Samvinnan - 01.10.1971, Page 44
Soffía Guðmundsdóttir:
ÞJúÐsnGnn um uonunn
Þriðja grein
í næstu köflum rekur Betty Friedan
áhrif þau, sem ýmsar kenningar Freuds
hafa haft á samfélagsþróun, og hvernig
þær hafa verið notaðar til þess að renna
stoðum undir og ljá visindalegt yfirbragð
þeim viðhorfum gagnvart stöðu og hlut-
verki kvenna, sem birtast með þjóðsög-
unni um konuna; þar er átt við hug-
myndina um forsjá karlmannsins, tak-
markað þersónulegt svigrúm konunnar,
enga skuldbindingu hennar eða ábyrgð
af neinu tagi gagnvart nútíð og framtíð.
Stúlkur, sem ólust uþþ við tiltölulega
mikið sjálfstæði og nutu skólagöngu, sem
átti að gera þær hæfar til að rísa undir
nýjum menntunarkröfum í þjóðfélagi nú-
tímans, fengu að heyra það af hálfu ým-
issa fremstu hugsuða og lærdómsmanna,
að þær gerðu réttast í þvi að hverfa heim
á leið og lifa lífi sínu innan ramma heim-
ilisins, helga sig því algerlega. Konurnar
voru næsta berskjaldaðar fyrir áhrifa-
mætti þessara kenninga, sem voru ein-
mitt studdar áliti þekktra vísindamanna
og sérfræðinga ýmissa greina. Virðingin
fyrir myndugleika þessara boðbera hindr-
aði þær í því að setja hér sþurningar-
merki eða efast um réttmæti þjóðsögunn-
ar um konuna.
Höfundur leggur áherzlu á það, að
snilld Freuds og mikilvægi kenninga hans
og upþgötvana sé hafið yfir allan efa, né
heldur verði efazt um hið frábæra fram-
lag hans til vísindalegrar hugsunar. Aft-
ur á móti telur hún, að viðhorf hans við
þjóðfélagslegri stöðu kvenna fái ekki
staðizt. Hún staðhæfir, að í rauninni hafi
Freud litið svo á, að konan væri nokkurs-
konar óæðra eintak af homo sapiens, og
hlutverk hennar gæti einungis birzt í því
að lifa í skjóli karlmannsins, endurgjalda
elsku hans og uþþfylla óskir hans.
Barn síns tíma
Það stoðaði lítt, þótt Freud væri frjáls-
hyggjumaður og aðhylltist engin trúar-
brögð. Hann var líka barn sins tíma og
mótaður af sínu umhverfi. Þar réðu ekki
einungis áhrif Viktoríutímabilsins á
menningu Evróþu, heldur einnig hinar
gyðinglegu erfðavenjur, sem voru ekki
sérlega frjálslegar gagnvart konunni.
Ennfremur var Vínarborg á ofanverðri 19.
öld aldeilis engin fyrirmynd um jafnrétti
kynja, heldur öllu fremur dæmigert
borgaralegt samfélag, sem greindi skýrt
á milli hlutverka karls og konu og mark-
aði konunni að sama skapi þröngt svið
og ópersónulegt.
Sú menningarheild, sem Freud var
upprunninn úr og tilheyrði, leit á algera
auðsveipni konunnar sem sjálfgefinn hlut
og eðlilegan, og samkvæmt því átti hún
að vera öldungis óhæf til að standa á
eigin fótum, lifa sjálfstæðu, persónulegu
lífi í krafti eigin hæfni og verðleika. Höf-
undur rekur einnig allýtarlega þróun,
sem verður í Ameríku á sviði þjóðfélags-
fræða, sem hún kveður mjög hafa beinzt
að því að boða kenningar um hlutverk
kynjanna, sér í lagi með tilliti til hlut-
verks konunnar. Að hennar dómi hefur
svo þessi hlutverkakenning leitt af sér
mjög yfirdrifna dýrkun hins svokallaða
kvenleika og hins kvenlega hlutverks.
