Samvinnan - 01.10.1971, Qupperneq 47

Samvinnan - 01.10.1971, Qupperneq 47
þeirri staðreynd, að einhæf hússtörfin eru tilbreytingarlítil, t. d. alltaf sama þvotta- standið upp aftur og aftur. Það dugar engin einföldun til þess að sleppa fljótt og vel, heldur verður að gera þetta hæfi- lega flókið og margbrotið, t. d. með óhemju framboði og geysimikilli fjöl- breytni af hreinlætisvörum, sápum föst- urn og fljótandi, pússikremum, þvotta- dufti margskonar, bóni, hreinsiefnum, áburði o. s. frv., að ógleymdum síflóknari leiðarvísum til undirstrikunar því við- horfi, að húsmóðirin verði að vera eins- konar fagmaður, sérfræðingur. Viðtal við framámann Betty Friedan segir frá viðtali, sem hún átti við framámann nokkurn á sviði þjóð- félagsfræða, er einnig var í tengslum við viðskiptaheiminn. Hann hafði verið henni mjög innan handar um að sýna fram á þau öfl viðskipta- og gróðasjónarmiða, sem standa að baki þjóðsögunni um kon- una, og var raunsær í bezta máta. Hún spurði margra spurninga. Var t. d. ekki örðugt að skapa þá kennd meðal hús- mæðra, að þær legðu raunverulega eitt- hvað af mörkum, fengju einhverju áorkað með störfum sínum? Var ekki einlægt verið að herja á þær með auglýsingum að kaupa meira af hvers kyns fánýti, sem átti svo aftur að breiða yfir tómleikann og tilgangsleysið? Hvers vegna var ekki fyrst og fremst reynt að beina kaupum þeirra að hlutum, sem gæfu möguleika á auknum tómstundum, svo að þær kæmust einhverntíma út fyrir heimilið og gætu stefnt á önnur mið líka? Svörin voru m. a. á þessa leið: Fyrir efnahags- og atvinnulíf i frjálsu þjóðfé- lagi er nauðsynlegt að skapa í sífellu nýj- ar og nýjar þarfir, og þarafleiðandi verð- ur að beina óskum húsmæðranna að þess- um framleiðsluvörum. Við fáum þær til að sjá heimili sín í nýju ljósi, þar sem sköpunargleði þeirra og athafnalöngun fái notið sín. Þar er betri og gæfulegri vettvangur framlags þeirra en í sam- keppninni við karlmanninn úti í hinum stóra heimi. Því er nú einu sinni þannig farið, held- ur hún áfram, að fyrirtæki verða að selja sína vöru og skila hagnaði, og sömuleiðis verður vikublað eða sjónvarpsstöð að fá auglýsingar, ef þau eiga lífi að halda. Þessi fjölmiðlunartæki og fleiri gefa svo tóninn, hvernig konan skuli haga klæða- burði sínum, hvernig hún geti bezt við- haldið unglegu útliti sínu og haldið í eig- inmanninn, um allt sem lýtur að matar- gerð, bakstri, saumaskap, hreingerningu, hekli, prjóni, útsaumi, innréttingu heim- ilis, að því ógleymdu að það er ekki smá- ræði, sem hún kaupir inn af öllu tagi samkvæmt auglýsingum þessara fjöl- miðla. Þó að sala og hagnaður væri eina sjónarmiðið, segir höfundur, er þarna samt mjög óhyggilega að farið, því að á þjóðhagslegan mælikvarða hlýtur það að vera ábatasamara, er til lengdar lætur, að nýta alla hæfni í hópi kvennanna fremur en halda henni niðri á stigi, sem einkennist af innantómu tilgangsleysi og ómettanlegri löngun eftir nýjum og nýj- um framleiðsluvörum. Við fórnum ungu stúlkunum okkar á altari þjóðsögunnar um konuna rétt eins og frumstæðir þjóðflokkar fórna smá- telpum til guðanna. Með því að skírskota einlægt fil kynþokkans og líffræðilegs hlutverks eru stúlkurnar í stöðugt rikari mæli aldar upp sem neytendur fyrir framleiðsluvöru ýmiskonar, sem skili svo aftur nauðsynlegum arði. Á að horfa upp á það, spyr Betty Friedan, að stúlkur, sem e. t. v. eru gæddar hárri greind, beini henni ekki í annan farveg en þjóðsagan býður, á sömu öld og mennirnir eru að stefna út í geiminn, til annarra hnatta? Mannleg greind og andleg orka hafa ekki verið hátt metnar í fari kvenna. Getur það verið markmið okkar, að þessir eigin- leikar skuli einungis beinast að einu sviði, hússtörfum og innkaupum, og fái ekki notið sín til fullnustu? E. t. v. er það einungis sjúkt samfélag, sem kýs að hirða ekki um styrk og hæfni kvennanna, samfélag sem ekki getur horfzt í augu við hin raunverulegu vandamál sín, né heldur bent á markmið í samræmi við hæfileika og kunnáttu þegnanna. E. t. v. er það sjúkt og vanþró- að samfélag, sem lætur sér nægja að ríg- skorða starfssvið kvenna við þröngan vettvang heimilisins fremur en ala þær upp til að verða fullveðja einstaklingar. E. t. v. ber það vanþroskanum vitni, er karlar og konur víkjast undan því að tak- ast á við samfélagsleg vandamál, en kjósa heldur að gefast á vald yfirdrifinni dýrk- un efnislegra gæða, sem verða sjálft markmið og inntak lífsins. 4 Sigmund Freud 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.