegri, pers-
ónulegri snertingu við samferðafólk sitt
og umhverfi. En einmitt sú staðreynd
verður til að sýna sambandið á milli
hugsanlegrar breytingar á þessu ömur-
lega hlutskipti Vesturlandabúa og félags-
og menningarhlutverki samvinnuhug-
sjónarinnar og samvinnuhreyfingarinnar.
Eins og áður hefur verið greint frá hef-
ur samvinnuhreyfingin sem og aðrar al-
þýðuhreyfingar lagt sérstaka áherzlu á
gildi persónuleikans, mikilvægi þess að
sérhver maður skynji sig að jöfnu sem
félagsveru, í heildinni eða hópnum, og
sem einstakling, sérstæða veru, er hefði
þá köllun eða kall að leggja fram sinn
sérstaka skerf til ávinnings fyrir heildina
og til eflingar lífsins. í félagslegu og
menningarlegu tilliti er þetta kjarni sam-
vinnuhugsjónarinnar og uppistaða sam-
vinnuhreyfingarinnar. Að skynja sjálfan
sig sem hluta af stórri heild, en vera sér
þess um leið meðvitandi að hver ein-
staklingur er heildinni mikilvægur,
ómissandi vegna þess að hann býr yfir
sérstæðri auðlegð hæfileika og hæfni, sem
hægt er að virkja til hagsældar og ávinn-
ings fyrir alla. Firring samtíðarmanna
okkar og okkar sjálfra og óttinn við tómið
Sören Kierkegaard
Karl Marx
Friedrich Ilegel
35