Síðan kemur þar sögu, er sú furðulega
staðreynd blasir við sjónum manna, að
þrátt fyrir aukinn fjölda stúlkna við
framhalds- og menntaskóla (á árunum
fram að stríðslokum) reyndust þær æ
færri, sem luku háskólaprófum eða náðu
umtalsverðum faglegum árangri.
Þetta virtist allt eins eiga við um há-
greinda einstaklinga í hópi stúlknanna.
Hagskýrslurnar töluðu sínu máli. Skóla-
menn létu í ljós vantrú á þýðingu æðri
menntunar fyrir konur og þótti sem þar
væri perlum kastað fyrir óverðugar, jafn-
vel þótt greindar væru að upplagi. Hæfir
starfskraftar í hópi rektora og kennara
tóku að leita burt frá kvennamennta-
skólunum, og rætt var um að gera þekkta
kvennaskóla að samskólum, væntanlega
til þess að hækka staðalinn og þurfa ekki
að loka. Háskólaprófessorar ympruðu á
því, að ekki næði nokkurri átt að hleypa
svo mörgum stúlkum inn i háskólana,
sem síðan sætu þar í algeru tilgangsleysi
og héldu dýrmætu rými fyrir piltunum.
Einskorðun
Betty Friedan tilgreinir nokkur dæmi
til stuðnings þeirri skoðun sinni, að á
15—20 ára tímabili hafi námsáhuga
stúlkna svo og andlegri forvitni stórhrak-
að. Rétt er að skjóta hér inn, að Betty
Friedan heimsótti sinn gamla skóla,
Smith Coilege, árið 1959, bjó þar viku-
tíma í heimavist og átti viðtöl við nem-
endurna. Síðan ferðaðist hún um öll
Bandaríkin og átti viðtöl við stúd-
enta, menntaskólanema og forráðamenn
skóla. Þar ber allt að sama brunni; henni
virðist faglegur áhugi vera í lágmarki,
sömuleiðis löngun til rökræðna um ýmis
efni. Nú virtist fólk frábitið þvi að eyða
tíma sínum í slikt. Henni fannst stúlk-
urnar líta á skólavistina sem einhvers
konar millibilsástand áður en hið raun-
verulega líf, sem nefndist svo, gæti hafizt.
Með því var átt við giftingu og húsmóður-
störf. Hvernig gat legið í þessu, að
straumurinn lá svo eindregið í eina átt?
Hún álítur, að á því tímabili, sem hér
um ræðir, hafi sá andi svifið yfir vötn-
unum í bandarískum menntaskólum, sem
beindi áhuga stúlkna burt frá andlegum
viðfangsefnum, en beindi athygli þeirra
að sama skapi að hinu líffræðilega hlut-
verki þeirra, móðerninu, og svo öllu sem
að heimili og hússtjórn laut. Þessi lexía,
segir hún, var einmitt framreidd af kenn-
urum og forystuliði skólanna, þeim hin-
um sörnu sem kallaðir voru til þess að
glæða skilning og andlegan áhuga stúlkn-
anna og áttu að rækta og efla hæfni
þeirra til sjálfstæðrar, gagnrýninnar
hugsunar. Þarna hafi komið til sögunnar
aðgreining eftir kynjum í námsefni skól-
anna ásamt því, að valfrelsi hafi verið
alltof rúmt og gert nemendum mögulegt
að skjóta sér undan erfiðari fögum, t. d.
í raunvísindum. Það viðhorf hafi m. ö. o.
borizt inn í skólakerfið og þar með náms-
efnið, að stúlkur bæri að ala upp og
mennta með tilliti til þess, að þær væru
verðandi húsmæður og mæður, og miða
skyldi við það, að heimilið yrði aðalvett-
vangur starfs þeirra.
Höfundur bendir á, hve fjölmargar
ungar stúlkur hætti námi annaðhvort
vegna giftingar og barneigna eða til þess
að standa undir námskostnaði eigin-
mannsins með vinnu sinni. Þannig hindr-
ast í mörgum tilfellum vitsmunalegur
vöxtur stúlkunnar, og þeir möguleikar,
sem menntunin átti að gefa henni, lokast,
á meðan pilturinn stefnir að því að ljúka
sínu námi, sem tryggi væntanlegu starfs-
framlagi hans ákveðinn stað í samfélag-
44