Samvinnan - 01.10.1971, Page 41
Ólafur Haukur Símonarson:
i.
Alltaf eru einhverjir tilað viðra áhyggj-
ur um hagi leikhússins. Síðast á dögunum
lét hinn stórhuga og venjulega bjartsýni
þjóðleikhússtýrimaður Guðlaugur Rósin-
kranz þess getið, að hann teldi enga van-
þörf á „herferð“ tilað draga fólk í leik-
húsin með íllu eða góðu líklega. „Því
raunverulega getur fólk ekki verið án
leikhússins". Það er mátulega satt. Leik-
hús er svo mart. Þó eru hinir íslensku
leikhússtýrimenn lukkunnar pamfílar sé
tekið mið af kollekum þeirra „á hinum
norðurlöndunum". Þeir eru hreinlega
móðursjúkir. Leikhússókn á fslandi er
hlægilega mikil í % miðaðvið sóknina hjá
þeim. Ég las, að 3% dönsku menníngar-
þjóðarinnar drattaðist í leikhúsin árlega.
Veldur þessi prósentutala árlegum æsíngi
hjá þeim sem með peníngavöld fara hjá
því „opinbera“. Þykir þeirn með ódæmum
hve mörgum krónum leikhúsunum tekst
að koma í lóg, en fáum áhorfendum í sal-
ina.
Hér í Danmörku er fastur árlegur liður
í menníngarstappinu svokölluð „teater-
krise“. Er þessi krísa sífellt að verða stór-
brotnari harmleikur. Síðast þegar „krís-
an kvaddi dyra“, þá hótuðu leikhússtýri-
mennirnir að loka. En þá átti líka að
skera við trog peníngana, eða jafnvel að
taka af þeim styrkinn. Það gengur ekki
i lýðfrjálsu landi þar sem allir hafa leyfi
til alls sem þeim dettur í hug nema að
láta sér detta í hug að breyta um lit á
útihurðinni í raðhúsinu. Það kynni að
stinga í stúf.
Bentu leikhússtýrimennirnir af skiljan-
legum ástæðum á fjárútlát ríkisins til
annars óþarfa. „Tilað réttlæta sig bendir
fólið á fífl“. Til dæmis mætti fækka fall-
byssufóðrinu, sögðu þeir einsog allir danir
sem ekki eru hernaðarsinnar.
Siðasta og besta trikkið hjá hinum að-
þrengdu leikhússtýrimönnum var auðvita
að hóta lokun og þarmeð endalokum
glæsilegrar vestrænnar leikhúshefðar. Þá
risu uppá afturlappirnar allar þær
hundruðir blekiðnaðarmanna sem lifa
praktuglega á því að „skrifa um listir,
bókmenntir og leikhús“. Þetta fólk er í
órjúfanlegu hagsmunasambandi við
starfslið leikhúsanna. Hinum skynsömu
mönnum sem ekki vilja ausa úr ríkis-
aamæBa-
LEJKIjáS
3BHK
0Q FYR3R
kassanum i rekstur tómra leikhúsa var
einfaldlega drekkt í bleki. Endir dramans
var samkvæmt hefðinni: Krísunni stúng-
ið undir stól og gleymt í bili, því auraum-
slögin koma reglulega frá „því opinbera“,
sem allir eru alltaf að rexa í nema þegar
þeir geta ekki ánþess verið, sem er oft.
Þetta er auðvita sárgrætilegt ástand fyr-
ir manneskjur „sem aldar eru upp i leik-
húsinu“, hafa „helgað þvi lif sitt“ og
„lifað þar sínar dýrðlegustu stundir“.
Einnig fyrir taugabilaðar kellíngar sem
gángast uppí heimilislífi þekktra leikara
sem er útpenslað í vikublöðunum.
En sem betur fer (og skiljanlega) er til
fólk sem tekur mið að krísunni, dregur af
henni lærdóm og ályktar. Sumir tala
meirasegja um nauðsyn á nýju þróun-
arferli. Og einstaka kjaftur gerir eitthvað.
Þeir sem „gera eitthvað" eru úngir upptil
hópa, óbundnir smáborgaralegu líferni og
neyslu og vilja einlægir bifa sér úr fen-
inu.
