Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 57
til þess að binda enda á langvarandi drottnun Sjálfstæðisflokksins, ekki ein- ungis í sjálfri pólitikinni, heldur einnig í félagsmálum. Einsog alkunna er, hefur hann jafnan haft einhvern hinna flokk- anna að hækju við myndun ríkisstjórna undanfarna þrjá áratugi; en ekki nóg með það: hann hefur líka náð tangar- haldi á hægriöflum í Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum og látið þau styðja sig til valda og þjóna sér í allskonar fé- lagssamtökum, sem að jafnaði hafa koðn- að niður fljótlega eftir að þessi vanheil- aga þrenning afturhaldsaflanna i „lýð- ræðisflokkunum“ svonefndu tók þar völd. Sígild og ömurleg dæmi um þetta eru Stúdentafélag Reykjavíkur, Norræna fé- lagið og Félag Sameinuðu þjóðanna, sem öll eru lömuð af þessari sömu valdaklíku afturhaldsins í landinu. Unglingafélags- skapurinn Varðberg hefur sömu skipta- reglu, en er með lítið eitt meira lífsmarki fyrir þá sök, að bandaríska upplýsinga- þjónustan veitir honum hæfilegar fjár- fúlgur til framfæris og býður félags- mönnum í tíðar og fjölmennar lystireis- ur til helztu stöðva NATO austan hafs og vestan. Það er væntanlega í fullu sam- ræmi við eðli og eiginhagsmunastefnu Sjálfstæðisflokksins, að þau félög, sem hann leggur undir sig með hjálp hægri- afla í Alþýðu- og Framsóknarflokki, tær- ast upp á skömmum tíma. Sú félagslega eyðimörk, sem við það myndast, er talin heppilegastur jarðvegur fyrir fagnaðar- boðskap einkaframtaks og einstaklings- hyggju. Svipuðu máli gegnir um þau verkalýðsfélög, þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur tögl og hagldir með fulltingi annarra flokka, þeirra á meðal Alþýðu- bandalagsins: þessi skipan veikir sam- takamátt launamanna og auðveldar Sjálfstæðisflokknum valdabrölt sitt undir kj örorðinu „deildu og drottnaðu". Samstarf félagsmálahreyfinga Samfara sameiningu vinstriaflanna í einum stjórnmálasamtökum verður að koma stóraukið og margeflt samstarf tveggja stærstu félagsmálahreyfinga í landinu, samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar. Þessar hreyf- ingar hafa með öflugu samstarfi og póli- tískri samstöðu áorkað mestu um þær miklu og margvíslegu efnahags- og fé- lagsframfarir sem átt hafa sér stað á öðr- um Norðurlöndum undanfarinn aldar- fjórðung, og ekki leikur á tveim tungum að aukið samstarf hreyfinganna hérlend- is gæti lyft Grettistökum í félags- og kjaramálum. Löngum hefur kveðið við þann tón í Morgunblaðinu, þegar skriffinnar þess hafa talið sig finna höggstað á hinni nýju ríkisstjórn, að svo ætli þessir menn að fara að siðbæta þjóðfélagið, og má milli línanna lesa illa dulbúna ánægju yfir því, að siðbótarviðleitnin hafi mistekizt. Þessi sérkennilega óvild Morgunblaðsmanna í garð betri siða á íslandi hefur birzt í ýms- um myndum, til dæmis í löngum og hlá- legum skrifum um skipun skólastjóra í Ólafsvík, þar sem menntamálaráðherra lét eigin dómgreind skera úr vanda sem pólitísk skólanefnd hafði sett hann í. í málgagni flokks sem heíur verið jafn- bíræfinn í valdníðslu og pólitískri spill- ingu einsog Sjálfstæðisflokkurinn, er vissulega fróðlegt að finna í senn gagn- rýni á pólitískar stöðuveitingar og hlökk- un yfir því, að þær viðgangast enn — og er þessi málflutningur með öðru til vitnis um málefnafátækt hinnar nýju stjórnar- andstöðu. Menningarmálin vanrækt Menn voru almennt ánægðir með mál- efnasamning vinstristjórnarinnar, enda er þar víða komið við og einatt karlmann- lega kveðið að orði um þjóðþrifamál. Einn málaflokkur virðist þó ekki hafa valdið fulltrúum vinstriflokkanna miklum heila- brotum eða töfum. í löngum kafla um „Félags- og menningarmá'", þar sem rækilega er fjallað um félags- og skóla- mál, er aðeins að finna eina litla setn- ingu um menningarstarfsemi í þrengra skilningi: „Listir, bókmenntir og önnur menningarstarfsemi hljóti aukinn stuðn- ing“. Minna gat það varla verið né loð- mullulegra. Þessi feimni hinna nýju ráða- manna, sem sumir hverjir hafa orð fyrir að vera menningarlega sinnaðir, við að hugsa og orða fyrirætlanir vinstriflokk- anna í menningarmálum er mér með öllu óskiljanleg. Gerðar eru ýtarlegar