Samvinnan - 01.10.1971, Síða 37
því að tilfæra þá þreytingu, sem einn af
túlkendum hins nýja viðhorfs, rithöfund-
urinn og heimspekingurinn Jean-Paul
Sartre, gerði á hinni frægu setningu
Descartes, sem áður hefur verið tilfærð.
í stað þess að fullyrða eins og Descartes:
Ég' hugsa — þess vegna er ég til, „cogito
— ergo sum“, fullyrðir Sartre: Ég er ekki
— þess vegna hugsa ég, „non sum — ergo
cogito“. Með þessu á Sartre við eftirfar-
andi: Sem maður er ég ekki fyrirfram
ákveðin og afmörkuð vera. Ég bý sem
maður yfir óteljandi möguleikum, auð-
legð hæfileika og getu. Af því stafar
vandi minn og hin mikla áhætta lífs
míns. Eða eins og Camus, annar rithöf-
undurinn frá sem aðhyllist sömu stefnu,
fullyrðir: „Maðurinn er eina vera sköp-
unarinnar, sem getur neitað að verða
það sem hún er.“ Maðurinn er eina veran,
sem getur hafnað möguleikum sínum, af-
neitað sjálfstæðu og sérstæðu hlutverki
sínu, neitað að finna lífi sínu tilgang og
skynja maikmið þess. Sú hætta er einmitt
fyrir hendi, ef maðurinn lætur undir
höfuð leggjast að gera sér grein fyrir
þeirri veru, sem hann er bæði hluti af,
þátttakandi í og ábyrgur skapari að.
í enn fyllra samræmi við sjálfa kviku
Albert Camus Jean-Paul Sartre
Bertolt Brecht Paul Tillich
samvinnuhreyfingarinnar er svo hin
merkilega útlistun túlkenda þessa af-
brigðis verufræðanna á þeim þrem
„heimum“ eða skynsviðum, sem maður-
inn lifir og hrærist í. Þar er fyrst um-
hverfi mannsins, umheimurinn, „die
Urnwelt", sem maðurinn verður að laga
sig að, gera sér fulla grein fyrir að þar
má hvorki slíta lífkeðju né raska hlut-
föllum. Á þeirri virðingu, sem maðurinn
ber fyrir umhverfi sínu og þá alveg sér-
staklega fyrir þvi undri lífsins í fjöl-
breytni og samskiptum sem þar þirtist,
byggist framtíð hans sem lifveru á jörðu
í tengslum og samstöðu við annað lif.
Annar heimur eða annað skynsvið
mannsins er svo hin mennska veröld, ver-
öld samskiptanna og tillitsseminnar, „die
Mitwelt". Sá heimur leggur manninum
enn meiri vanda á herðar. Er það að von-
um. Þar mótast persónuleiki mannsins,
þar veitist sú fylling og fullnæging, sem
gerir lifið rismeira og fjölþættara. En þá
kemur um leið vandinn að greina milli
hugrænnar, persónulegrar skynjunar, og
hlutlægrar, ópersónulegrar, vandinn að
skynja þann mun sem í því felst að eiga
samskipti við aðra menn, en ekki fjall
eða mörk. Því miður hefur mörgum svo
farið, að þeir hafa ekki kunnað að greina
þennan mun, og því hafa tengsl þeirra
við aðra menn orðið ópersónuleg. Þá er
talað um að „Medúsuaugun“ hafi komið
til skjalanna, það augnaráð og þau atlot,
sem allt gera að steini í návist sinni, jafnt
lifandi sem dautt. Það er á vettvangi
þessa annars skynsviðs mannsins, sem
samvinnuhugsjónin og samvinnuhreyf-
ingin hefur hinu mesta hlutverki að
gegna, en einmitt þetta skynsvið verður
að því er ég ætla árið 2000 talið hið mikla
lykilsvið, sem tengir á sérstæðan hátt hið
fyrsta, sem þegar hefur verið getið um, og
hið þriðja, sem gerð verða skil í næstu
andrá. Lykilsvið hinna persónulegu sam-
skipta er grundvöllur tveggja annarra
hugmynda, sem mikil áherzla er lögð á í
hinu þriðja afbrigði verufræðanna. Þar
er fyrst um að ræða þá sérstöðu manns-
ins að vera jarðbundinn með íbúandi lög-
málum jarðarinnar, vera immanent, en
búa jafnframt yfir þrá til umbreytingar,
vera aldrei hinn sami, eðlið að jöfnu
transcendenz, ummyndun, nýsköpun;
maðurinn er alltaf á leiðinni, hann stig-
ur yfir allar markalinur. Þar er í öðru
lagi um að ræða þá vitund mannsins, að
ævi hans streymir fram, hann er háður
mældum og afmörkuðum tíma, krónos,
en býr að jöfnu yfir hæfileikanum til að
skynja og opna hæð og dýpt tímans,
nema eilífðina i nútíðinni, fá hlutdeild í
eilífum tíma, kairos. — Þriðji heimur eða
þriðja skynsvið mannsins er svo víðáttur
hins innra hugardjúps, „die Eigenwelt",
sá heimur sem er forsenda hins sérstæða
þroska hvers einstaks manns, hið mikla
forðabúr og uppspretta, sem gerir sér-
hvern einstakling að ómetanlegum þátt-
takanda í lífsbaráttunni, og tryggir að
framlag hvers og eins getur verið meira
og stórbrotnara en hægt er að gera sér í
hugarlund. Hið innra hugardjúp er
vandasamasti vettvangur mannsins, en
hlutur þess og hlutdeild i beinum tengsl-
um við þátttöku í hinum tveim fyrri
skynsviðum, umheimi og veröld mann-
legra samskipta.
III. NIÐURLAG
Um næstu aldamót, árið 2000, hafa
samvinnuhreyfingunni á íslandi eins og
annars staðar í veröldinni opnazt „víðar
dyr og verkmiklar“ eins og komizt er að
orði í hinni helgu bók. Það er sannfæring
min, að þá hafi hugsjón hennar um
manngildi og mikilvægi samstöðunnar og
samskiptanna í verulegum atriðum orðið
að rikjandi stefnu. Þá verður horfið frá
þeirri útilokunarstefnu á flestum sviðum,
sem nú er því miður alltof áberandi.
Mannanna er ekki að gera jörðina að
baráttuvettvangi og meta hæfileika sína
eftir því, hve vel þeim hefur tekizt að
olnboga sig áfram, hve mörgum þeir hafa
skotið aftur fyrir sig, hve marga þeir
geta á einn eða annan hátt litið niður á.
Mannanna er að gera jörðina að vett-
vangi þroska og manndóms, sem er því
meiri sem fleiri geta orðið virkir þátttak-
endur. Þá verður matið annað og spurt
með orðum Einars Benediktssonar:
Hvað vannst þú Drottins veröld, til þarja?
Þess verðurðu spurður um sólarlag. +
3T