Til dæmis um nýjabrumið ætla ég að
taka BANDEN. Það er flokkur sem starf-
ar á hugmyndalegum, félagslegum og
efnahagslegum grundvelli áður óþekktum
fyrir leikhússtarfsemi í þessum umræddu
löndum. UMRÆÐULEIKHÚS. Nafnið
hljómar áreiðanlega bjánalega í eyrum
islendínga sem eru uppaldir með þeim
sannindum að betra sé að narta í eyru
náúngans heldren að tala i þau. Dönum
og svium (sem höfðu forgöngu um um-
ræðuleikhús) geðjast (annaðhvort vel eða
ílla) að umræðuleikhúsinu. Það ryður sér
til rúms og sýgur til sin marga hina bestu
krafta úr hópi úngra leikara.
BANDEN, sem áður var á minnst, hefur
vetrarlángt hrist uppí skólamálum dana,
aukþess fjallað um hermennsku þjóðar-
innar. Bæði skólakerfið (þ. e. a. s. það
lifandi fólk sem velkist innan þess) og
fallbyssufóðrið hefur ekki komist hjá því
að heyra sitthvað sem ekki er vinsælt að
flika í þeim herbúðum. Svíar, sem eru
„komnir lengra" en danir i þessu sem
flestu öðru, hafa heldurbetur orðið varir
við umræðuleikhúsin. Hópur sem kallast
NJA í höfuðið á NORRBOTTEN JÁRN-
VÁRK varð fyrstur til. Leikir þeirra, t. d.
Volvo-verkfallið og Leikurinn um Norr-
botten, höfðu mikla samfélagslega þýð-
íngu. Tilað gefa vísbendíngu um grund-
völl leikjanna: Umþaðbil 12% af útflutn-
ingsverðmæti svía kemu frá Norrbotten,
fyrst og fremst járn. En aðeins 3% þjóð-
arinnar búa á framleiðslusvæðinu sem
jafnframt á metið i atvinnuleysi yfir
landið eða um 25% atvinnulausra svía.
Annað dæmi: Slys, þreyta, firríng og
launabarátta þess fólks sem starfar hjá
Volvo-verksmiðj unum.
Þessar sýníngar voru þess megnugar að
breyta sinnuleysi og hugmyndunarleti í
andstæðu sina. Leikirnir voru grundvall-
aðir á félagslegri, efnahagslegri og sál-
fræðilegri rannsókn kunnáttufólks í sam-
vinnu við hlutaðeigandi iðnverkalýð.
Danirnir eru eftilvill ekki jafn vísinda-
legir eða róttækir og svíarnir, en vegna-
þess ég þekki skár til danskrar starfsemi
heldren sænskrar á þessu sviði, þá er
eftirfarandi fremur miðaðvið danskar að-
stæður.
II.
Enginn skortur er á gáfufólki sem „hef-
ur komið auga á vandann". Það er auð-
vita góðra gjalda vert. Svo lángt sem það
nær. Ef litið er í skrif þeirra sem breiða
sig útum leikhúsið, þá eru þeir sammála
um eitt: Mart og mikið amar að og stend-
ur leikhúsinu fyrir þrifum. Ýmislegt er
tint til, m. a.:
Skortur á hæfum leikurum, jafnvel í
hefðbundnar sýningar.
Skortur á hæfum leikstjórum.
Óhentugar leikhúsbyggíngar sem færa
allt í stakk úrelts leikmáta og gera sýn-
ingarnar óhæfilega dýrar.
Aðrir, venjulega þeir róttækari, nefna:
Yfirgnæfandi tilboð annarra miðla
(sjónvarps, kvikmynda, hljóðvarps og fl.).
Einángrun leikhúsfólks bæði sem ein-
staklínga á vinnustað og sem starfshóps
i þjóðfélaginu; þarafleiðandi stéttarleg
og mannleg vönkun.
Mótsetnínguna: Þjóðlegt leikhús/
heimsþorpið Jörð (leikhúsið Jörðin).
Andagtina í leikhúsunum og yfirleitt
andspænis listum og bókmenntum.
Algjöra vanrækslu þeirra þátta uppeld-
is og innræslu sem gera manneskju kleift
að taka miðlun leikhússins. Hér er átt
við limlestíngu þá sem framin er á nær
öllum eiginleikum barna að undanskild-
um minniseiginleikanum.
Flestir eru sammála um að leikhúsið
41