áætl- anir um atvinnu- og efnahagsmál, menntamál og vísindastörf, en sjálf menningarmálin, sem í rauninni snerta dýpstu rök og „sál“ þjóðarinnar, eru varla virt viðlits. Þessi fáorða loðmulla stafar ekki af því, að verkefni séu engin fyrir hendi á menn- ingarsviðinu. Þau eru þvertámóti mý- mörg og þarfnast flest skjótra aðgerða. Endurskoða þarf frá rótum lög um lista- mannalaun, fella launin niður i núver- andi mynd, en taka upp starfsstyrki til yngri og heiðurslaun til eldri listamanna. Láta ber söluskatt af bókum ganga beint til höfunda. Samþykkja þarf bæði höf- undalög og lög um almenningsbókasöfn sem liggja fyrir Alþingi og vinda bráðan bug að því að koma á fót norrænni þýð- ingamiðstöð, sem menntamálaráðherrar Norðurlanda eru fyrir sitt leyti samþykk- ir. Ráða þarf bókmenntaráðunaut að Rik- isútvarpinu á sama hátt og þar eru nú sérstakir tónlistar- og leiklistarráðunaut- ar. Tryggja þarf ríkisinnkaup á tiltekn- um eintakafjölda íslenzkra bóka handa almenningsbókasöfnum. Samþykkja þarf hin nýju þjóðleikhúslög og endurskipu- leggja leikstarfsemi útá landsbyggðinni, jafnframt því sem sjálfstæðum leiklistar- skóla ríkisins verði komið á fót. Loks ber að endurskoða frá grunni afstöðu stjórn- arflokkanna til vals manna í ráð og nefndirsem fjalla um menningarmál, svo- sem útvarpsráð, menntamálaráð, þjóð- leikhúsráð, úthlutunarnefnd listamanna- launa o. s. frv. Prófsteinn Fyrsti prófsteinninn á raunverulega stefnu stjórnarflokkanna í menningar- málum verður val manna í ofantalin ráð og nefndir eftir að þing kemur saman í haust. Alþýðubandalagið hefur eitt flokka valið í útvarpsráð, þjóðleikhúsráð, menntamálaráð og úthlutunarnefnd lista- mannalauna menn sem beinlínis eru tengdir starfssviðum þessara stofnana og starfa að menningarmálum. Hinir gömlu flokkarnir hafa upptil hópa látið sér sæma að kjósa til þeirra pólitíska varð- hunda, bitlingamenn sem hafa engin skilyrði til að gegna þessum ábyrgðar- störfum svo viðunandi sé. Á þessu háttar- lagi verður að eiga sér stað breyting, ef vinstristjórnin vill halda uppi raunhæfri og jákvæðri menningarstefnu í stað póli- tískrar bitlingaölmusu. Stuðningsmenn vinstristjórnarinnar óska henni gæfu og velfarnaðar, en þeir vænta sér annars og meira af henni en íhaldsstjórninni sáluðu, og þeir munu ekki hika við að gagnrýna — og það harð- lega — þær gerðir hennar og stefnumót- un sem brjóta í bág við það yfirlýsta markmið stjórnarsamvinnunnar að gera íslenzkt þjóðfélag heilbrigðara og opnara. Við viljum losna við hina pólitísku sníkla í opinberum ráðum og nefndum, en fá í staðinn menn sem kunna og vilja starfa að velferðarmálum þeirra stofnana sem þeim er trúað fyrir. Fyrir þessu verður barizt allt yfirstandandi kjörtímabil og stjórnarflokkarnir allir dregnir til á- byrgðar fyrir framkvæmd stefnumiða sinna í lok þess. 4 Guðrún Guðjónsdóttir: TVÆR LJÓÐSÖGUR í Lækjargötu Við göngum suður Lækjargötu, göngum inn í Ijósa og hlýja vornóttina. „Þessa stund hef ég þráð lengi,“ segi ég. ,,Ó blessunin," segir þú og það er óendanleg ástúð í rómnum. Ég horfi i augu þár og hamingjan hneppist um okkur eins og Ijós og hlý lopapeysa og við erum nær guði en nokkru sinni áður. Framtíð Það var gott veður og ég gekk niður í borg- ina. Allt í einu sá ég mann ganga við hlið mér. Þetta var miðaldra maður, svartur á hár og fölur í andliti. „Þú varst að hugsa um að heimsækja veika systur síðastliðna viku,“ sagði hann. „Hvernig vitið þér það? Og hún er ekki systir mín,“ sagði ég önug. „Systir þín er hún,“ sagði hann kankvís á svip. „Jæja, ég þekki yður ekkert," sagði ég og herti gönguna. „Veit ég það, Sveinki," sagði hann og greikk- aði líka sporið. „Ég skal láta verða af þessu og fara til henn- ar á morgun," sagði ég fljótmælt. „Ekki mín vegna," sagði hann. „Nei, auðvitað ekki. Það er hennar vegna,“ sagði ég. „Það er nú það,“ muldraði hann dapur f bragði. „Hugsarðu aldrei um framtíð þína?" spurði hann svo mildum rómi. Ég vissi ekki hvort ég skildi hann rétt, en langaði til að svar mitt yrði greindarlegt. Ég hugsaði mig um andartak, en þegar ég ætl- aði að svara var hann horfinn. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.