Samvinnan - 01.10.1971, Side 36
og tilgangsleysið, sem hvarvetna má sjá
og skynja, eru i innsta eðli sinu ekkert
annað en óræk sönnun þess að hið pers-
ónulega og mennska hefur verið bælt og
þvi vikið til hliðar að verulegu leyti i
þjóðfélögum Vesturlanda. Um næstu
aldamót hefur að minni hyggju orðið
breyting á þessu.
Þar sem vopnabyltingin, sem áður hef-
ur verið greint frá, skapar hinar nei-
kvæðu forsendur, opinberar þær hættur
sem yfir vofa og sýnir dauðann og tor-
tíminguna, sem við blasir svo ljóslega og
berlega að ekki verður undan vikizt að
taka eftir, þá mun mannréttindabyltingin
leiða í ljós hinar jákvæðu forsendur og
gera kjarna samvinnuhreyfingarinnar að
dýrustu og dýrmætustu eign mannkyns-
ins. Mannréttindabyltingin, sem væntan-
lega hefur náð að festa verulega rætur
um næstu aldamót, mun þá þegar hafa
mótað hugmyndir alls þorra manna.
Þetta mun hafa i för með sér margvísleg-
ar breytingar á hugsunarhætti og við-
horfum. En allar verða breytingarnar að
mínu áliti á þann veg, að hvetja til sam-
stöðu, samúðar og samábyrgðar og þann-
ig i beinum tengslum við hugsjónastefnu
samvinnunnar, sem hefur félags- og
menningarþáttinn að meginvettvangi. Á
þeirri undirstöðu er siðan hægt að reisa
glæsibyggingu hinna margvíslegustu
framkvæmda og athafnasemi. En án
þeirrar undirstöðu verða allar fram-
kvæmdir og athafnir í nafni samvinnu og
samábyrgðar holar og hálfar. „Varðar
mest til allra orða, að undirstaðan sé
réttleg fundin“, eins og segir i Lilju Ey-
steins.
3. Mannréttindabyltingin
Mannréttindabyltingin mun í veruleg-
um atriðum breyta hugsunarhætti jarð-
arbúa. Það verður hún sem brúar bilið
milli kynslóðanna. Það verður hún sem
umskapar samfélög manna, treystir og
jafnar stöðu kynjanna, lætur stjórnar-
farið laga sig að vilja og viti þegnanna
en ekki öfugt, gerir heimilin að nýju að
lifandi og lífrænum einingum í hinum
stóru heildum ríkja og ríkjasamsteypna.
En fyrst og fremst verður það mannrétt-
indabyltingin, sem verður þess valdandi
að hinn nýi maður, homo novus, kemur
fram, maður sem i senn er jarðbundinn
og raunsær, hugmyndaríkur og fullur af
draumum. Hann verður lifandi ímynd
þeirrar hugmyndar, sem sumir fræði-
menn hafa gert sér um mannlífið og
menninguna. Samkvæmt skilgreiningu
þeirra má líkja mannlífinu við blóm-
jurtina. Blómjurtin hefur rætur í mold,
sem veitir henni í senn öryggi, traust-
leika og tryggir henni næringarefni frá
jörðunni. En blómjurtin hefur líka skrúð
sitt ofar mold, skrúð sem vex frá jörð-
unni og í átt til heiðríkju og himins. Það
skrúð og sá vöxtur gegnir líka sínu mikil-
væga hlutverki, öndun, æxlun, svo og þvi
að teyga lif frá uppsprettu birtunnar og
ljóssins. Þessi líking, sem sumir mann-
fræðingar hafa hagnýtt til að skýra
mannlíf og menningu, en aðrir til að út-
lista mismun þjóða, kynja eða einstakl-
inga, á að minni hyggju vel við um þann
alhliða og viðsýna mann, sem verða mun
ríkjandi manntegund á jörðu um næstu
aldamót. En mannréttindabyltingin og
árangur hennar á ekki síður en vopna-
byltingin og þær forsendur til breytinga,
sem hún mun skapa, sína forsögu og
tengist þar einmitt á líkan hátt hugsjón
samvinnustefnunnar.
