Samvinnan - 01.10.1971, Síða 49

Samvinnan - 01.10.1971, Síða 49
Bretlands, Vestur-Þýzkalands og nokk- urra annarra Austur- og Vestur-Evrópu- ríkja, og til gamans má geta þess, að ár- lega er lítið eitt selt af freðfiski alla leið til Ástralíu. íslandsmið Oft er um það rætt að íslendingar séu mikil fiskveiðiþjóð og að fiskimiðin um- hverfis landið séu einhver hin gjöfulustu i öllum heiminum. íslenzkir fiskimenn eru þekktir að dugnaði og áræði, og sú staðreynd er einnig vel þekkt að hver ís- ienzkur fiskimaður skilar á land mun meiri afla á hverju ári heldur en þekkist annars staðar í heiminum. En það eru fleiri en íslendingar sem sótt hafa gull í greipar Ægis við strendur landsins. Á undanförnum 20 árum hafa íslendingar §jálfir aðeins aflað um 60% af þeim fiski sem veiddur er á íslands- miðum. Fiskimenn frá ýmsum Evrópu- löndum hafa löngum stundað hér veiðar, og þótt öll þau lönd eigi það sameiginlegt að þessar fiskveiðar við íslandsstrendur snerti efnahagskerfi þeirra varla þannig að mælanlegt sé, þá eru viss byggðarlög í viðkomandi löndum nokkuð háð þessum veiðum. Þannig má sem dæmi nefna brezku bæina Grimsby og Hull, einkum þó hinn fyrrnefnda. Ef að likum lætur, má vænta þess að á næstunni heyrist allhá- værar raddir frá þessum stöðum um að tilveru þeirra og fleiri bæjarfélaga eða jafnvel landshluta verði stefnt í voða ef íslendingar færi frekar út fiskveiðilög- sögu sína. í þessu sambandi er ekki ófróð- legt að athuga það fiskmagn, sem önnur helztu fiskimið í Norður-Atlantshafi gefa af sér. Ný vinnubrögð Alþjóðaskýrslur sýna að alls hafi verið aflað á íslandsmiðum um 936.000 tonna af fiski árið 1969. Á sama tíma öfluðust 3,2 millj. tonna úr Norðursjónum, um 1,3 millj. tonna úr Barentshafi og um 829.000 tonn undan Noregsströndum. Má augljóst vera, ef raunsætt er litið á þessar stað- reyndir, að íslendingum veiti sannarlega ekki af því að sitja sem mest einir að því takmarkaða fiskmagni sem fáanlegt er á heimamiðum. Ef einhver alvara er í öllu tali um alþjóðlega verkaskiptingu, hlýtur það að vera augljóst hagkvæmnisatriði, að íslandsmið séu stunduð af hérlendum fiskiskipum. Á sama hátt er eðlilegt að Norðmenn fiski undan Noregsströndum, Bretar og Danir í Norðursjónum o. s. frv. Öll rök hljóta að mæla með því, að við- komandi strandríki nýti sjálf sín mið og að í framtiðinni verði sem mest lagður allur nuunsKun samt. MyruL 3 niður sá háttur sem viðgengizt hefur um alllangan tíma, að ein þjóð geri út togara til að fiska við strendur annarrar. Það er ekki einungis dugnaður sem orsakar það að 4.500 íslenzkir sjómenn skila að landi 732.000 tonnum af fiski eða um 160 tonn- um á mann miðað við árið 1970, á sama tima og 22.000 brezka sjómenn þarf til að afla rúmlega millj. tonna, eða um 50 tonn á mann. Það er fyrst og fremst lega landanna miðað við fiskimiðin sem hér um ræður. Bæði efnahagsleg og vinnsluleg eða gæðaleg rök hljóta að mæla með því, að íslendingar eigi frekar að stunda sin mið á tiltölulega smáum fiskiskipum, sem landa aflanum reglu- lega, heldur en að aðrar þjóðir sendi hingað þúsund tonna togara í fjögurra til sex daga siglingu hvora leið og skili síðan á evrópska ferskfiskmarkaði fiski sem er 10—20 daga gamall. Fyrir utan þetta er svo hið augljósa sjónarmið, sem grundvallast á þvi að hér er um að ræða höfuðatvinnuveg smáþjóðar. íslendingar verða að halda vel á sínum málum, ef lífsafkomu þjóðarinnar á ekki að vera stefnt i voða á næstu árum vegna óskyn- samlegrar nýtingar fiskimiðanna. Það hlýtur að vera lífsnauðsyn að tryggja ís- lendingum sjálfum afnot fiskimiðanna í kringum landið, og framtíð þjóðarinnar er mjög undir því komin að vel verði haldið á þeim málum. Það verður að leiða viðkomandi þjóðum þessa staðreynd fyrir sjónir. Bretar verða að skilja það að á næstu árum er óhjákvæmilegt að þeir leggi niður þann hluta togaraútgerðar sinnar sem byggt hefur afkomu sína á íslandsmiðum. Menn hafa orðið að gera sér grein fyrir því á síðari árum, að ekki dugar lengur að byggja sífellt stærri og fullkomnari fiskveiðiskip og búa til áætl- anir um aukið aflamagn. Lífið í sjónum hefur sín lögmál eins og annað líf. Ný vinnubrögð og nýjan hugsunarhátt verður að taka upp, ef því á ekki að vera stefnt í hættu. Þáttur samvinnufélaganna Hver er svo þáttur samvinnufélaganna í landinu í fiskveiðum og fiskvinnslu? Á mynd 1 eru sýndar helztu fiskvinnslu- stöðvar sem á einn eða annan hátt eru tengdar Sambandinu. Kristallarnir sýna frystihús sem ýmist eru i eigu samvinnu- félaga eða annarra aðila, en öll selja af- urðir sínar i gegnum Sjávarafurðadeild. Ferningarnir sýna fiskmjölsverksmiðjur og hringirnir þá staði sem verka skelfisk, þ. e. a. s. humar, rækju, hörpudisk. Fisk- mat ríkisins telur 94 frystihús hafa verið starfrækt í landinu á árinu 1970, en um 30 þeirra seldu afurðir sinar i gegnum Sjávarafurðadeild. Hlutur Sambands- frystihúsanna í freðfiskframleiðslu landsmanna hefur verið 20—25% á und- anförnum árum. Lauslega áætlað munu um 135 dekkbátar og togarar og um 70 opnir bátar eða trillur leggja upp afla hjá fiskvinnslustöðvum sem taldar eru á veg- um Sambandsins. Samkvæmt lauslegri áætlun munu um 750 sjómenn og 1300 landverkafólk starfa hjá þeim fyrirtækj- um sem Sambandið annast sölu fyrir. Launagreiðslur eru áætlaðar 250 millj. 49

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.