Samvinnan - 01.10.1971, Qupperneq 52
Vainö Linna:
í haust kemur út skáldsagan ÓÞEKKTI
HERMAÐURINN eftir Váinö Linna,
heimsþekkt stríðssaga og bókmenntalegt
stórvirki, sem fyrr hefði mátt koma fyrir
sjónir íslenzkra lesenda. Sagan greinir frá
lífi og dauða eins herfylkis í stríði Finna
og Rússa i heimsstyrjöldinni síðari. Sagt
er að finnski herinn sé furðulegasti og
mótsagnakenndasti her sem nokkru sinni
haji marsérað á jörðinni, agalaus að mörk-
um uppreisnar i bardagahléum, en ein sál
þegar á reyni. Það er grímulaust andlit
stríðsins sem Linna sýnir okkur, séð með
augum óbreytts hermanns og túlkað með
beinskeyttu orðfœri hans. Bókin vakti hat-
ramar deilur í Finnlandi á sínum tíma, svo
sem títt er um miklar bókmenntir, enda
varð Linna annar í röðinni þeirra manna
sem hlotið hafa bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs. Jóhannes Helgi hefur ís-
lenzkað bókina, en Skuggsjá í Hafnarfirði
gefur út. Samvinnan hefur aflað sér leyfis
útgefanda til að birta tvo kafla úr bókinni.
Bækistöðvar vélbyssuherdeildarinnar
lágu við bugðótta skógargötu. Vopnavið-
skipti voru í fullum gangi. Sprengikúlur
féllu milli víglínunnar og bækistöðvanna.
Lamnio og Sinkhonen voru að taka á
móti nýjum mönnum, og skrifarinn
skráði nöfn þeirra á nafnalista herdeild-
arinnar. Meðal hinna nýkomnu voru átta
nýliðar, og skrifarinn, sem hlotið hafði
liðþjálfanafnbót, lagði fyrir þá spurning-
ar hvellri röddu. Hann hafði tileinkað sér
fas Lamnio og nálega öll raddbrigði.
Auk ungu mannanna átta voru þrír
varaliðsmenn á fimmtugsaldri. Þeir höfðu
grafið sér holur til að skýla sér fyrir
sprengjubrotum, og i hvert sinn sem jörð-
in skalf undan sprengikúlu, hnipruðu þeir
sig saman i holunum.
Lamnio sló með prikinu í stígvél sín og
sagði við Sinkhonen:
— Við gerðum bezt i að gera þessa
gömlu hérna að kúskum í stað þriggja
yngri kúska. Hietanen á að fá fjóra ný-
liðanna. Hann hefur orðið fyrir mestu
manntjóni. Ég var raunar að fá tilkynn-
ingu um að Kariluoto væri kominn aftur,
sem þýðir að Koskela tekur aftur við
sveit sinni — ekki þó til frambúðar. Hon-
um verður fengin stjórn herdeildar í
Þriðja herfylki það ég bezt veit. Sarastie
vill ekki missa hann, en eins og ástandið
er orðið tekst honum tæpast að halda
honum. Annars kemur það í ljós von
bráðar. Hietanen er fullfær um að stjórna
sveitinni. En mennirnir eiga að nærast
áður en þeir leggja af stað.
— Já, herra kafteinn.
Sinkhonen benti á stóran þeldökkan
mann sem sat þungbúinn á brún holu
sinnar og tuggði strá taugaóstyrkur. En
í stað þess að svara horfði maðurinn í
hina áttina og tautaði:
— Hvað ég heiti? Svo þú veizt það ekki.
Hví skyldi drjóli eins og þú yfirleitt vita
nokkuð?
Lamnio steig nokkur skref í áttina til
hans.
— Ég vona að þú vitir hvað þú heitir?
Stráið var á fleygiferð milli munnvika
mannsins.
— Það stendur i pappírunum.
— Svaraðu skilmerkilega. Hvernig á
ritarinn að vita hver bókanna er þín?
— Það er sú síðasta auðvitað. Þessi sem
er eftir.
— Nú segirðu til nafns. Hvað á þessi
þrjózka eiginlega að þýða?
— Þið ættuð gerst að vita hvað ég heiti.
Þið sóttuð mig heim og fluttuð mig hing-
að.
Lamnio var kominn á fremsta hlunn
með að hækka röddina, en mundi þá að
honum hafði verið tekinn strangur vari
við þvi að æsa mennina upp að óþörfu.
Hann stillti sig, en af því að hann mátti
ekki beita þeirri aðferð sem honum var
eiginleg þá gætti úrræðaleysis í radd-
blænum þegar hann spurði:
— En þú berð þó nafn, er ekki svo?
— Hemm. Korpela heiti ég. Maðurinn
slengdi nafninu í andlit Lamnio. —
Óbreyttur.
Korpela hélt áfram að tyggja stráið, en
svo skyrpti hann því gremjulega. Hann
talaði ekki við neinn, sat bara afsíðis og
starði útí bláinn, og þegar Sinkhonen fór
með mennina til eldhússins að útvega
þeim mat reis hann treglega á fætur,
52