4. Þrjár fræðigreinar — Verufræðin
Einmitt um miðja 19. öld, þegar sá hug-
myndakjarni, sem samvinnuhreyfingin
hefur fram á þennan dag varðveitt og
ávaxtað, var að mótast og taka á sig hug-
ræna og siðræna mynd, voru þrenns
konar fræði i uppsiglingu, sem hvert á
sinn hátt hafa haft veruleg áhrif á vest-
ræna hugsun og vestræn viðhorf al-
mennt. Þessi fræði voru í fyrstu fálmandi
og lítt markviss, en hafa færzt því meir í
aukana sem lengra hefur komið fram á
20. öldina. Einkenni þeirra allra er víð-
feðmi, og má að því leyti segja að þau
hafi verið í nokkurri andstöðu við rikj-
andi hugsunarhátt bæði 19. og 20. aldar,
en ríkjandi hugsunarháttur í flestum
fræðum hefur verið einhæfing, sérhæfing
með viðeigandi hvatningu um að beina
athygli að þrengra sviði og takmarkaðra.
Einmitt vegna þessarar sérstöðu hinna
þriggja fræðigreina er í rauninni erfitt
að velja þeim sérstök og ákveðin heiti.
Hitt er aftur á móti augljóst, að hver
þeirra um sig hefur sinn vettvang, þótt
víðfeðmur sé og þær grípi þess vegna af
eðlilegum ástæðum nokkuð hver inn í
aðra. En eitt er samt víst. Það er fyrir til-
stuðlan þessara þriggja fræða öðru frem-
ur, að nú verður vart meiri og minni var-
úðar gagnvart skefjalausri sérhæfingu og
krafan gerist með hverjum deginum
ákafari: Veröldin og mannkynið þarfnast
ekki aðeins sérfræðinga, spesíalista; hún
og það hefur kannski eins og málum er
nú komið ennþá meiri þörf fyrir menn
með viðan sjóndeildarhring og stórt skyn-
svið, generalista. Hinar þrjár fræðigrein-
ar, sem ég hef hér í huga, fjalla um eftir-
farandi mennsk og mannræn heildarsvið:
verufræði, sálfræði og málvísindi. Ég mun
gera hinni fyrstu nokkur skil, en verð að
sinni að láta nægja að geta hinna tveggja
án frekari túlkunar.
Verufræði, ontologia svonefnd, er í raun
og veru harla gömul fræðigrein. Grikkir
fjölluðu um hana á margvislegan hátt, og
mun ekki rakið hér. Hins má þó geta, að
þeir litu svo á að veran byggi yfir merki-
legri tviskiptingu. Þar væri annars vegar
um að ræða „það sem nú þegar er“, „hið
verandi“, hó ón, en hins vegar væri svo
sá þáttur verunnar, sem ekki er þegar til
staðar, „það sem ekki er“. Síðari þáttur-
inn væri aftur á móti að því leyti vanda-
samari og torskildari, að þar gæti í senn
verið um að ræða niðurrif, beina um-
turnun á því, sem þegar er til staðar, en
niðurrifið kölluðu Grikkir ouk ón. Enn
gætu svo verið fyrir hendi möguleikar og
forsendur nýrrar sköpunar, viðauki,
framhald, lifrænn og sérstæður sköpun-
arþáttur, er þeir nefndu me ón. Það af-
brigði „þess sem ekki er“ er að sjálfsögðu
forvitnilegast og að sama skapi örlaga-
ríkast, þar sem það býr yfir sjálfri fram-
vindunni og umbreytingunni. Ekki voru
verufræðunum gerð sérstök skil á mið-
öldum, þótt mjög væri að þeim vikið í
kristinni trúarheimspeki. Nýr þáttur
verufræðanna hefst með franska heim-
spekingnum René Descartes á 17. öld.
Descartes gerist formælandi þess af-
brigðis tvihyggjunnar, sem einna fyrir-
ferðarmest hefur verið á siðari öldum og
reyndar allt til þessa dags. Descartes tel-
ur einnig að tilveran búi yfir tveim sér-
stæðum heildum, en að hans skoðun eru
heildirnar efni og andi og undur tilver-
unnar i því fólgið að tengja hinar miklu
andstæður saman. í tilverunni býr and-
inn yfir sérstöðu hugsunarinnar, og sú
sérstaða kemur greinilega í ljós hjá
mannkyninu. Ég hugsa — þess vegna er ég
til, „cogito — ergo sum“, er hin fræga
skilgreining Descartes á mennskri tilveru.
Það gerist hins vegar á 19. öld, að veru-
legrar andstöðu tekur að gæta gegn tví-
hyggju Descartes, og kemur sú andstaða
úr ýmsum áttum. Annars vegar eru for-
mælendur efnishyggjunnar, materialism-
ans, sem hafna andanum sem sjálfstæð-
um og sérstæðum þætti tilverunnar. Að
þeirra áliti er andinn aðeins eitt afbrigði
efnisins, merkilegt afbrigði að vísu, en
algerlega háð og bundið fjötrum eða lög-
málum efnisins. Hins vegar eru svo þeir,
sem rísa gegn hinum kyrrstæðu viðhorf-
um, er tvihyggjan hafði átt sinn í að
móta. Tvíhyggjan hafði í verulegum atr-
iðum litið á tilveruna sem statíska, kyrr-
stæða, og leiddi sú afstaða til myndunar
hinna miklu hugmyndakerfa, þar sem
gengið var út frá því að alls staðar mætti
finna ákveðin lögmál, en hugmyndakerf-
in áttu aðeins að vera hugrænn og
áhrifaríkur búningur þeirra. í stað kyrr-
stæðra viðhorfa hugmyndakerfanna
túlka andmælendur þeirra skapandi og
síkvik viðhorf, dýnamísk, en hafna al-
gerlega öllum fyrirfram tilbúnum kerfum.
Þeir vekja að nýju athygli á sköpunar-
þætti tilverunnar, hinum miklu mögu-
leikum til nýsmíða og endursköpunar, er
hvarvetna blasi við. Mennsk tilvera verð-
ur aldrei hneppt í fjötra að þeirra áliti
og skiptir þar engu máli, hve fagurt heiti
þeim fjötrum verður fengið. Frelsi og
sköpun er aðal mannsins, en einmitt í
sköpuninni og tjáningunni er maðurinn
frjáls, þó því aðeins að hann hagnýti
frelsið til að binda sig sjálfviljugur hug-
sjónum sínum, vonum sínum, draumum
og trú. Á flótta frá verkefnum og vanda
er maðurinn ekki frjáls, heldur aðeins
ánauðugur heigulskap sínum og hugleysi.
Þetta þriðja viðhorf verufræðanna, sem
Daninn Kierkegaard gerðist í fyrstu tals-
maður fyrir um líkt leyti og samvinnu-
hreyfingin var að koma fram sem sjálf-
stæð félagsmálahreyfing og menningar-
stefna og segja má að beri að mörgu leyti
sama hugblæ vitni, hefur færzt verulega
í aukana á 20. öld og það alveg sérstak-
lega eftir síðari heimsstyrjöld. Má nú með
miklum rétti fullyrða, að það sé fyrir-
ferðarmesta heimspekistefna samtíðar-
innar, sem teygir greinar sínar inn á svið
bókmennta, lista og annarra vísinda-
greina. í hnotskurn má e. t. v. skýra sér-
stöðu þessa afbrigðis verufræðanna með
36